81 árs gamalt hitamet féll í Neskaupstað í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2015 17:32 Frá Neskaupsstað. vísir/gva Hitamet dagsins, 16. október, féll í dag þegar hiti mældist 18,4 stig í Neskaupstað. Þá mældist hitinn 18,3 stig á Kollaleiru en gamla metið var 18,2 stig og mældist árið 1934 á Teigarhorni. Hitamet októbermánaðar er þó nokkuð hærra, eða 23,5 stig og mældist þann 1. október 1973 á Dalatanga. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallaði um hlýtt loft sem nú er yfir landinu á bloggi sínu í dag en í samtali við Vísi segir hann að um 5-8 dægurhitamet falli á ári. Það sé vissulega ekki algengt að svo hár hiti mælist í október en þó er það algengara en að minnsta kosti blaðamann grunar. „Þetta er svona alltaf öðru hvoru og það er talsvert til af 20 stiga athugunum í október,“ segir Trausti. Hann segir haustið nú hafa verið sérstaklega milt á Norður-og Austurlandi, til dæmis sé október til þessa 9. hlýjasti mánuðurinn frá 1949 og á Austfjörðum er þetta 6. hlýjasti mánuðurinn. Aftur á móti er október meðalmánuður það sem af er á höfuðborgarsvæðinu hvað hita og kulda varðar.En hvers vegna er svona hlýtt fyrir austan nú? „Það kemur loft að landinu mjög langt sunnan að og það er frekar óvenjulegt. Það er því mjög hlýtt og þegar það er svona hlýtt þá það yfir kalda loftið þannig að við hér á Suður-og Vesturlandi njótum þess ekki. Hins vegar fer það svo yfir fjöllin og þar blandast hlýja og kalda loftið þannig að hlýindin ná lengra niður þegar loftið kemur af fjöllum,“ segir Trausti. Hann segir að ef heppnin er með fólkinu fyrir austan þá gæti hitinn mögulega farið yfir 20 stig á morgun en síðan fer veður kólnandi. Sjá má veðurspána á Veðurvef Vísis. Veður Tengdar fréttir Yfir 20 stiga hiti á morgun? Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir mjög hlýtt loft nú yfir landinu og að með heppni gætu hitamet fallið. 16. október 2015 14:12 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Hitamet dagsins, 16. október, féll í dag þegar hiti mældist 18,4 stig í Neskaupstað. Þá mældist hitinn 18,3 stig á Kollaleiru en gamla metið var 18,2 stig og mældist árið 1934 á Teigarhorni. Hitamet októbermánaðar er þó nokkuð hærra, eða 23,5 stig og mældist þann 1. október 1973 á Dalatanga. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallaði um hlýtt loft sem nú er yfir landinu á bloggi sínu í dag en í samtali við Vísi segir hann að um 5-8 dægurhitamet falli á ári. Það sé vissulega ekki algengt að svo hár hiti mælist í október en þó er það algengara en að minnsta kosti blaðamann grunar. „Þetta er svona alltaf öðru hvoru og það er talsvert til af 20 stiga athugunum í október,“ segir Trausti. Hann segir haustið nú hafa verið sérstaklega milt á Norður-og Austurlandi, til dæmis sé október til þessa 9. hlýjasti mánuðurinn frá 1949 og á Austfjörðum er þetta 6. hlýjasti mánuðurinn. Aftur á móti er október meðalmánuður það sem af er á höfuðborgarsvæðinu hvað hita og kulda varðar.En hvers vegna er svona hlýtt fyrir austan nú? „Það kemur loft að landinu mjög langt sunnan að og það er frekar óvenjulegt. Það er því mjög hlýtt og þegar það er svona hlýtt þá það yfir kalda loftið þannig að við hér á Suður-og Vesturlandi njótum þess ekki. Hins vegar fer það svo yfir fjöllin og þar blandast hlýja og kalda loftið þannig að hlýindin ná lengra niður þegar loftið kemur af fjöllum,“ segir Trausti. Hann segir að ef heppnin er með fólkinu fyrir austan þá gæti hitinn mögulega farið yfir 20 stig á morgun en síðan fer veður kólnandi. Sjá má veðurspána á Veðurvef Vísis.
Veður Tengdar fréttir Yfir 20 stiga hiti á morgun? Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir mjög hlýtt loft nú yfir landinu og að með heppni gætu hitamet fallið. 16. október 2015 14:12 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Yfir 20 stiga hiti á morgun? Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir mjög hlýtt loft nú yfir landinu og að með heppni gætu hitamet fallið. 16. október 2015 14:12