Freyr: Stoltur af þeim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2015 19:42 Freyr Alexandersson á hliðarlínunni í leik Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm Ísland vann afar sannfærandi 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í kvöld og er fyrir vikið í efsta sæti riðilsins að loknum þremur leikjum með fullt hús stiga og markatöluna 12-0. Ísland vann Makedóníu ytra í síðustu viku, 4-0, og heldur nú í vetrarfrí með frábært veganesti. Freyr talaði um fyrir leikina tvo að stelpurnar þyrftu að hafa hugarfarið í lagi og sást vel á leiknum í kvöld hversu öflugar stelpurnar voru á öllum sviðum. „Ég er svolítið stoltur af þeim - þetta var helvíti gott,“ sagði glaðbeittur Freyr þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. „Leikmenn fóru eftir því sem við höfðum verið að djöflast í alla vikuna sem var að spila góða vörn og gefa ekki færi á sér.“ Freyr segir að það sé erfitt að eiga við Slóvena þegar þeir fá blóð á tennurnar og því lagði hann ríka áherslu á að byrja leikinn af krafti. Ísland var næstum komið yfir eftir aðeins 27 sekúndur en Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínútu. „Það hefði verið frábært að skora strax á fyrstu mínútu enda var það frábær sókn hjá okkur sem gaf af sér dauðafæri. En ég er samt afar ánægður með nýtinguna í dag. Við sýndum framfarar í ákvarðanatöku okkar á sóknarþriðjungi vallarins. Við höfum unnið mikið með það og rætt mikið um það við leikmenn. Við tókum þroskaðri ákvarðanir í kvöld.“ Ísland fékk þó fleiri færi í leiknum og hefði auðveldlega getað skorað mun fleiri mörk. „Það telst gott að nýta eitt færi af hverjum fjórum í kvennaknattspyrnu og við sáum í gær að Þýskaland var að nýta eitt færi af hverjum fimm [í 7-0 sigri á Tyrklandi]. Við erum að færa okkur í það að vera topplið og laga nýtinguna okkar,“ segir Freyr. Slóvenía átti sinn besta kafla í upphafi síðari hálfleiks þegar staðan var 2-0 fyrir Íslandi. „Við vorum í vandræðum þá en þess fyrir utan stjórnuðum við leiknum algjörlega. Skipulagið, sérstaklega framan af leik, var frábært og við náðum að halda þeim algjörlega niðri. Það er eitthvað til að vinna með.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira
Ísland vann afar sannfærandi 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í kvöld og er fyrir vikið í efsta sæti riðilsins að loknum þremur leikjum með fullt hús stiga og markatöluna 12-0. Ísland vann Makedóníu ytra í síðustu viku, 4-0, og heldur nú í vetrarfrí með frábært veganesti. Freyr talaði um fyrir leikina tvo að stelpurnar þyrftu að hafa hugarfarið í lagi og sást vel á leiknum í kvöld hversu öflugar stelpurnar voru á öllum sviðum. „Ég er svolítið stoltur af þeim - þetta var helvíti gott,“ sagði glaðbeittur Freyr þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. „Leikmenn fóru eftir því sem við höfðum verið að djöflast í alla vikuna sem var að spila góða vörn og gefa ekki færi á sér.“ Freyr segir að það sé erfitt að eiga við Slóvena þegar þeir fá blóð á tennurnar og því lagði hann ríka áherslu á að byrja leikinn af krafti. Ísland var næstum komið yfir eftir aðeins 27 sekúndur en Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínútu. „Það hefði verið frábært að skora strax á fyrstu mínútu enda var það frábær sókn hjá okkur sem gaf af sér dauðafæri. En ég er samt afar ánægður með nýtinguna í dag. Við sýndum framfarar í ákvarðanatöku okkar á sóknarþriðjungi vallarins. Við höfum unnið mikið með það og rætt mikið um það við leikmenn. Við tókum þroskaðri ákvarðanir í kvöld.“ Ísland fékk þó fleiri færi í leiknum og hefði auðveldlega getað skorað mun fleiri mörk. „Það telst gott að nýta eitt færi af hverjum fjórum í kvennaknattspyrnu og við sáum í gær að Þýskaland var að nýta eitt færi af hverjum fimm [í 7-0 sigri á Tyrklandi]. Við erum að færa okkur í það að vera topplið og laga nýtinguna okkar,“ segir Freyr. Slóvenía átti sinn besta kafla í upphafi síðari hálfleiks þegar staðan var 2-0 fyrir Íslandi. „Við vorum í vandræðum þá en þess fyrir utan stjórnuðum við leiknum algjörlega. Skipulagið, sérstaklega framan af leik, var frábært og við náðum að halda þeim algjörlega niðri. Það er eitthvað til að vinna með.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45