Ofursaga Þorvaldur Gylfason skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir bráðum hálfri öld var námsefnið í stjörnufræði að mestu bundið við sólkerfið okkar: sólina og reikistjörnurnar sem snúast í kringum hana, þar á meðal jörðina og tunglið. Við reiknuðum og teiknuðum sporbauga. Og sagan var mannkynssaga. Nú er öldin önnur. Nú ryður sér til rúms í bandarískum menntaskólum ný námsgrein sem steypir stjörnufræðina, jarðfræðina og mannkynssöguna í eitt mót undir yfirskriftinni ofursaga (e. big history). Þar kennir margra grasa.13,7 milljarðar ára Ofursagan hefst á því að alheimurinn varð til úr svo að segja engu á örstuttu sekúndubrotabroti í miklahvelli (e. big bang) fyrir 13,7 milljörðum ára. Hvernig nær maður utan um slíka tölu? Ef eitt ár er einn maður, þá eru 13,7 milljarðar tæplega tvöfaldur íbúafjöldi heimsins. Það er allt og sumt. Ef eitt ár er ein króna, þá eru 13,7 milljarðar u.þ.b. einn sjöundi af gjaldþroti formanns bankaráðs Landsbanka Íslands eftir hrun. (Bankastjórinn situr inni.) Hvernig geta stjarneðlisfræðingar tímasett upphaf alheimsins svo nákvæmlega? Það er ekki flókið. Mælingar sýna að alheimurinn þenst út á tilteknum hraða og þá er bara að reikna dæmið aftur á bak til upphafs síns. Ef bíll er kominn 1.000 kílómetra frá brottfararstað og honum er ekið á 100 km hraða, þá vitum við að hann lagði af stað fyrir 10 tímum. Stjörnurnar stanza ekki í Fornahvammi til að fá sér pulsu, en alheimurinn hægði þó á sér framan af og herti síðan róðurinn í allar áttir, og það tóku menn með í reikninginn þegar þeir fundu töluna 13,7. Með líku lagi er nú vitað að sólin er 4,5 milljarða ára gömul og er á miðjum aldri. Hún verður sem sagt slokknuð eftir aðra 4,5 milljarða ára. Jörðin er jafnaldra sólarinnar eða því sem næst. Reikihnöttur rakst á jörðina þar sem nú heitir Mexíkó fyrir 65 milljónum ára og drap allar risaeðlurnar á fáeinum klukkustundum. Þá varð til kjörlendi handa loðnum spendýrum. Eftir það rakti kapallinn sig sjálfur að segja má. Mannskepnan varð smám saman ofan á. Allt þetta og miklu meira þykjast menn nú vita með vissu.200 til 300 þúsund ár Mannvistarleifar teygja sig milljónir ára aftur í tímann. Árið 1974 fundu fornleifafræðingar næstum helminginn af 3,2 milljóna ára gamalli beinagrind í Eþíópíu og kölluðu hana Lucy af því að þeir voru að hlusta á bítlalagið Lucy in the Sky with Diamonds í útvarpinu sínu á kvöldin. Lucy hafði gengið upprétt þótt heilinn í henni hafi ekki verið stærri en í simpönsum um okkar daga. Lucy var mannapi, myndum við nú segja, röskur metri á hæð, hún dó um tvítugt. Þú ert kannski kominn af öpum sagði Emma, eiginkona Charles Darwin, höfundar þróunarkenningarinnar, við bónda sinn, en ekki ég. Komin af öpum, Drottinn minn dýri, sagði ein prestsfrúin, við skulum bara vona að erkibiskupinn í Kantaraborg komist ekki að þessu. Áður var talið að maðurinn hafi orðið til sem sjálfstæð tegund þegar hann aðgreindi sig frá öpum með því að byrja að nota tæki og tól. En nú vita menn meira. Ég hef séð kvikmynd af górillum í Kongó sem nota steina til að brjóta hnetuskurnir. Og ég hef frétt af krákum í Ástralíu sem