Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2015 13:12 Foreldrar Evu Maríu Þorvarðardóttur hafa enn ekki fengið upplýsingar um þá atburði sem leiddu til þess að dóttir þeirra fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur 16. nóvember árið 2013. Banamein Evu var margfaldur skammtur af eiturlyfinu MDMA en ár er liðið síðan foreldrarnir sögðu sögu hennar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2. Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Í Brestum sögðu foreldrar Evu Maríu að enginn af þeim sem hefði verið í umræddu eftirpartýi hefði talað rætt við þau og sagt frá því hvað hefði gerst þetta kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist Vísir ræddi við foreldra Evu Maríu vegna málsins í dag. Þau segjast enn ekki hafa fengið neinar upplýsingar um þá atburði sem leiddu til dauða dóttur þeirra. Enginn af gestunum í partýinu, sem skiptu tugum, hafi haft samband við þau.Hafa ekki heyrt frá neinum „Það hefur ekkert nýtt komið fram í þessu og við höfum ekki heyrt frá neinum sem var í þessari veislu, sem mér skilst að hafi verið á milli fjörutíu til fimmtíu manns á tímabili. Við vitum þar af leiðandi akkúrat ekkert nema það sem okkur er sagt af lögreglunni. Mér eflaust myndi ekki líða betur en ég væri sáttari við að vita hvað gerðist og hvað var um að vera þarna, heldur en bara að fá þetta frá embættismönnum sem koma bara að málum til að rannsaka þau,“ segir Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu. Þorvarður sagði í Brestum í fyrra að hann vilji alltaf ræða mál dóttur sinnar ef það vekur fólk til umhugsunar um þessi mál.„Búin að horfa á eftir barninu okkar“ „Við erum náttúrlega búin að horfa á eftir barninu okkar. Ég hef alltaf viljað tjá mig um þetta mál og segja söguna eins og hún er. Ef það getur orðið til þess að ég fái einhvern til að hugsa sinn gang, sem er með þá hugsun að hann langar að prófa, eða er byrjaður að fikta, þá geta þetta verið afleiðingarnar. En þú getur líka sloppið, en þá ertu bara heppinn,“ sagði Þorvarður. Í samtali við Vísi segir Þorvarður að hann viti til þess að ungir krakkar falli enn fyrir þessu. „Maður veit að það eru enn þá ungir krakkar sem eru að falla fyrir þessu og mér finnst þetta stundum þannig þegar er talað um þessi efni að þetta sé bara tíska og þetta sé bara í lagi, en veruleikinn er annar.“ Tengdar fréttir Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku. 15. september 2015 14:23 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Foreldrar Evu Maríu Þorvarðardóttur hafa enn ekki fengið upplýsingar um þá atburði sem leiddu til þess að dóttir þeirra fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur 16. nóvember árið 2013. Banamein Evu var margfaldur skammtur af eiturlyfinu MDMA en ár er liðið síðan foreldrarnir sögðu sögu hennar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2. Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Í Brestum sögðu foreldrar Evu Maríu að enginn af þeim sem hefði verið í umræddu eftirpartýi hefði talað rætt við þau og sagt frá því hvað hefði gerst þetta kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist Vísir ræddi við foreldra Evu Maríu vegna málsins í dag. Þau segjast enn ekki hafa fengið neinar upplýsingar um þá atburði sem leiddu til dauða dóttur þeirra. Enginn af gestunum í partýinu, sem skiptu tugum, hafi haft samband við þau.Hafa ekki heyrt frá neinum „Það hefur ekkert nýtt komið fram í þessu og við höfum ekki heyrt frá neinum sem var í þessari veislu, sem mér skilst að hafi verið á milli fjörutíu til fimmtíu manns á tímabili. Við vitum þar af leiðandi akkúrat ekkert nema það sem okkur er sagt af lögreglunni. Mér eflaust myndi ekki líða betur en ég væri sáttari við að vita hvað gerðist og hvað var um að vera þarna, heldur en bara að fá þetta frá embættismönnum sem koma bara að málum til að rannsaka þau,“ segir Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu. Þorvarður sagði í Brestum í fyrra að hann vilji alltaf ræða mál dóttur sinnar ef það vekur fólk til umhugsunar um þessi mál.„Búin að horfa á eftir barninu okkar“ „Við erum náttúrlega búin að horfa á eftir barninu okkar. Ég hef alltaf viljað tjá mig um þetta mál og segja söguna eins og hún er. Ef það getur orðið til þess að ég fái einhvern til að hugsa sinn gang, sem er með þá hugsun að hann langar að prófa, eða er byrjaður að fikta, þá geta þetta verið afleiðingarnar. En þú getur líka sloppið, en þá ertu bara heppinn,“ sagði Þorvarður. Í samtali við Vísi segir Þorvarður að hann viti til þess að ungir krakkar falli enn fyrir þessu. „Maður veit að það eru enn þá ungir krakkar sem eru að falla fyrir þessu og mér finnst þetta stundum þannig þegar er talað um þessi efni að þetta sé bara tíska og þetta sé bara í lagi, en veruleikinn er annar.“
Tengdar fréttir Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku. 15. september 2015 14:23 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku. 15. september 2015 14:23
Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47