Hlaupið óð yfir þúsundir hektara lands Svavar Hávarðsson skrifar 27. október 2015 07:00 Smátt og smátt breyta jökulhlaupin grónu hrauni í eyðimörk. mynd/áskell þórisson Líklegt er talið að Skaftárhlaupið hafi þakið þúsund hektara af grónu landi þar sem fyrri hlaupa hafði ekki gætt til þessa. Talið er að hlaupvatnið hafi þakið um sex til sjö þúsund hektara lands og skilið þar eftir gríðarlegt magn af jökulaur og sandi. Horft upp með Skaftá einn flóðadagana - myndin gefur hugmynd um hvernig vatnið flæmist yfir hraun og gróið land. mynd/Sigurjón Einarsson Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir um bráðabirgðatölur að ræða enda ekki fært um nema hluta af áhrifasvæði hlaupsins vegna vætutíðar. Vegir séu sums staðar ófærir á afréttum og því séu stór svæði ókönnuð. Þá hafi skýjahula komið í veg fyrir að nýtilegar gervitunglamyndir hafi borist til úttektar á skemmdunum sem flóðið olli. „Skemmdir á ræktuðu landi hafa ekki enn þá verið metnar vegna þess hve erfitt er að fara um svæðin en alveg er ljóst að nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar eru nú undir eðju og sandi,“ segir Sveinn. Skemmdir á flóðavörnum eru ekki eins miklar og Landgræðslan óttaðist lengi vel. Þrír tiltölulega gamlir garðar frá Vegagerðinni hurfu með öllu og tveir garðar frá Landgræðslunni og bændum hurfu einnig. „En það er ljóst að hækka verður suma flóðvarnargarða. Virkni þeirra hefur minnkað þar sem farvegir við þá hafa hækkað mikið vegna framburðar, og því mun meiri hætta á að næsta Skaftárhlaup flæði yfir þá, verði það ámóta stórt eða stærra en það sem er nýlokið.“ Stærð Skaftárhlaupsins kom flestum á óvart – svo virðist sem það hafi verið um helmingi stærra en stærstu hlaupin til þessa. Sérfræðingar telja líklegt að eitthvað mikið hafi breyst í eystri Skaftárkatlinum sem hljóp tveimur árum seinna en hingað til – eða fimm árum eftir síðasta hlaup. Sveinn segir ljóst að ef hlaupin úr eystri katlinum hafi fundið sér nýjan takt – og verði því mun stærri í framtíðinni – þýði það aðeins eitt. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri „Það þýðir að enn stærri gróðurlendi fara undir sand og jökulaur sem eykur á uppfokið og sandfokið. Það verða lakari loftgæði fyrir íbúa og enn meiri hætta á röskun á umferðaröryggi á hringveginum. Verði næsta Skaftárhlaup ámóta stórt þá mun hringvegurinn lokast um tíma á tveimur stöðum, verði ekkert að gert. Áframhaldandi skemmdir verða á afréttunum og tún og ræktunarlönd bænda halda áfram að spillast.“ Landgræðslan hefur unnið fyrstu drög að viðbragðsáætlun og mun kynna hana í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í næstu viku. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela því ráðuneyti forræði á nýjum hamfarasjóði sem m.a. verður ætlað að takast á við afleiðingar Skaftárhlaupsins. „Það yrði óheyrilegur kostnaður að reyna að halda Skaftárhlaupum í skefjum á afréttum og í byggð. Hlaupvatnið verður að fá sitt flóðasvæði, það er óhjákvæmilegt. Lítið verður aðhafst inni á afréttum m.a. vegna þess hve verkefnin þar eru tröllaukin, en þó verður grætt upp land í nánd við Fjallabaksleið nyrðri til þess að sandskaflar loki ekki veginum á tveimur stöðum,“ segir Sveinn en bætir við að næsta vor verði áhersla lögð á að hefta sandfokið næst byggðunum með uppgræðslu og gróðurstyrkingu; verja þau uppgræðslusvæði með görðum og styrkja núverandi flóðvarnargarða eins og t.d. þá sem verja Meðallandið.