leggja hneturnar sínar við rauð umferðarljós svo að bílarnir kremji þær á grænu ljósi, og þá koma krákurnar aftur og sækja muldar hneturnar, tilbúnar á diskinn. Mannlíf á jörðinni, segja ofursagnfræðingar, hófst fyrir 200 til 300 þúsund árum í þeim skilningi að þá hófu menn að safna þekkingu og varðveita hana skipulega mann fram af manni. Það gera apar ekki, a.m.k. ekki með sama hætti og við.Ríki þekkingarinnar Varðveizla og upphleðsla þekkingar er lykillinn að yfirburðastöðu mannsins í ríki náttúrunnar. Tökum dæmi. Óhugsandi er að dauðsföllum af völdum tiltekins sjúkdóms fjölgi að nýju vegna þess að áður þekkt lækning sé gleymd og grafin. Slíkt gerist ekki í læknisfræði og ekki heldur í öðrum greinum fræða og vísinda. Slíkt gerist þó stundum á vettvangi stjórnmálanna. Fjármálakreppur skella á öld fram af öld þar eð menn læra ekki af reynslu liðinnar tíðar eða sjá sér hag í að þykjast ekki hafa lært af henni. Bankakreppuna sem upphófst í Bandaríkjunum 2007-2008 má að hluta rekja til þeirrar ákvörðunar Bandaríkjaþings að nema úr gildi fyrirbyggjandi löggjöf þingsins frá 1933-1934 eins og hennar væri ekki lengur þörf. Því fór sem fór 75 árum síðar. Á móti kemur að bankakreppan varð ekki að heimskreppu vegna þess að þekkingin sem varð til eftir kreppuna miklu 1929-1939, hagfræðin sem kennd er við brezka hagfræðinginn John Maynard Keynes, var lögð til grundvallar viðbrögðunum við bankakreppunni. Þetta skaltu hugleiða nú, lesandi minn góður, þegar nýliðin sorgarsaga innlendra efnahagsmála gerir sig líklega til að endurtaka sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir bráðum hálfri öld var námsefnið í stjörnufræði að mestu bundið við sólkerfið okkar: sólina og reikistjörnurnar sem snúast í kringum hana, þar á meðal jörðina og tunglið. Við reiknuðum og teiknuðum sporbauga. Og sagan var mannkynssaga. Nú er öldin önnur. Nú ryður sér til rúms í bandarískum menntaskólum ný námsgrein sem steypir stjörnufræðina, jarðfræðina og mannkynssöguna í eitt mót undir yfirskriftinni ofursaga (e. big history). Þar kennir margra grasa.13,7 milljarðar ára Ofursagan hefst á því að alheimurinn varð til úr svo að segja engu á örstuttu sekúndubrotabroti í miklahvelli (e. big bang) fyrir 13,7 milljörðum ára. Hvernig nær maður utan um slíka tölu? Ef eitt ár er einn maður, þá eru 13,7 milljarðar tæplega tvöfaldur íbúafjöldi heimsins. Það er allt og sumt. Ef eitt ár er ein króna, þá eru 13,7 milljarðar u.þ.b. einn sjöundi af gjaldþroti formanns bankaráðs Landsbanka Íslands eftir hrun. (Bankastjórinn situr inni.) Hvernig geta stjarneðlisfræðingar tímasett upphaf alheimsins svo nákvæmlega? Það er ekki flókið. Mælingar sýna að alheimurinn þenst út á tilteknum hraða og þá er bara að reikna dæmið aftur á bak til upphafs síns. Ef bíll er kominn 1.000 kílómetra frá brottfararstað og honum er ekið á 100 km hraða, þá vitum við að hann lagði af stað fyrir 10 tímum. Stjörnurnar stanza ekki í Fornahvammi til að fá sér pulsu, en alheimurinn hægði þó á sér framan af og herti síðan róðurinn í allar áttir, og það tóku menn með í reikninginn þegar þeir fundu töluna 13,7. Með líku lagi er nú vitað