Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2015 10:30 Jarðlögin undir eystri brúarstöplinum, sem grófst undan, eru talin veik. Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir. Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. Undirbúningur athugunar á nýju brúarstæði yfir Eldvatn er því hafinn. Samhliða er verið að kanna möguleika á að opna brúna fyrir léttari umferð til skemmri tíma. „Vegagerðin telur að við flóð muni eystri árbakkinn halda áfram að rofna og jafnvel án þess að til stórs Skaftárhlaups komi. Ekki þarf mikið rof til viðbótar til þess að austurstöpullinn falli niður,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Bor frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða boraði undir brúarstöpulinn til að kanna jarðlögin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 lét Vegagerðin bora könnunarholur til að kanna jarðlögin undir brúarstöplinum sem grófst undan. „Til þess að fá nánari upplýsingar um farveg árinnar hefur verið undirbúin dýptarmæling í honum, en ekki hefur verið unnt að gera þær mælingar vegna þess hve rennsli árinnar hefur verið mikið,“ segir enfremur. „Samhliða þessum rannsóknum er verið að skoða möguleika á að opna núverandi brú fyrir léttari umferð til skemmri tíma. Nauðsynlegt er að vakta austurbakka árinnar og hreyfingar brúarinnar til að tryggja öryggi vegfarenda verði hún opnuð fyrir léttri umferð.“ Brúin hefur verið lokuð frá 2. október. Vegna þess hefur ferðatími milli Skaftártungu og Kirkjubæjarklausturs lengst um 25-30 mínútur, hvora leið. Hjáleið er um gamla þjóðveginn um Hrífunes.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið óð yfir þúsundir hektara lands Nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar fóru undir jökuleðju og sand í Skaftárhlaupinu á dögunum. Enn er erfitt að meta skaðann. Skemmdir á flóðavörnum minni en óttast var. 27. október 2015 07:00 Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38 Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Sannað að ketillinn hefur stækkað mikið Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. 30. október 2015 06:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. Undirbúningur athugunar á nýju brúarstæði yfir Eldvatn er því hafinn. Samhliða er verið að kanna möguleika á að opna brúna fyrir léttari umferð til skemmri tíma. „Vegagerðin telur að við flóð muni eystri árbakkinn halda áfram að rofna og jafnvel án þess að til stórs Skaftárhlaups komi. Ekki þarf mikið rof til viðbótar til þess að austurstöpullinn falli niður,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Bor frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða boraði undir brúarstöpulinn til að kanna jarðlögin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 lét Vegagerðin bora könnunarholur til að kanna jarðlögin undir brúarstöplinum sem grófst undan. „Til þess að fá nánari upplýsingar um farveg árinnar hefur verið undirbúin dýptarmæling í honum, en ekki hefur verið unnt að gera þær mælingar vegna þess hve rennsli árinnar hefur verið mikið,“ segir enfremur. „Samhliða þessum rannsóknum er verið að skoða möguleika á að opna núverandi brú fyrir léttari umferð til skemmri tíma. Nauðsynlegt er að vakta austurbakka árinnar og hreyfingar brúarinnar til að tryggja öryggi vegfarenda verði hún opnuð fyrir léttri umferð.“ Brúin hefur verið lokuð frá 2. október. Vegna þess hefur ferðatími milli Skaftártungu og Kirkjubæjarklausturs lengst um 25-30 mínútur, hvora leið. Hjáleið er um gamla þjóðveginn um Hrífunes.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið óð yfir þúsundir hektara lands Nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar fóru undir jökuleðju og sand í Skaftárhlaupinu á dögunum. Enn er erfitt að meta skaðann. Skemmdir á flóðavörnum minni en óttast var. 27. október 2015 07:00 Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38 Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Sannað að ketillinn hefur stækkað mikið Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. 30. október 2015 06:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Hlaupið óð yfir þúsundir hektara lands Nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar fóru undir jökuleðju og sand í Skaftárhlaupinu á dögunum. Enn er erfitt að meta skaðann. Skemmdir á flóðavörnum minni en óttast var. 27. október 2015 07:00
Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38
Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Sannað að ketillinn hefur stækkað mikið Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. 30. október 2015 06:00