Körfubolti

Love frábær í sigri Cleveland | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kevin Love treður með látum.
Kevin Love treður með látum. vísir/getty
Kevin Love átti stórgóðan leik fyrir Cleveland Cavaliers í nótt þegar liðið lagði Indiana Pacers á heimavelli, 101-97.

Kraftframherjinn öflugi skoraði 22 stig og tók 19 fráköst, en LeBron James lét ekki sitt eftir liggja með 29 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Paul George var frábær í liði Indiana með 32 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar en það dugði ekki til. Indianaer búið að vinna þrjá leiki og tapa fjórum af fyrstu sjö en Cleveland byrjar mjög vel; búið að vinna sex af sjö.

LeBron gegn George:


Los Angeles Lakers er áfram í miklum vandræðum en liðið tapaði fimmta leiknum af sem í nótt þegar það sótti Knicks heim til New York. Lokatölur, 99-95, fyrir heimamenn.

Carmelo Anthony var stigahæstur eins og svo oft áður hjá Knicks, en hann skoraði 24 stig og tók 8 fráköst. Robin Lobez skoraði 14 stig og tók 13 fráköst og lettneski framherjinn Kristaps Porzingis var einnig með tvennu; 12 stig og 10 fráköst.

Oklahoma City Thunder hefur ekki byrjað jafn vel og margir reiknuðu með, en það vann fjórða leikinn af sjö í nótt þegar það valtaði yfir Phoenix Suns á heimavelli, 124-103.

Kevin Durant var í miklum ham og skorraði 32 stig auk þess sem hann tók 11 fráköst, en Russell Westbrook skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. Eric Bledsoe var stigahæstur hjá Suns með 28 stig, en Phoenix er búið að vinna þrjá leiki og tapa fjórum.

Úrslit næturinnar:

Cleveland Cavaliers - Indiana Pacers 101-97

New York Knicks - Los Angeles Lakers 99-95

Miami Heat - Toronto Raptors 96-76

OKC Thunder - Phoenix Suns 124-103

Portland Trail Blazers - Detroit Pistons 103-120

Durant setti 32 stig: Russell Westbrook stelur boltanum og treður:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×