að sólin er 4,5 milljarða ára gömul og er á miðjum aldri. Hún verður sem sagt slokknuð eftir aðra 4,5 milljarða ára. Jörðin er jafnaldra sólarinnar eða því sem næst. Reikihnöttur rakst á jörðina þar sem nú heitir Mexíkó fyrir 65 milljónum ára og drap allar risaeðlurnar á fáeinum klukkustundum. Þá varð til kjörlendi handa loðnum spendýrum. Eftir það rakti kapallinn sig sjálfur að segja má. Mannskepnan varð smám saman ofan á. Allt þetta og miklu meira þykjast menn nú vita með vissu.200 til 300 þúsund ár Mannvistarleifar teygja sig milljónir ára aftur í tímann. Árið 1974 fundu fornleifafræðingar næstum helminginn af 3,2 milljóna ára gamalli beinagrind í Eþíópíu og kölluðu hana Lucy af því að þeir voru að hlusta á bítlalagið Lucy in the Sky with Diamonds í útvarpinu sínu á kvöldin. Lucy hafði gengið upprétt þótt heilinn í henni hafi ekki verið stærri en í simpönsum um okkar daga. Lucy var mannapi, myndum við nú segja, röskur metri á hæð, hún dó um tvítugt. Þú ert kannski kominn af öpum sagði Emma, eiginkona Charles Darwin, höfundar þróunarkenningarinnar, við bónda sinn, en ekki ég. Komin af öpum, Drottinn minn dýri, sagði ein prestsfrúin, við skulum bara vona að erkibiskupinn í Kantaraborg komist ekki að þessu. Áður var talið að maðurinn hafi orðið til sem sjálfstæð tegund þegar hann aðgreindi sig frá öpum með því að byrja að nota tæki og tól. En nú vita menn meira. Ég hef séð kvikmynd af górillum í Kongó sem nota steina til að brjóta hnetuskurnir. Og ég hef frétt af krákum í Ástralíu sem leggja hneturnar sínar við rauð umferðarljós svo að bílarnir kremji þær á grænu ljósi, og þá koma krákurnar aftur og sækja muldar hneturnar, tilbúnar á diskinn. Mannlíf á jörðinni, segja ofursagnfræðingar, hófst fyrir 200 til 300 þúsund árum í þeim skilningi að þá hófu menn að safna þekkingu og varðveita hana skipulega mann fram af manni. Það gera apar ekki, a.m.k. ekki með sama hætti og við.Ríki þekkingarinnar Varðveizla og upphleðsla þekkingar er lykillinn að yfirburðastöðu mannsins í ríki náttúrunnar. Tökum dæmi. Óhugsandi er að dauðsföllum af völdum tiltekins sjúkdóms fjölgi að nýju vegna þess að áður þekkt lækning sé gleymd og grafin. Slíkt gerist ekki í læknisfræði og ekki heldur í öðrum greinum fræða og vísinda. Slíkt gerist þó stundum á vettvangi stjórnmálanna. Fjármálakreppur skella á öld fram af öld þar eð menn læra ekki af reynslu liðinnar tíðar eða sjá sér hag í að þykjast ekki hafa lært af henni. Bankakreppuna sem upphófst í Bandaríkjunum 2007-2008 má að hluta rekja til þeirrar ákvörðunar Bandaríkjaþings að nema úr gildi fyrirbyggjandi löggjöf þingsins frá 1933-1934 eins og hennar væri ekki lengur þörf. Því fór sem fór 75 árum síðar. Á móti kemur að bankakreppan varð ekki að heimskreppu vegna þess að þekkingin sem varð til eftir kreppuna miklu 1929-1939, hagfræðin sem kennd er við brezka hagfræðinginn John Maynard Keynes, var lögð til grundvallar viðbrögðunum við bankakreppunni. Þetta skaltu hugleiða nú, lesandi minn góður, þegar nýliðin sorgarsaga innlendra efnahagsmála gerir sig líklega til að endurtaka sig.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun