Innlent

Landlæknir á móti frumvarpi

Svavar Hávarðsson skrifar
Frumvarpið er endurflutt á þessu þingi og fer senn til 2. umræðu.
Frumvarpið er endurflutt á þessu þingi og fer senn til 2. umræðu. vísir/gva
Embætti landlæknis sér ástæðu til að ítreka afstöðu sína gegn þeirri breytingu sem lögð er fram í frumvarpi til laga um sölu áfengis í almennum verslunum. Vitnað er til umræðu á Alþingi í því sambandi.

Landlæknir ítrekar afstöðu sína í frétt á heimasíðu embættisins þar sem segir að breytingin feli í sér að allt áfengi, jafnt bjór, vín og sterkt áfengi, sé gert aðgengilegt í almennum verslunum. „Breytingar til aukins aðgengis, eins og lagt er til í frumvarpinu, eru til þess fallnar að auka heildaráfengisneyslu, sem leiðir til aukinna skaðlegra afleiðinga fyrir einstaklinga og samfélagið í heild,“ segir þar.

Landlæknir bendir á að umræddar breytingar stangist á við opinbera stefnumörkun í áfengismálum, jafnt hér á landi og á alþjóðavísu. Nefnd er í því samhengi stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020, aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum 2013 –2020, auk þess sem tiltekið er að breytingin sé á skjön við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×