Frumsýnt á Vísi: Lagið fjallar um að sakna kærustunnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. október 2015 09:00 Auðunn Lúthersson gefur út sitt fyrsta myndband í dag. Vísir/Vilhelm Þetta er fyrsta myndbandið sem ég sendi frá mér,“ segir tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, en í dag fer myndbandið við lagið South America í spilun. Myndbandið var frumsýnt á Prikinu í gærkvöldi og mun eflaust vekja mikla athygli, enda Auðunn upprennandi tónlistarmaður. Í næsta mánuði fer hann til Frakklands, þar sem hann tekur þátt í hinni vinsælu tónlistarakademíu sem kennd er við Red Bull. Þaðan hafa margar stjörnur stigið stórt skref í átt að góðum frama innan tónlistarheimsins.Allt í einni töku „Ég gerði myndbandið í samstarfi við Árna Beintein vin minn. Það er tekið upp á Þjóðarbókhlöðunni. Ég var búinn að vera með þessa hugmynd í maganum í nokkurn tíma og er mjög ánægður með útkomuna,“ útskýrir Auðunn. Athygli vekur að myndbandið er ein löng sena og má með sanni segja að ástin blómstri fyrir aftan Auðun. Inntakið í laginu er einmitt ástin, en lagið var samið þegar kærasta hans var í öðrum heimshluta. „Lagið er hluti af plötu sem ég er með tilbúna og er samin yfir tímabil þar sem kærastan mín var í reisu um Suður-Ameríku. Ég bjó þarna einn í alltof stóru húsi í Hafnarfirðinum, því foreldrar mínir búa í Bandaríkjunum. Ég var aleinn og vesæll. Þá kviknar á skáldskapargyðjunum, heldur betur,“ segir Auðunn.Undirbýr sig andlega Auðunn er ekki byrjaður að pakka fyrir ferðina til Frakklands, en hann mun dvelja í París á meðan hann tekur þátt í Red Bull-akademíunni. Stjörnur á borð við Aloe Blacc og Hudson Mohawke hafa útskrifast úr Akademíunni. Auðunn verður í tvær vikur í París og mun sitja fyrirlestra hjá goðsögnum í franskri tónlist auk þess að koma fram á sýningarkvöldum. „Nei, ég er ekki farinn að pakka, en ég er farinn að undirbúa mig andlega. Þetta verður rosaleg törn, tveggja vikna keyrsla. Ég hef heyrt mikið um hversu stíft prógramm þetta verður og er því bara að gíra mig upp í það.“Frumflytur efnið á Airwaves Næst á döfinni hjá Auðuni er Iceland Airwaves. „Þar mun ég frumflytja allt efnið á nýju plötunni. Ég verð í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 6. nóvember. Ég verð með Baldvin Snæ Hlynsson með mér, sem er ákaflega efnilegur hljóðfæraleikari. Við ætlum að hafa „live element“ í þessu, þó svo að tónlistin sé elektrónísk í grunninn.“ Tónlist Auðuns má skilgreina sem R&B, nánar tiltekið PB R&B, sem er kennt við bjórinn Pabst Blue Ribbon, sem er vinsæll á meðal hipstera. Þannig má í raun segja að þetta sé eins konar „hipstera-R&B-tónlist“. Tónlist Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
Þetta er fyrsta myndbandið sem ég sendi frá mér,“ segir tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, en í dag fer myndbandið við lagið South America í spilun. Myndbandið var frumsýnt á Prikinu í gærkvöldi og mun eflaust vekja mikla athygli, enda Auðunn upprennandi tónlistarmaður. Í næsta mánuði fer hann til Frakklands, þar sem hann tekur þátt í hinni vinsælu tónlistarakademíu sem kennd er við Red Bull. Þaðan hafa margar stjörnur stigið stórt skref í átt að góðum frama innan tónlistarheimsins.Allt í einni töku „Ég gerði myndbandið í samstarfi við Árna Beintein vin minn. Það er tekið upp á Þjóðarbókhlöðunni. Ég var búinn að vera með þessa hugmynd í maganum í nokkurn tíma og er mjög ánægður með útkomuna,“ útskýrir Auðunn. Athygli vekur að myndbandið er ein löng sena og má með sanni segja að ástin blómstri fyrir aftan Auðun. Inntakið í laginu er einmitt ástin, en lagið var samið þegar kærasta hans var í öðrum heimshluta. „Lagið er hluti af plötu sem ég er með tilbúna og er samin yfir tímabil þar sem kærastan mín var í reisu um Suður-Ameríku. Ég bjó þarna einn í alltof stóru húsi í Hafnarfirðinum, því foreldrar mínir búa í Bandaríkjunum. Ég var aleinn og vesæll. Þá kviknar á skáldskapargyðjunum, heldur betur,“ segir Auðunn.Undirbýr sig andlega Auðunn er ekki byrjaður að pakka fyrir ferðina til Frakklands, en hann mun dvelja í París á meðan hann tekur þátt í Red Bull-akademíunni. Stjörnur á borð við Aloe Blacc og Hudson Mohawke hafa útskrifast úr Akademíunni. Auðunn verður í tvær vikur í París og mun sitja fyrirlestra hjá goðsögnum í franskri tónlist auk þess að koma fram á sýningarkvöldum. „Nei, ég er ekki farinn að pakka, en ég er farinn að undirbúa mig andlega. Þetta verður rosaleg törn, tveggja vikna keyrsla. Ég hef heyrt mikið um hversu stíft prógramm þetta verður og er því bara að gíra mig upp í það.“Frumflytur efnið á Airwaves Næst á döfinni hjá Auðuni er Iceland Airwaves. „Þar mun ég frumflytja allt efnið á nýju plötunni. Ég verð í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 6. nóvember. Ég verð með Baldvin Snæ Hlynsson með mér, sem er ákaflega efnilegur hljóðfæraleikari. Við ætlum að hafa „live element“ í þessu, þó svo að tónlistin sé elektrónísk í grunninn.“ Tónlist Auðuns má skilgreina sem R&B, nánar tiltekið PB R&B, sem er kennt við bjórinn Pabst Blue Ribbon, sem er vinsæll á meðal hipstera. Þannig má í raun segja að þetta sé eins konar „hipstera-R&B-tónlist“.
Tónlist Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“