BMW 7 á að taka fram S-Class Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2015 14:22 BMW segir að hin nýja 7-lína fyrirtækisins taki um margt fram Mercedes Benz S-Class. BMW mun formlega kynna nýja 7-línu þann 24. október. BMW vill meina að 7-línan verði mun eyðslugrennri, mengi minna og hafi lengri drægni með rafmótorum en samskonar gerð S-Class. BMW 740e Plug-In-Hybrid mengar 49 g/km af CO2 á meðan S-Class Plug-In-Hybrid mengar 65 g/km. S-Class kemst fyrstu 33 km á rafmagni eingöngu en BMW-inn 40 km. BMW 7 á að verða fyrsti bíllinn sem leggur sjálfur í stæði án þess að bílstjóri sé í bílnum. Þá munu handarhreyfingar bílstjóra duga til að stjórna ýmsu í bílnum, svo sem að hækka og lækka í tónlist, svara símtölum ofl. Bíllinn verður með nýja gerð laser-aðalljósa sem lýsa 600 metra fyrir framan bílinn. Í bílnum er þráðlaus nettenging og hlaða má Android farsíma þráðlaus. Eyðsla bílsins hefur minnkað allt að 20%, ekki síst vegna þess að ný kynslóð bílsins er 130 kg léttari þar sem koltrefjar eru nú notaðar að miklu leiti í yfirbyggingu bílsins. Ný kynslóð BMW- 7-línunnar er sú sjötta í röðinni en BMW hefur selt 370.000 eintök af síðustu kynslóð bílsins en ætlar að gera enn betur með þeirri nýju. Mest seldi BMW 67.200 7-línu bíla árið 2011. Það telst þó ekki mikið miðað við þau 100.000 eintök sem Mercedes Benz seldi í fyrra af S-Class bíl sínum. Bílar video Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent
BMW segir að hin nýja 7-lína fyrirtækisins taki um margt fram Mercedes Benz S-Class. BMW mun formlega kynna nýja 7-línu þann 24. október. BMW vill meina að 7-línan verði mun eyðslugrennri, mengi minna og hafi lengri drægni með rafmótorum en samskonar gerð S-Class. BMW 740e Plug-In-Hybrid mengar 49 g/km af CO2 á meðan S-Class Plug-In-Hybrid mengar 65 g/km. S-Class kemst fyrstu 33 km á rafmagni eingöngu en BMW-inn 40 km. BMW 7 á að verða fyrsti bíllinn sem leggur sjálfur í stæði án þess að bílstjóri sé í bílnum. Þá munu handarhreyfingar bílstjóra duga til að stjórna ýmsu í bílnum, svo sem að hækka og lækka í tónlist, svara símtölum ofl. Bíllinn verður með nýja gerð laser-aðalljósa sem lýsa 600 metra fyrir framan bílinn. Í bílnum er þráðlaus nettenging og hlaða má Android farsíma þráðlaus. Eyðsla bílsins hefur minnkað allt að 20%, ekki síst vegna þess að ný kynslóð bílsins er 130 kg léttari þar sem koltrefjar eru nú notaðar að miklu leiti í yfirbyggingu bílsins. Ný kynslóð BMW- 7-línunnar er sú sjötta í röðinni en BMW hefur selt 370.000 eintök af síðustu kynslóð bílsins en ætlar að gera enn betur með þeirri nýju. Mest seldi BMW 67.200 7-línu bíla árið 2011. Það telst þó ekki mikið miðað við þau 100.000 eintök sem Mercedes Benz seldi í fyrra af S-Class bíl sínum.
Bílar video Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent