Garðyrkjulúði með stappfulla íbúð af plöntum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. október 2015 10:00 Frímann segir gefandi og gaman að rækta kaktusa og þykkblöðunga. Vísir/AntonBrink Ég er svona garðyrkjulúði og hef haft áhuga á garðrækt síðan ég var unglingur,“ segir Frímann Valdimarsson en hann stofnaði í kjölfar garðyrkjuáhugans Facebook-síðuna Fræin hans Frímanns en fólk hefur kost á því að kaupa þar af honum kaktusa og þykkblöðunga sem hann hefur ræktað upp af fræi. Ástæður þess að hann stofnaði síðuna eru þó ekki dollaramerki í augunum heldur vill Frímann einungis deila gleðinni. „Síðastliðið ár er ég búinn að vera að leika mér að því að flytja inn alls konar kaktusafræ frá Asíu og Afríku og íbúðin mín er bara orðin stappfull af plöntum,“ segir Frímann og bætir við: „Ég er alltaf að reyna að gefa fólki plöntur en það er svo hrætt um að drepa þær. Ég ákvað að hætta því og rukka fólk frekar. Þá lifa þær kannski lengur.“ Fræin kaupir hann á internetinu. „Þetta eru allt mjög basic plöntur sem ég er með núna en draumurinn er að vera með fjölbreyttar plöntur sem fólk þekkir ekki. Ég er mjög hrifinn af þykkblöðungum, kaktusum og kjötætuplöntum,“ segir hann og bætir spenntur við: „Ég var einmitt að panta tíu fræ af svona flytrap-plöntu og ætla að reyna að sjá hvort ég geti látið þau spíra.“ Flytrap-plantan er af kjötætuætt en þær plöntur „veiða“ sér skordýr til næringar. Frímann er ekki einungis í ræktuninni heldur hefur hann einnig verið að prófa sig áfram með að planta þeim í ýmiss konar lítil glerker og jafnvel ljósaperur. „Ég er líka svolítill svona froskakall og var með lítil landdýrabúr svo dóu froskarnir og ég fór að prófa mig áfram við það að búa til litla garða í búrunum,“ segir hann.Hér má sjá nokkra af þeim þykkblöðungum og kaktusum sem Frímann hefur ræktað.Frímann stundaði um tíma nám í ylrækt í Landbúnaðarháskólanum en segir ræktunina fyrst og fremst áhugamál, þó dreymi hann um að opna blómabúð fyrir garðyrkjulúða einhvern daginn. „Þetta er aðallega hobbý hjá mér, bara einhver plöntuperri að spíra fræ heima hjá sér,“ segir hann og hlær. Hann segir það gefandi og gaman að hugsa um plönturnar og að hann hefði gaman af því að sjá fleiri taka til við ræktun í heimahúsum. „Ég átta mig alveg á því að það eru ekkert allir sem hafa gaman af þykkblöðungum og kaktusum. Það fólk getur til dæmis verið með kál í potti út í glugga eða kryddjurtir eða eitthvað. Það þarf ekki að vera flóknara en að henda mold í pott og skvetta á þetta vatni.“ Líkt og áður sagði hefur garðræktunaráhuginn fylgt honum um árabil og hefur hann lengi sankað að sér afleggjurum úr ýmsum áttum. „Mér finnst alltaf langskemmtilegast að fara í heimsókn til gamalla frænkna og ömmu og svona af því að þá fæ ég að taka afleggjara með mér heim,“ segir hann glaður í bragði að lokum. Garðyrkja Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Sjá meira
Ég er svona garðyrkjulúði og hef haft áhuga á garðrækt síðan ég var unglingur,“ segir Frímann Valdimarsson en hann stofnaði í kjölfar garðyrkjuáhugans Facebook-síðuna Fræin hans Frímanns en fólk hefur kost á því að kaupa þar af honum kaktusa og þykkblöðunga sem hann hefur ræktað upp af fræi. Ástæður þess að hann stofnaði síðuna eru þó ekki dollaramerki í augunum heldur vill Frímann einungis deila gleðinni. „Síðastliðið ár er ég búinn að vera að leika mér að því að flytja inn alls konar kaktusafræ frá Asíu og Afríku og íbúðin mín er bara orðin stappfull af plöntum,“ segir Frímann og bætir við: „Ég er alltaf að reyna að gefa fólki plöntur en það er svo hrætt um að drepa þær. Ég ákvað að hætta því og rukka fólk frekar. Þá lifa þær kannski lengur.“ Fræin kaupir hann á internetinu. „Þetta eru allt mjög basic plöntur sem ég er með núna en draumurinn er að vera með fjölbreyttar plöntur sem fólk þekkir ekki. Ég er mjög hrifinn af þykkblöðungum, kaktusum og kjötætuplöntum,“ segir hann og bætir spenntur við: „Ég var einmitt að panta tíu fræ af svona flytrap-plöntu og ætla að reyna að sjá hvort ég geti látið þau spíra.“ Flytrap-plantan er af kjötætuætt en þær plöntur „veiða“ sér skordýr til næringar. Frímann er ekki einungis í ræktuninni heldur hefur hann einnig verið að prófa sig áfram með að planta þeim í ýmiss konar lítil glerker og jafnvel ljósaperur. „Ég er líka svolítill svona froskakall og var með lítil landdýrabúr svo dóu froskarnir og ég fór að prófa mig áfram við það að búa til litla garða í búrunum,“ segir hann.Hér má sjá nokkra af þeim þykkblöðungum og kaktusum sem Frímann hefur ræktað.Frímann stundaði um tíma nám í ylrækt í Landbúnaðarháskólanum en segir ræktunina fyrst og fremst áhugamál, þó dreymi hann um að opna blómabúð fyrir garðyrkjulúða einhvern daginn. „Þetta er aðallega hobbý hjá mér, bara einhver plöntuperri að spíra fræ heima hjá sér,“ segir hann og hlær. Hann segir það gefandi og gaman að hugsa um plönturnar og að hann hefði gaman af því að sjá fleiri taka til við ræktun í heimahúsum. „Ég átta mig alveg á því að það eru ekkert allir sem hafa gaman af þykkblöðungum og kaktusum. Það fólk getur til dæmis verið með kál í potti út í glugga eða kryddjurtir eða eitthvað. Það þarf ekki að vera flóknara en að henda mold í pott og skvetta á þetta vatni.“ Líkt og áður sagði hefur garðræktunaráhuginn fylgt honum um árabil og hefur hann lengi sankað að sér afleggjurum úr ýmsum áttum. „Mér finnst alltaf langskemmtilegast að fara í heimsókn til gamalla frænkna og ömmu og svona af því að þá fæ ég að taka afleggjara með mér heim,“ segir hann glaður í bragði að lokum.
Garðyrkja Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Sjá meira