Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2015 13:12 Foreldrar Evu Maríu Þorvarðardóttur hafa enn ekki fengið upplýsingar um þá atburði sem leiddu til þess að dóttir þeirra fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur 16. nóvember árið 2013. Banamein Evu var margfaldur skammtur af eiturlyfinu MDMA en ár er liðið síðan foreldrarnir sögðu sögu hennar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2. Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Í Brestum sögðu foreldrar Evu Maríu að enginn af þeim sem hefði verið í umræddu eftirpartýi hefði talað rætt við þau og sagt frá því hvað hefði gerst þetta kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist Vísir ræddi við foreldra Evu Maríu vegna málsins í dag. Þau segjast enn ekki hafa fengið neinar upplýsingar um þá atburði sem leiddu til dauða dóttur þeirra. Enginn af gestunum í partýinu, sem skiptu tugum, hafi haft samband við þau.Hafa ekki heyrt frá neinum „Það hefur ekkert nýtt komið fram í þessu og við höfum ekki heyrt frá neinum sem var í þessari veislu, sem mér skilst að hafi verið á milli fjörutíu til fimmtíu manns á tímabili. Við vitum þar af leiðandi akkúrat ekkert nema það sem okkur er sagt af lögreglunni. Mér eflaust myndi ekki líða betur en ég væri sáttari við að vita hvað gerðist og hvað var um að vera þarna, heldur en bara að fá þetta frá embættismönnum sem koma bara að málum til að rannsaka þau,“ segir Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu. Þorvarður sagði í Brestum í fyrra að hann vilji alltaf ræða mál dóttur sinnar ef það vekur fólk til umhugsunar um þessi mál.„Búin að horfa á eftir barninu okkar“ „Við erum náttúrlega búin að horfa á eftir barninu okkar. Ég hef alltaf viljað tjá mig um þetta mál og segja söguna eins og hún er. Ef það getur orðið til þess að ég fái einhvern til að hugsa sinn gang, sem er með þá hugsun að hann langar að prófa, eða er byrjaður að fikta, þá geta þetta verið afleiðingarnar. En þú getur líka sloppið, en þá ertu bara heppinn,“ sagði Þorvarður. Í samtali við Vísi segir Þorvarður að hann viti til þess að ungir krakkar falli enn fyrir þessu. „Maður veit að það eru enn þá ungir krakkar sem eru að falla fyrir þessu og mér finnst þetta stundum þannig þegar er talað um þessi efni að þetta sé bara tíska og þetta sé bara í lagi, en veruleikinn er annar.“ Tengdar fréttir Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku. 15. september 2015 14:23 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Foreldrar Evu Maríu Þorvarðardóttur hafa enn ekki fengið upplýsingar um þá atburði sem leiddu til þess að dóttir þeirra fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur 16. nóvember árið 2013. Banamein Evu var margfaldur skammtur af eiturlyfinu MDMA en ár er liðið síðan foreldrarnir sögðu sögu hennar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2. Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Í Brestum sögðu foreldrar Evu Maríu að enginn af þeim sem hefði verið í umræddu eftirpartýi hefði talað rætt við þau og sagt frá því hvað hefði gerst þetta kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist Vísir ræddi við foreldra Evu Maríu vegna málsins í dag. Þau segjast enn ekki hafa fengið neinar upplýsingar um þá atburði sem leiddu til dauða dóttur þeirra. Enginn af gestunum í partýinu, sem skiptu tugum, hafi haft samband við þau.Hafa ekki heyrt frá neinum „Það hefur ekkert nýtt komið fram í þessu og við höfum ekki heyrt frá neinum sem var í þessari veislu, sem mér skilst að hafi verið á milli fjörutíu til fimmtíu manns á tímabili. Við vitum þar af leiðandi akkúrat ekkert nema það sem okkur er sagt af lögreglunni. Mér eflaust myndi ekki líða betur en ég væri sáttari við að vita hvað gerðist og hvað var um að vera þarna, heldur en bara að fá þetta frá embættismönnum sem koma bara að málum til að rannsaka þau,“ segir Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu. Þorvarður sagði í Brestum í fyrra að hann vilji alltaf ræða mál dóttur sinnar ef það vekur fólk til umhugsunar um þessi mál.„Búin að horfa á eftir barninu okkar“ „Við erum náttúrlega búin að horfa á eftir barninu okkar. Ég hef alltaf viljað tjá mig um þetta mál og segja söguna eins og hún er. Ef það getur orðið til þess að ég fái einhvern til að hugsa sinn gang, sem er með þá hugsun að hann langar að prófa, eða er byrjaður að fikta, þá geta þetta verið afleiðingarnar. En þú getur líka sloppið, en þá ertu bara heppinn,“ sagði Þorvarður. Í samtali við Vísi segir Þorvarður að hann viti til þess að ungir krakkar falli enn fyrir þessu. „Maður veit að það eru enn þá ungir krakkar sem eru að falla fyrir þessu og mér finnst þetta stundum þannig þegar er talað um þessi efni að þetta sé bara tíska og þetta sé bara í lagi, en veruleikinn er annar.“
Tengdar fréttir Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku. 15. september 2015 14:23 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku. 15. september 2015 14:23
Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47