Körfubolti

McHale rekinn frá Houston

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
McHale á hliðarlínunni hjá Houston.
McHale á hliðarlínunni hjá Houston. vísir/getty
Þolinmæðin hjá forráðamönnum NBA-liðsins Houston Rockets er ekki mikil því liðið er búið að reka þjálfarann sinn eftir aðeins ellefu leiki.

Kevin McHale hefur fengið sparkið eftir slaka byrjun liðsins í deildinni. Rockets er búið að vinna fjóra leiki og tapa sjö.

Vissulega ekkert afhroð en samt langt fyrir neðan væntingar félagsins.

McHale er auðvitað goðsögn í deildinni eftir þrettán ára feril hjá Boston Celtics. Þar vann hann þrjá titla og var sjö sinnum valinn í stjörnuleik deildarinnar.

Hann byrjaði að þjálfa í deildinni árið 2005 og er með árangurinn 229-181 í deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×