“ loft Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Líklegt er talið að Skaftárhlaupið hafi þakið þúsund hektara af grónu landi þar sem fyrri hlaupa hafði ekki gætt til þessa. Talið er að hlaupvatnið hafi þakið um sex til sjö þúsund hektara lands og skilið þar eftir gríðarlegt magn af jökulaur og sandi. Horft upp með Skaftá einn flóðadagana - myndin gefur hugmynd um hvernig vatnið flæmist yfir hraun og gróið land. mynd/Sigurjón Einarsson Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir um bráðabirgðatölur að ræða enda ekki fært um nema hluta af áhrifasvæði hlaupsins vegna vætutíðar. Vegir séu sums staðar ófærir á afréttum og því séu stór svæði ókönnuð. Þá hafi skýjahula komið í veg fyrir að nýtilegar gervitunglamyndir hafi borist til úttektar á skemmdunum sem flóðið olli. „Skemmdir á ræktuðu landi hafa ekki enn þá verið metnar vegna þess hve erfitt er að fara um svæðin en alveg er ljóst að nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar eru nú undir eðju og sandi,“ segir Sveinn. Skemmdir á flóðavörnum eru ekki eins miklar og Landgræðslan óttaðist lengi vel. Þrír tiltölulega gamlir garðar frá Vegagerðinni hurfu með öllu og tveir garðar frá Landgræðslunni og bændum hurfu einnig. „En það er ljóst að hækka verður suma flóðvarnargarða. Virkni þeirra hefur minnkað þar sem farvegir við þá hafa hækkað mikið vegna framburðar, og því mun meiri hætta á að næsta Skaftárhlaup flæði yfir þá, verði það ámóta stórt eða stærra en það sem er nýlokið.“ Stærð Skaftárhlaupsins kom flestum á óvart – svo virðist sem það hafi verið um helmingi stærra en stærstu hlaupin til þessa. Sérfræðingar telja líklegt að eitthvað mikið hafi breyst í eystri Skaftárkatlinum sem hljóp tveimur árum seinna en hingað til – eða fimm árum eftir síðasta hlaup. Sveinn segir ljóst að ef hlaupin úr eystri katlinum hafi fundið sér nýjan takt – og verði því mun stærri í framtíðinni – þýði það aðeins eitt. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri „Það þýðir að enn stærri gróðurlendi fara undir sand og jökulaur sem eykur á uppfokið og sandfokið. Það verða lakari loftgæði fyrir íbúa og enn meiri hætta á röskun á umferðaröryggi á hringveginum. Verði næsta Skaftárhlaup ámóta stórt þá mun hringvegurinn lokast um tíma á tveimur stöðum, verði ekkert að gert. Áframhaldandi skemmdir verða á afréttunum og tún og ræktunarlönd bænda halda áfram að spillast.“ Landgræðslan hefur unnið fyrstu drög að viðbragðsáætlun og mun kynna hana í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í næstu viku. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela því ráðuneyti forræði á nýjum hamfarasjóði sem m.a. verður ætlað að takast á við afleiðingar Skaftárhlaupsins. „Það yrði óheyrilegur kostnaður að reyna að halda Skaftárhlaupum í skefjum á afréttum og í byggð. Hlaupvatnið verður að fá sitt flóðasvæði, það er óhjákvæmilegt. Lítið verður aðhafst inni á afréttum m.a. vegna þess hve verkefnin þar eru tröllaukin, en þó verður grætt upp land í nánd við Fjallabaksleið nyrðri til þess að sandskaflar loki ekki veginum á tveimur stöðum,“ segir Sveinn en bætir við að næsta vor verði áhersla lögð á að hefta sandfokið næst byggðunum með uppgræðslu og gróðurstyrkingu; verja þau uppgræðslusvæði með görðum og styrkja núverandi flóðvarnargarða eins og t.d. þá sem verja Meðallandið.“ loft
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira