„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2015 11:03 Athygli vekur að ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem liggja undir grun. Vísir/GVA Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að málin gerist ekki alvarlegri en í kynferðisbrotamáli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að framkvæmd hefði verið húsleit í íbúð í Hlíðunum þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið á tveimur konum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram í málinu. Athygli vekur að ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem liggja undir grun. „Ég vil byrja á að taka það fram að ég veit ekki hvað er rétt í málinu en ef það er rétt sem ég les um að þarna sé um að ræða hópnauðgun, lyfjanauðgun og raðnauðgun þá gerast málin ekki alvarlegra,“ segir Guðrún við Vísi. Hún segir málið með þeim ljótari. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, segir í viðtali við Vísi að það hafi ekki verið talið þjóna almannahagsmunum að fara fram á gæsluvarðhald. „Þarna er maður sem að virðist hafa tvínauðgað og beitt öllum þeim alvarlegustu aðferðum sem beitt er. Og þegar um tvo er að ræða kemst ofbeldið inn í nýja vídd. Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál. Mér er alveg gjörsamlega óskiljanlegt hvaða rök geta verið sterkari en bæði rannsóknarhagsmunir, að menn tali sig saman, og almannahagsmunir. Almannahagsmunir eru að brotin séu ekki endurtekin en þarna virðist maðurinn hafa endurtekið brotið nú þegar.“Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun á skemmtistaðnum Austur.vísir/ktdEins og í Fifty shades of grey Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fann lögregla í íbúðinni ýmis tól og tæki í íbúðinni, svo sem svipur, reipi og keðjur. „Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey. Hljómar eins og það eigi að normalísera þær pyntingar sem fjallað var um í þeirri bók. Burtséð frá því er þetta mál með ólíkindum ef fréttirnar af því eru réttar.“ Guðrún segist ekki vita nákvæmlega til hvaða aðgerða lögregla hafi gripið nú þegar. „Það sem er þegar vitað er að réttarkerfið nær mjög illa utan um kynferðisbrot. Það er ekki nema mjög lítill hluti þessara brota sem leiðir til dóms. Auðvitað þarf að gera allt eins vel og hugsanlegt er til að ekki sé hægt að nota það sem rök að ekki hafi verið unnið eins vel og hægt er,“ segir Guðrún. Hún minnir á að breytingar séu í gangi hjá kynferðisbrotadeild lögrelgu. „Ég hef miklar væntingar um að það verði til bóta við rannsókn þessara mála.“ Hlíðamálið Tengdar fréttir Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að málin gerist ekki alvarlegri en í kynferðisbrotamáli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að framkvæmd hefði verið húsleit í íbúð í Hlíðunum þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið á tveimur konum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram í málinu. Athygli vekur að ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem liggja undir grun. „Ég vil byrja á að taka það fram að ég veit ekki hvað er rétt í málinu en ef það er rétt sem ég les um að þarna sé um að ræða hópnauðgun, lyfjanauðgun og raðnauðgun þá gerast málin ekki alvarlegra,“ segir Guðrún við Vísi. Hún segir málið með þeim ljótari. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, segir í viðtali við Vísi að það hafi ekki verið talið þjóna almannahagsmunum að fara fram á gæsluvarðhald. „Þarna er maður sem að virðist hafa tvínauðgað og beitt öllum þeim alvarlegustu aðferðum sem beitt er. Og þegar um tvo er að ræða kemst ofbeldið inn í nýja vídd. Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál. Mér er alveg gjörsamlega óskiljanlegt hvaða rök geta verið sterkari en bæði rannsóknarhagsmunir, að menn tali sig saman, og almannahagsmunir. Almannahagsmunir eru að brotin séu ekki endurtekin en þarna virðist maðurinn hafa endurtekið brotið nú þegar.“Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun á skemmtistaðnum Austur.vísir/ktdEins og í Fifty shades of grey Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fann lögregla í íbúðinni ýmis tól og tæki í íbúðinni, svo sem svipur, reipi og keðjur. „Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey. Hljómar eins og það eigi að normalísera þær pyntingar sem fjallað var um í þeirri bók. Burtséð frá því er þetta mál með ólíkindum ef fréttirnar af því eru réttar.“ Guðrún segist ekki vita nákvæmlega til hvaða aðgerða lögregla hafi gripið nú þegar. „Það sem er þegar vitað er að réttarkerfið nær mjög illa utan um kynferðisbrot. Það er ekki nema mjög lítill hluti þessara brota sem leiðir til dóms. Auðvitað þarf að gera allt eins vel og hugsanlegt er til að ekki sé hægt að nota það sem rök að ekki hafi verið unnið eins vel og hægt er,“ segir Guðrún. Hún minnir á að breytingar séu í gangi hjá kynferðisbrotadeild lögrelgu. „Ég hef miklar væntingar um að það verði til bóta við rannsókn þessara mála.“
Hlíðamálið Tengdar fréttir Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00
Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00
Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40