„Allir símarnir í Z5 línunni eru búnir 23 megapixla myndavél, 5.1 megapixla myndavél að framan, 32 GB geymsluplássi sem er stækkanlegt upp í 200 GB, fingrafaraskanna, vatnsvörn og allt að 2 daga rafhlöðuendingu ásamt Android 5.1 stýrikerfinu.“
Fyrsti síminn úr línunni sem kom í verslanir í haust var Sony Z5 Compact sem er litli bróðirinn í hópnum, að sögn Guðna. „Hann fer virkilega vel í hendi, er lítill og þægilegur og í þeirri stærð sem allir geta notað. Síminn er með 4,6" skjá þannig að litlir lófar og stórar hendur ráða léttilega við allar aðgerðir á skjánum. Litagleðin er allsráðandi í Z5 Compact sem kemur í klassískum svörtum eða hvítum, gulum og rauðsanseruðum lit.“
Miðjutækið er Sony Z5 síminn sem kemur í 5,2" skjástærð. „Sá sími er örlítið stærri en fellur vel í lófann. Smáir fingur finna mögulega fyrir því að aðgerðir með annarri hendi verða flóknari og oftar en ekki er betra að nota báðar hendur. Hönnun og útlit símans er einstök. Í álramma með möttu gleri að framan kemur hann fallega gulllitaður, svartur eða dökkgrænsanseraður. Virkilega vandaður og fallegur sími.“
Vatnsvarðir símar
Stóri bróðirinn er svo Sony Z5 Premium sem trónir yfir öðrum með 5,5" skjá með einstakri 4K upplausn. „Um er að ræða fyrsta símum sinnar tegundar í heiminum. Glæsilegasta tækið af þeim öllum er Z5 Premium í gulli eða silfri og skartar spegli á bakhliðinni.“

Frábær myndavél
Með sögu Sony á bakinu hefur þeim tekist að setja á markað snjallsíma hlaðinn gæðum og góðum lausnum sem þeir byggja á áratuga reynslu sinni, að sögn Guðna. „Þar kemur myndavélin sterk inn og í Sony Z5 er hún framúrskarandi með 23 megapixla upplausn og fangar myndirnar í gegnum 24 mm víðlinsu sem skilar birtunni vel inn á myndflöguna.“
Myndavélin er búin ofurhröðum sjálfvirkum fókusstilli sem nær að festa skarpa mynd á 0,03 sekúndum. „Það er því sama hvar eða hvernig myndin er tekin, hún á alltaf að vera í fókus. Hvort sem viðfangsefnið er á fleygiferð eða sjálfur myndatökumaðurinn.“
Guðni segir upplausn í myndavélum alltaf vera að aukast. Með því að hafa 23 megapixla upplausn og Exmon RS myndflöguna frá Sony er hægt að ná allt að fimmföldum stafrænum aðdrætti (e. zoom) án þess að tapa miklum gæðum. „Það þýðir að það er hægt að nálgast viðfangsefni úr fjarlægð en samt halda myndinni skarpri og nákvæmri.“
Það hefur verið þróun meðal snjallsímaframleiðenda að fækka tökkum á tækjunum. „Minímalisminn getur verið góður og höfðað til margra. Þetta veit Sony sem hefur þó haldið sig við myndavélarhnappinn sem gefur alltaf góða tilfinningu þegar það á að festa efni á mynd. Að geta opnað myndavélina með því að smella á hnappinn, þó síminn sé læstur, er gríðarlegur kostur og getur flýtt mikið fyrir. Og þegar mynd er tekin sendir myndavélarhnappurinn titrandi skilaboð upp í fingurinn. Þessir litlu hlutir sem gefa þessa áþreifanlegu tilfinningu fyrir því að maður er með alvöru myndavél í höndunum.“