Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2015 22:42 Chris Foster og Neil Hopkins ætla að sötra kaffi, glugga í bækur og versla á milli þess sem þeir skella sér á tónleika á Iceland Airwaves. Vísir/KTD Chris Foster og Neil Hopkins eru mættir til Íslands í annað skiptið á sex mánuðum. Enska parið heyrði af Iceland Airwaves í sumar og þeir hugsuðu: „Kúl“. Þeir urðu fyrir smá vonbrigðum að Björk þurti að afboða komu sína en þó kom aldrei til greina að hætta við að fara.„Það eru svo ótrúlega margir áhugaverðir listamenn hérna. Axel er einn,“ sagði Neil en þeir félagar voru mættir í Hörpu og á leiðinni á tónleika Axels Flóvents í Silfurbergi. „Við hittum Svisslending í röð áðan sem að hélt ekki vatni yfir honum. Axel er víst á hraðri uppleið þannig að við ákváðum að skella okkur.“Að neðan má hlusta á lag Axels Flóvents, My Ghost.Chris og Neil sjá fyrir sér að halda sig aðallega í Reykjavík í þessari heimsókn enda búnir með helstu skyldustoppin fyrir ferðamenn á suðvesturhorninu. Þeir ætla þó að kíkja aftur í Bláa lónið á sunnudaginn áður en þeir halda heim snemma morguns á mánudag. Aðspurðir hvort um rómantíska ferð sé að ræða svarar Englendingarnir á sama tíma. „Ég veit ekki með rómantíska ferð“ og „Það er alltaf rómantískt hjá okkur.“ Svo skella þeir upp úr. Þeir voru þó svo heppnir að sjá norðurljósin á götum miðbæjarins í gærkvöldi og því búnir að spara sér vænan skildinginn og ferð út fyrir borgarmörkin til að upplifa þá glæsilegu sýn. „Það kom okkur á óvart. Nú er hægt að stroka það af listanum,“ segir Chris léttur.Chris og Neil sáu Norðurljósin úr borginni sem hefur vafalítið verið falleg sýn.Vísir/GVAReykjavík frábær fyrir vegan fólk Þeir segja borgarbúa afar vinalega og Reykjavík frábæran stað til að sötra á góðu kaffi og glugga í bók. Hér sé gaman að versla og slappa af. Hraðinn í samfélaginu er þægilegur að þeirra mati. „Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segja þeir. Svo virðist sem valkostum vegan fólks í borginni hafi fjölgað til muna undanfarin misseri miðað við reynslu þeirra félaga.Parið slapp með skrekkinn þegar kom að Icesave reikningunum.Chris og Neil hrista hausinn þegar þeir heyra að forsætisráðherra þeirra, David Cameron, hafi verið hér í síðustu viku. „En þið heppin,“ segir Chris í hæðnistón en hvíslar svo: „Ekki segja honum að ég hafi sagt þetta.“ Cameron vildi ekki gera mikið úr Icesave í spjalli við fjölmiðla hér á landi í síðustu viku en Chris og Neil heyrðu af reikningunum á sínum tíma. Þeir segja viðskiptablaðamenn í Englandi hafa lofsungið reikningana og hvatt fólk til að nýta sér háu vexti Landsbankans. „Það munaði um sólarhing á því að við lögðum inn á reikningana. Við vorum heppnir,“ segir Neil og blaðamaður samsinnir. Um leið bætir Neil við: „Það hefði samt verið betra að vinna í lottóinu!“Iceland Airwaves hófst í dag og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar. Dagskrána má sjá hér.Axel Flóvent @ Silfurberg HarpaPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015 Airwaves Tengdar fréttir Skjólstæðingarnir spila á 59 tónleikum á Airwaves-hátíðinni Sindri Ástmarsson, sem er eigandi íslenska umboðsfyrirtækisins Mid Atlantic Management, hefur svo sannarlega í nógu að snúast um þessar mundir. 4. nóvember 2015 08:00 Menn geta gengið af göflunum í miðborginni Miðborg Reykjavíkur hefur tekið á sig glæsilega mynd því nú hafa nokkrir listamenn lokið við að mála tólf listaverk á jafn margar byggingar í miðbænum. 4. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Chris Foster og Neil Hopkins eru mættir til Íslands í annað skiptið á sex mánuðum. Enska parið heyrði af Iceland Airwaves í sumar og þeir hugsuðu: „Kúl“. Þeir urðu fyrir smá vonbrigðum að Björk þurti að afboða komu sína en þó kom aldrei til greina að hætta við að fara.„Það eru svo ótrúlega margir áhugaverðir listamenn hérna. Axel er einn,“ sagði Neil en þeir félagar voru mættir í Hörpu og á leiðinni á tónleika Axels Flóvents í Silfurbergi. „Við hittum Svisslending í röð áðan sem að hélt ekki vatni yfir honum. Axel er víst á hraðri uppleið þannig að við ákváðum að skella okkur.“Að neðan má hlusta á lag Axels Flóvents, My Ghost.Chris og Neil sjá fyrir sér að halda sig aðallega í Reykjavík í þessari heimsókn enda búnir með helstu skyldustoppin fyrir ferðamenn á suðvesturhorninu. Þeir ætla þó að kíkja aftur í Bláa lónið á sunnudaginn áður en þeir halda heim snemma morguns á mánudag. Aðspurðir hvort um rómantíska ferð sé að ræða svarar Englendingarnir á sama tíma. „Ég veit ekki með rómantíska ferð“ og „Það er alltaf rómantískt hjá okkur.“ Svo skella þeir upp úr. Þeir voru þó svo heppnir að sjá norðurljósin á götum miðbæjarins í gærkvöldi og því búnir að spara sér vænan skildinginn og ferð út fyrir borgarmörkin til að upplifa þá glæsilegu sýn. „Það kom okkur á óvart. Nú er hægt að stroka það af listanum,“ segir Chris léttur.Chris og Neil sáu Norðurljósin úr borginni sem hefur vafalítið verið falleg sýn.Vísir/GVAReykjavík frábær fyrir vegan fólk Þeir segja borgarbúa afar vinalega og Reykjavík frábæran stað til að sötra á góðu kaffi og glugga í bók. Hér sé gaman að versla og slappa af. Hraðinn í samfélaginu er þægilegur að þeirra mati. „Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segja þeir. Svo virðist sem valkostum vegan fólks í borginni hafi fjölgað til muna undanfarin misseri miðað við reynslu þeirra félaga.Parið slapp með skrekkinn þegar kom að Icesave reikningunum.Chris og Neil hrista hausinn þegar þeir heyra að forsætisráðherra þeirra, David Cameron, hafi verið hér í síðustu viku. „En þið heppin,“ segir Chris í hæðnistón en hvíslar svo: „Ekki segja honum að ég hafi sagt þetta.“ Cameron vildi ekki gera mikið úr Icesave í spjalli við fjölmiðla hér á landi í síðustu viku en Chris og Neil heyrðu af reikningunum á sínum tíma. Þeir segja viðskiptablaðamenn í Englandi hafa lofsungið reikningana og hvatt fólk til að nýta sér háu vexti Landsbankans. „Það munaði um sólarhing á því að við lögðum inn á reikningana. Við vorum heppnir,“ segir Neil og blaðamaður samsinnir. Um leið bætir Neil við: „Það hefði samt verið betra að vinna í lottóinu!“Iceland Airwaves hófst í dag og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar. Dagskrána má sjá hér.Axel Flóvent @ Silfurberg HarpaPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015
Airwaves Tengdar fréttir Skjólstæðingarnir spila á 59 tónleikum á Airwaves-hátíðinni Sindri Ástmarsson, sem er eigandi íslenska umboðsfyrirtækisins Mid Atlantic Management, hefur svo sannarlega í nógu að snúast um þessar mundir. 4. nóvember 2015 08:00 Menn geta gengið af göflunum í miðborginni Miðborg Reykjavíkur hefur tekið á sig glæsilega mynd því nú hafa nokkrir listamenn lokið við að mála tólf listaverk á jafn margar byggingar í miðbænum. 4. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Skjólstæðingarnir spila á 59 tónleikum á Airwaves-hátíðinni Sindri Ástmarsson, sem er eigandi íslenska umboðsfyrirtækisins Mid Atlantic Management, hefur svo sannarlega í nógu að snúast um þessar mundir. 4. nóvember 2015 08:00
Menn geta gengið af göflunum í miðborginni Miðborg Reykjavíkur hefur tekið á sig glæsilega mynd því nú hafa nokkrir listamenn lokið við að mála tólf listaverk á jafn margar byggingar í miðbænum. 4. nóvember 2015 10:00
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp