Handbolti

HM 2021 fer fram í Egyptalandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hassan Moustafa, forseti IHF.
Hassan Moustafa, forseti IHF. vísir/getty
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, tilkynnti í dag hvar HM árin 2021 og 2023 færi fram.

2021 mun HM fara fram í Egyptalandi og tveim árum síðar verður mótið bæði í Póllandi og Svíþjóð.

Hinn umdeildi forseti IHF, Hassan Moustafa, mun því fá mót í heimalandinu en hann er frá Egyptalandi.

Næsta HM fer fram í Frakklandi árið 2017. 2019 verður síðan prófað að vera með mótið í tveim löndum en þá fer það fram í Danmörku og Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×