Halda leikjaprufur fyrir nýjan íslenskan leik Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2015 15:38 Nokkrir af karakterum nýja leiksins. Vísir/Lumenox Íslenski leikjaframleiðandinn Lumenox heldur nú prufur fyrir nýjan leik sem fyrirtækið vinnur að. Jóhann Ingi Guðjónsson, markaðsstjóri Lumenox, segir fyrirtækið þegar hafa fengið hópa til að prófa leikinn. Mestmegnis er um að ræða tölvuleikjaáhugamenn og nemendur í tölvugreinum. Nú er fyrirtækið að leita að fleira fólki til að prófa. „Núna erum við mjög opnir að fá hverja sem er, hvort sem það eru reyndir tölvuleikjaspilarar eða fólk sem spilar tölvuleiki lítið sem ekkert,“ segir Jóhann. Hann segir ábendingar þeirra sem hafa prufað hafi gert mikið til að bæta leikinn. Jóhann segist ekki vilja gefa út of mikið um leikinn að svo stöddu. Þó segir hann að vinir geti spilað hann saman. „Þetta er partýleikur, þar sem 2-4 spilarar eru settir upp á móti hvorum öðrum í allskonar þrautum og svo safnar maður stigum eftir hversu vel maður stendur sig í hverri þraut. Í lokin eru svo tekin saman stigin og séð hver situr eftir sem sigurvegari.“ Fyrr á þessu ári gaf Lumenox út leikin Aaru‘s Awakening. Sjá einnig: Skapraunandi augnakonfekt. Allir sem taka þátt í prufum Lumenox fá eintak af leiknum og jafnframt kaffi eða bjór, ef aldur leyfir. „Prufurnar fara fram bæði á virkum dögum og um helgar og geta þeir sem hafa samband við mig bara látið mig vita hvenær það hentar þeim best að koma og við finnum lausn á því, í rauninni ættu allir sem hafa áhuga að komast að. Þetta getur verið gaman fyrir vinahópinn að koma saman, fjölskyldur eða að koma einn og njóta leiksins með öðru áhugasömu fólki.“ Áhugasamir geta haft samband í tölvupóst Jóhanns: johann@lumenoxgames.com. Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Íslenski leikjaframleiðandinn Lumenox heldur nú prufur fyrir nýjan leik sem fyrirtækið vinnur að. Jóhann Ingi Guðjónsson, markaðsstjóri Lumenox, segir fyrirtækið þegar hafa fengið hópa til að prófa leikinn. Mestmegnis er um að ræða tölvuleikjaáhugamenn og nemendur í tölvugreinum. Nú er fyrirtækið að leita að fleira fólki til að prófa. „Núna erum við mjög opnir að fá hverja sem er, hvort sem það eru reyndir tölvuleikjaspilarar eða fólk sem spilar tölvuleiki lítið sem ekkert,“ segir Jóhann. Hann segir ábendingar þeirra sem hafa prufað hafi gert mikið til að bæta leikinn. Jóhann segist ekki vilja gefa út of mikið um leikinn að svo stöddu. Þó segir hann að vinir geti spilað hann saman. „Þetta er partýleikur, þar sem 2-4 spilarar eru settir upp á móti hvorum öðrum í allskonar þrautum og svo safnar maður stigum eftir hversu vel maður stendur sig í hverri þraut. Í lokin eru svo tekin saman stigin og séð hver situr eftir sem sigurvegari.“ Fyrr á þessu ári gaf Lumenox út leikin Aaru‘s Awakening. Sjá einnig: Skapraunandi augnakonfekt. Allir sem taka þátt í prufum Lumenox fá eintak af leiknum og jafnframt kaffi eða bjór, ef aldur leyfir. „Prufurnar fara fram bæði á virkum dögum og um helgar og geta þeir sem hafa samband við mig bara látið mig vita hvenær það hentar þeim best að koma og við finnum lausn á því, í rauninni ættu allir sem hafa áhuga að komast að. Þetta getur verið gaman fyrir vinahópinn að koma saman, fjölskyldur eða að koma einn og njóta leiksins með öðru áhugasömu fólki.“ Áhugasamir geta haft samband í tölvupóst Jóhanns: johann@lumenoxgames.com.
Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira