Dísilbílar Volkswagen í Bandaríkjunum hafa fallið í verði um 16% Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2015 15:53 Volkswagen Jetta. Autoblog Eins og við var búist hafa þeir dísilbílar sem eru með svindlhugbúnaði í Bandaríkjunum fallið í verði og nemur það fall nú 16%. Í leiðinni hafa þeir bílar Volkswagen sem eru með bensínvélar einnig fallið verði um 2,9%. Engu að síður ganga bílar Volkswagen enn kaupum og sölum af álíka miklu krafti og áður. Kemur það aðeins á óvart þar sem Volkswagen hefur ekki enn tilgreint um hversu mikið fyrirtækið ætlar að bæta eigendum dísilbílanna upp svindlið og er fólk greinilega tilbúið að selja bíla sína á undirverði og á meðan hagnast þeir sem kaupa þá og þiggja þá væntanlega bæturnar þegar þær berast. Sala dísilbíla Volkswagen hefur aðeins hægst og nemur sú minnkun 2,4% miðað við má sama tíma í fyrra. Þó er sala notaðra VW Jetta bíla 3,7% meiri en í fyrra en sala Golf hefur minnkað um 3,7% og Golf Sportwagon um 6,2%. Sala Audi A3 er þó líflegri sem nemur 1,6%. Þeir sem selja VW Jetta kaupa margir Ford Focus eða Honda Civic, en seljendur Audi A3 leita frekar í bíla eins og Mercedes Benz CLA og BMW 2 series. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent
Eins og við var búist hafa þeir dísilbílar sem eru með svindlhugbúnaði í Bandaríkjunum fallið í verði og nemur það fall nú 16%. Í leiðinni hafa þeir bílar Volkswagen sem eru með bensínvélar einnig fallið verði um 2,9%. Engu að síður ganga bílar Volkswagen enn kaupum og sölum af álíka miklu krafti og áður. Kemur það aðeins á óvart þar sem Volkswagen hefur ekki enn tilgreint um hversu mikið fyrirtækið ætlar að bæta eigendum dísilbílanna upp svindlið og er fólk greinilega tilbúið að selja bíla sína á undirverði og á meðan hagnast þeir sem kaupa þá og þiggja þá væntanlega bæturnar þegar þær berast. Sala dísilbíla Volkswagen hefur aðeins hægst og nemur sú minnkun 2,4% miðað við má sama tíma í fyrra. Þó er sala notaðra VW Jetta bíla 3,7% meiri en í fyrra en sala Golf hefur minnkað um 3,7% og Golf Sportwagon um 6,2%. Sala Audi A3 er þó líflegri sem nemur 1,6%. Þeir sem selja VW Jetta kaupa margir Ford Focus eða Honda Civic, en seljendur Audi A3 leita frekar í bíla eins og Mercedes Benz CLA og BMW 2 series.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent