Lincoln Continental frumsýndur í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 09:31 Stjarna New York bílasýningarinnar í ár, stóri lúxusbíllinn Lincoln Continental, verður frumsýndur í endanlegri framleiðsluútgáfu á komandi bílasýningu í Detroit í Bandaríkjunum þann 11. janúar á næsta ári. Lincoln er undirmerki Ford sem framleiðir lúxusbíla líkt og Lexus er lúxusbílamerki Toyota. Bíllinn er lítið breyttur frá frumútgáfunni og kætir það flesta. Bíllinn mun koma á markað seinna á næsta ári. Hann mun bæði fást með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi og verður meðal annars í boði með 3,0 lítra V6 EcoBoost bensínvél frá Ford. Bíllinn verður settur saman í Flat Rock verksmiðju Ford í Michican, en þar eru einnig smíðaðir bílarnir Ford Mustang og Ford Mondeo, sem heitir reyndar Ford Fusion í Bandaríkjunum. Lincoln Continental mun leysa af hólmi Lincoln MKS og verður framleiðslu þess bíls ekki hætt í verksmiðju Ford í Chicago í ótiltekinn tíma. Tilkoma Continental mun þó vafalaust minnka eftirspurnina eftir MKS og það gefur Ford kost á meiri framleiðslu Ford Explorer jeppans sem mikil eftirspurn er nú eftir. Bílar video Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Stjarna New York bílasýningarinnar í ár, stóri lúxusbíllinn Lincoln Continental, verður frumsýndur í endanlegri framleiðsluútgáfu á komandi bílasýningu í Detroit í Bandaríkjunum þann 11. janúar á næsta ári. Lincoln er undirmerki Ford sem framleiðir lúxusbíla líkt og Lexus er lúxusbílamerki Toyota. Bíllinn er lítið breyttur frá frumútgáfunni og kætir það flesta. Bíllinn mun koma á markað seinna á næsta ári. Hann mun bæði fást með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi og verður meðal annars í boði með 3,0 lítra V6 EcoBoost bensínvél frá Ford. Bíllinn verður settur saman í Flat Rock verksmiðju Ford í Michican, en þar eru einnig smíðaðir bílarnir Ford Mustang og Ford Mondeo, sem heitir reyndar Ford Fusion í Bandaríkjunum. Lincoln Continental mun leysa af hólmi Lincoln MKS og verður framleiðslu þess bíls ekki hætt í verksmiðju Ford í Chicago í ótiltekinn tíma. Tilkoma Continental mun þó vafalaust minnka eftirspurnina eftir MKS og það gefur Ford kost á meiri framleiðslu Ford Explorer jeppans sem mikil eftirspurn er nú eftir.
Bílar video Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent