Afglæpavæðing er milliskref Pawel Bartoszek skrifar 10. október 2015 07:00 Þeir sem eru teknir með meira en 30 grömm af kókaíni í Singapúr hljóta sjálfkrafa dauðarefsingu. Sama gildir um þá sem gripnir eru með meira en hálft kíló af hassi í fórum sér. Þá er einfaldlega gert ráð fyrir að efnið sé til sölu og hendur dómara bundnar. Rök þeirra sem styðja þetta fyrirkomulag eru þessi: „Stefnan skilar árangri. Yfir 8% Breta nota kannabis að staðaldri, en aðeins 0,005% íbúa Singapúr.“ Við getum dregið tölfræðina í efa. En ef við samþykkjum það að markmið laga sé að móta þjóðfélagið í ákveðna átt, með hagsmuna heildarinnar í huga, þá getur hugsanlega verið að Singapúr hafi á réttu að standa. Það getur verið að í slíku lagaumhverfi selji fólk dóp síður, neyti dóps síður og menn lifi þá að meðaltali hamingjuríkara lífi. Þótt svo einstaka burðardýri sé fórnað þá bjargast fleiri mannslífi á móti. Líkt og íbúar Singapúr þá virðumst við enn trúa því að harðar refsingar, sérstaklega fyrir sölu og smygl, séu til gagns þegar á heildina er litið. Í vikunni var kona dæmd í 11 ára fangelsi fyrir eiturlyfjainnflutning. Yfir þúsund manns fara á sakaskrá á hverju ári fyrir brot tengd ólöglegum fíkniefnum. Oftast bara vegna neyslu. Fólk spyr enn: „Viltu að börnin þín verði dópistar?“ þegar það ætti í raun að spyrja: „Viltu að börnin þín fari í fangelsi?“ Þótt einhverjir vilji leyfa neysluna þykir það enn öfgastefna að vilja leyfa sölu eða framleiðslu. En það getur varla gengið til lengdar. Afglæpavæðing er redding. Hún er pragmatískt milliskref á svipaðan hátt og staðfest samvist samkynhneigðra var á sínum tíma. En sem heildstæð lausn meikar hún takamarkaðan lagalegan eða siðferðislegan sens. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þeir sem eru teknir með meira en 30 grömm af kókaíni í Singapúr hljóta sjálfkrafa dauðarefsingu. Sama gildir um þá sem gripnir eru með meira en hálft kíló af hassi í fórum sér. Þá er einfaldlega gert ráð fyrir að efnið sé til sölu og hendur dómara bundnar. Rök þeirra sem styðja þetta fyrirkomulag eru þessi: „Stefnan skilar árangri. Yfir 8% Breta nota kannabis að staðaldri, en aðeins 0,005% íbúa Singapúr.“ Við getum dregið tölfræðina í efa. En ef við samþykkjum það að markmið laga sé að móta þjóðfélagið í ákveðna átt, með hagsmuna heildarinnar í huga, þá getur hugsanlega verið að Singapúr hafi á réttu að standa. Það getur verið að í slíku lagaumhverfi selji fólk dóp síður, neyti dóps síður og menn lifi þá að meðaltali hamingjuríkara lífi. Þótt svo einstaka burðardýri sé fórnað þá bjargast fleiri mannslífi á móti. Líkt og íbúar Singapúr þá virðumst við enn trúa því að harðar refsingar, sérstaklega fyrir sölu og smygl, séu til gagns þegar á heildina er litið. Í vikunni var kona dæmd í 11 ára fangelsi fyrir eiturlyfjainnflutning. Yfir þúsund manns fara á sakaskrá á hverju ári fyrir brot tengd ólöglegum fíkniefnum. Oftast bara vegna neyslu. Fólk spyr enn: „Viltu að börnin þín verði dópistar?“ þegar það ætti í raun að spyrja: „Viltu að börnin þín fari í fangelsi?“ Þótt einhverjir vilji leyfa neysluna þykir það enn öfgastefna að vilja leyfa sölu eða framleiðslu. En það getur varla gengið til lengdar. Afglæpavæðing er redding. Hún er pragmatískt milliskref á svipaðan hátt og staðfest samvist samkynhneigðra var á sínum tíma. En sem heildstæð lausn meikar hún takamarkaðan lagalegan eða siðferðislegan sens.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun