Ný Subaru Impreza á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 09:40 Líkt og aðrir japanskir bílaframleiðendur er Subaru mætt á bílasýninguna í Tókýó sem hefst í dag og þar kynnir Subaru nýja Imprezu sem kemur á markað á næsta ári. Ekki er alveg víst að þetta sé endanleg útgáfa bílsins, þar sem hann ber ennþá nafnið Impreza 5-Door Concept, en í ljósi þess að stutt er í komu bílsins mun hann væntanlega ekki breytast mikið úr þessu. Þetta útlit bílsins segir Subaru að marki línur fyrir næstu gerðir Subaru bíla. Subaru Impreza hefur lengi verið í boði bæði sem fjögurra og fimm dyra bíll (sedan og hatchback) og Subaru sýndi ekki þann fjögurra dyra á sýningunni. Útlit þessarar nýju Imprezu hefur fengið góðar móttökur á Tókýó sýningunni og þeir sem um hann fjalla eru að vona að útlit hans haldist allt að framleiðslu. Það hefur ekki alltaf verið raunin hjá Subaru í gegnum tíðina.Nýja Imprezan í Tókýó. Bólgin hönnun en samt sterkar línur.Autoblog Bílar video Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Líkt og aðrir japanskir bílaframleiðendur er Subaru mætt á bílasýninguna í Tókýó sem hefst í dag og þar kynnir Subaru nýja Imprezu sem kemur á markað á næsta ári. Ekki er alveg víst að þetta sé endanleg útgáfa bílsins, þar sem hann ber ennþá nafnið Impreza 5-Door Concept, en í ljósi þess að stutt er í komu bílsins mun hann væntanlega ekki breytast mikið úr þessu. Þetta útlit bílsins segir Subaru að marki línur fyrir næstu gerðir Subaru bíla. Subaru Impreza hefur lengi verið í boði bæði sem fjögurra og fimm dyra bíll (sedan og hatchback) og Subaru sýndi ekki þann fjögurra dyra á sýningunni. Útlit þessarar nýju Imprezu hefur fengið góðar móttökur á Tókýó sýningunni og þeir sem um hann fjalla eru að vona að útlit hans haldist allt að framleiðslu. Það hefur ekki alltaf verið raunin hjá Subaru í gegnum tíðina.Nýja Imprezan í Tókýó. Bólgin hönnun en samt sterkar línur.Autoblog
Bílar video Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent