Vinnudagurinn 24 klukkustundir Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 09:30 Sigga hefur í nægu að snúast um helgina en þetta er fimmta Airwaves hátíðin sem hún starfar á. Vísir/Vilhelm Líkt og flestir hafa orðið varir við stendur tónlistarhátíðin Iceland Airwaves nú yfir.Fjölmargir innlendir og erlendir tónlistarmenn stíga á svið og skemmta tónleikagestum. Fólkið á bak við tjöldin á hátíðinni sér til þess að allt fari vel fram og upplifun tónleikagesta af helginni sé sem best og einnig að vel fari um listamennina sem gefa allt sitt í flutninginn.Ein af þeim sem stendur vaktina á hátíðinni í ár er Sigríður Ólafsdóttir, eða Sigga Ólafs líkt og hún er gjarnan kölluð. Sigga er öllum hnútum kunnug þegar kemur að hátíðinni en þetta er fimmta Airwaves-hátíðin þar sem hún vinnur við skipulagninguna en einnig hefur hún starfað fyrir hátíðarnar Secret Solstice, Sónar og ATP auk þess sem hún er framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Les Fréres Stefson. „Ég var alltaf að vinna fyrir Retro Stefson og svo hafði Unnsteinn einhverja trú á mér að ég gæti gert eitthvað meira. Ég ætlaði fyrst að vera bara í einhverjum miðaafhendingum en svo fór ég fljótt í þetta,“ segir hún en markmiðið er að sjálfsögðu að gera upplifun allra sem sækja hátíðina, gestum og listamönnum, sem besta. Núna hefur Sigga með sér fjóra aðstoðarmenn sem hún segir vissulega létta undir með sér. „Þetta er mjög skemmtilegt og sérstaklega ef maður er kominn með fólk með sér, í fyrra var ég eiginlega bara ein allan tímann og það var dálítið strembið svo núna er ég með þessa fjóra krakka eins og ég kalla þau þó þau séu nú orðin átján og það gengur allt ótrúlega smurt fyrir sig og ég er mjög þakklát fyrir að hafa þau.“ Meðal þeirra verkefna sem Sigga sinnir er að fara með veitingar á alla tónleikastaðina fyrir hljóðprufur og gera búningsherbergi listamanna tilbúin. Hún segir þó að verkefnin séu margbreytileg því alltaf geti eitthvað óvænt komið upp á sem bregðast þurfi við. „Maður ákveður eitt og svo gerist eitthvað annað en þetta gengur nú alltaf einhvern veginn allt upp á endanum.“ „Ég sé um allt baksviðs á öllum tónleikastöðunum og tengsl íslensku listamannanna, svo sinni ég alls konar hlutum sem koma upp á,“ segir hún glöð í bragði en líkt og gefur að skilja er í nægu að snúast hjá henni um helgina þegar hátíðin nær hámarki sínu og hittir því velflesta af listamönnunum. Ein af þeim hljómsveitum sem margir hátíðargestir hlakka til að berja augum er bandaríska sveitin Beach House sem kemur í annað sinn fram á Airwaves. „Mér finnst skemmtilegt að Beach House komi aftur. Þau voru á fyrstu hátíðinni minni og ég hlakka til að hitta þau aftur. Á fyrstu hátíðinni var ég kannski pínu stressuð og það hjálpaði hvað þau voru almennileg.“ Sökum anna nær hún þó ekki að fara á marga af tónleikunum á hátíðinni enda nóg um að vera en það er þó eitt band sem hún lætur sig aldrei vanta á tónleika hjá. „Ég sá reyndar Retro Stefson á miðvikudaginn, ég missi aldrei af þeim.“ Starfið fyrir hátíðina felst að miklu leyti í því að halda utan um ýmis konar skipulag og segist Sigga hafa gaman af þó hún neiti því ekki að lítið sé um svefn yfir helgina. „Það er erfitt að segja hvað vinnudagurinn er langur, ég myndi nú segja að hann væri eiginlega tuttugu og fjórar klukkustundir,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Maður nær nú yfirleitt að sofa einhverja fjóra tíma en síminn hringir nú yfirleitt eitthvað.“ Hún kippir sér þó ekki mikið upp við það enda nægur tími til að slaka á eftir hátíðina. „Maður sefur bara í næstu viku, það er eiginlega bara svolítið svoleiðis. Maður er auðvitað pínu þreyttur en reynir bara að vera duglegur að fá sér sæti og hvíla sig örlítið þegar þegar það er hægt.“ Airwaves Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Líkt og flestir hafa orðið varir við stendur tónlistarhátíðin Iceland Airwaves nú yfir.Fjölmargir innlendir og erlendir tónlistarmenn stíga á svið og skemmta tónleikagestum. Fólkið á bak við tjöldin á hátíðinni sér til þess að allt fari vel fram og upplifun tónleikagesta af helginni sé sem best og einnig að vel fari um listamennina sem gefa allt sitt í flutninginn.Ein af þeim sem stendur vaktina á hátíðinni í ár er Sigríður Ólafsdóttir, eða Sigga Ólafs líkt og hún er gjarnan kölluð. Sigga er öllum hnútum kunnug þegar kemur að hátíðinni en þetta er fimmta Airwaves-hátíðin þar sem hún vinnur við skipulagninguna en einnig hefur hún starfað fyrir hátíðarnar Secret Solstice, Sónar og ATP auk þess sem hún er framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Les Fréres Stefson. „Ég var alltaf að vinna fyrir Retro Stefson og svo hafði Unnsteinn einhverja trú á mér að ég gæti gert eitthvað meira. Ég ætlaði fyrst að vera bara í einhverjum miðaafhendingum en svo fór ég fljótt í þetta,“ segir hún en markmiðið er að sjálfsögðu að gera upplifun allra sem sækja hátíðina, gestum og listamönnum, sem besta. Núna hefur Sigga með sér fjóra aðstoðarmenn sem hún segir vissulega létta undir með sér. „Þetta er mjög skemmtilegt og sérstaklega ef maður er kominn með fólk með sér, í fyrra var ég eiginlega bara ein allan tímann og það var dálítið strembið svo núna er ég með þessa fjóra krakka eins og ég kalla þau þó þau séu nú orðin átján og það gengur allt ótrúlega smurt fyrir sig og ég er mjög þakklát fyrir að hafa þau.“ Meðal þeirra verkefna sem Sigga sinnir er að fara með veitingar á alla tónleikastaðina fyrir hljóðprufur og gera búningsherbergi listamanna tilbúin. Hún segir þó að verkefnin séu margbreytileg því alltaf geti eitthvað óvænt komið upp á sem bregðast þurfi við. „Maður ákveður eitt og svo gerist eitthvað annað en þetta gengur nú alltaf einhvern veginn allt upp á endanum.“ „Ég sé um allt baksviðs á öllum tónleikastöðunum og tengsl íslensku listamannanna, svo sinni ég alls konar hlutum sem koma upp á,“ segir hún glöð í bragði en líkt og gefur að skilja er í nægu að snúast hjá henni um helgina þegar hátíðin nær hámarki sínu og hittir því velflesta af listamönnunum. Ein af þeim hljómsveitum sem margir hátíðargestir hlakka til að berja augum er bandaríska sveitin Beach House sem kemur í annað sinn fram á Airwaves. „Mér finnst skemmtilegt að Beach House komi aftur. Þau voru á fyrstu hátíðinni minni og ég hlakka til að hitta þau aftur. Á fyrstu hátíðinni var ég kannski pínu stressuð og það hjálpaði hvað þau voru almennileg.“ Sökum anna nær hún þó ekki að fara á marga af tónleikunum á hátíðinni enda nóg um að vera en það er þó eitt band sem hún lætur sig aldrei vanta á tónleika hjá. „Ég sá reyndar Retro Stefson á miðvikudaginn, ég missi aldrei af þeim.“ Starfið fyrir hátíðina felst að miklu leyti í því að halda utan um ýmis konar skipulag og segist Sigga hafa gaman af þó hún neiti því ekki að lítið sé um svefn yfir helgina. „Það er erfitt að segja hvað vinnudagurinn er langur, ég myndi nú segja að hann væri eiginlega tuttugu og fjórar klukkustundir,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Maður nær nú yfirleitt að sofa einhverja fjóra tíma en síminn hringir nú yfirleitt eitthvað.“ Hún kippir sér þó ekki mikið upp við það enda nægur tími til að slaka á eftir hátíðina. „Maður sefur bara í næstu viku, það er eiginlega bara svolítið svoleiðis. Maður er auðvitað pínu þreyttur en reynir bara að vera duglegur að fá sér sæti og hvíla sig örlítið þegar þegar það er hægt.“
Airwaves Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira