Freyr: Stoltur af þeim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2015 19:42 Freyr Alexandersson á hliðarlínunni í leik Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm Ísland vann afar sannfærandi 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í kvöld og er fyrir vikið í efsta sæti riðilsins að loknum þremur leikjum með fullt hús stiga og markatöluna 12-0. Ísland vann Makedóníu ytra í síðustu viku, 4-0, og heldur nú í vetrarfrí með frábært veganesti. Freyr talaði um fyrir leikina tvo að stelpurnar þyrftu að hafa hugarfarið í lagi og sást vel á leiknum í kvöld hversu öflugar stelpurnar voru á öllum sviðum. „Ég er svolítið stoltur af þeim - þetta var helvíti gott,“ sagði glaðbeittur Freyr þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. „Leikmenn fóru eftir því sem við höfðum verið að djöflast í alla vikuna sem var að spila góða vörn og gefa ekki færi á sér.“ Freyr segir að það sé erfitt að eiga við Slóvena þegar þeir fá blóð á tennurnar og því lagði hann ríka áherslu á að byrja leikinn af krafti. Ísland var næstum komið yfir eftir aðeins 27 sekúndur en Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínútu. „Það hefði verið frábært að skora strax á fyrstu mínútu enda var það frábær sókn hjá okkur sem gaf af sér dauðafæri. En ég er samt afar ánægður með nýtinguna í dag. Við sýndum framfarar í ákvarðanatöku okkar á sóknarþriðjungi vallarins. Við höfum unnið mikið með það og rætt mikið um það við leikmenn. Við tókum þroskaðri ákvarðanir í kvöld.“ Ísland fékk þó fleiri færi í leiknum og hefði auðveldlega getað skorað mun fleiri mörk. „Það telst gott að nýta eitt færi af hverjum fjórum í kvennaknattspyrnu og við sáum í gær að Þýskaland var að nýta eitt færi af hverjum fimm [í 7-0 sigri á Tyrklandi]. Við erum að færa okkur í það að vera topplið og laga nýtinguna okkar,“ segir Freyr. Slóvenía átti sinn besta kafla í upphafi síðari hálfleiks þegar staðan var 2-0 fyrir Íslandi. „Við vorum í vandræðum þá en þess fyrir utan stjórnuðum við leiknum algjörlega. Skipulagið, sérstaklega framan af leik, var frábært og við náðum að halda þeim algjörlega niðri. Það er eitthvað til að vinna með.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Ísland vann afar sannfærandi 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í kvöld og er fyrir vikið í efsta sæti riðilsins að loknum þremur leikjum með fullt hús stiga og markatöluna 12-0. Ísland vann Makedóníu ytra í síðustu viku, 4-0, og heldur nú í vetrarfrí með frábært veganesti. Freyr talaði um fyrir leikina tvo að stelpurnar þyrftu að hafa hugarfarið í lagi og sást vel á leiknum í kvöld hversu öflugar stelpurnar voru á öllum sviðum. „Ég er svolítið stoltur af þeim - þetta var helvíti gott,“ sagði glaðbeittur Freyr þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. „Leikmenn fóru eftir því sem við höfðum verið að djöflast í alla vikuna sem var að spila góða vörn og gefa ekki færi á sér.“ Freyr segir að það sé erfitt að eiga við Slóvena þegar þeir fá blóð á tennurnar og því lagði hann ríka áherslu á að byrja leikinn af krafti. Ísland var næstum komið yfir eftir aðeins 27 sekúndur en Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínútu. „Það hefði verið frábært að skora strax á fyrstu mínútu enda var það frábær sókn hjá okkur sem gaf af sér dauðafæri. En ég er samt afar ánægður með nýtinguna í dag. Við sýndum framfarar í ákvarðanatöku okkar á sóknarþriðjungi vallarins. Við höfum unnið mikið með það og rætt mikið um það við leikmenn. Við tókum þroskaðri ákvarðanir í kvöld.“ Ísland fékk þó fleiri færi í leiknum og hefði auðveldlega getað skorað mun fleiri mörk. „Það telst gott að nýta eitt færi af hverjum fjórum í kvennaknattspyrnu og við sáum í gær að Þýskaland var að nýta eitt færi af hverjum fimm [í 7-0 sigri á Tyrklandi]. Við erum að færa okkur í það að vera topplið og laga nýtinguna okkar,“ segir Freyr. Slóvenía átti sinn besta kafla í upphafi síðari hálfleiks þegar staðan var 2-0 fyrir Íslandi. „Við vorum í vandræðum þá en þess fyrir utan stjórnuðum við leiknum algjörlega. Skipulagið, sérstaklega framan af leik, var frábært og við náðum að halda þeim algjörlega niðri. Það er eitthvað til að vinna með.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45