Handbolti

Erla Rós eini nýliðinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
Ágúst Þór Jóhannsson hefur valið íslenska landsliðshópinn fyrir tvo æfingaleiki sem fyrirhugaðir eru gegn B-liði Noregs ytra í lok mánaðarins.

Ágúst valdi 20 leikmenn, þar af einn nýliða. Það er Erla Rós Sigmarsdóttir sem hefur átt gott tímabil í marki ÍBV.

Ísland er í erfiðum riðli í undankeppni EM 2016 en liðið er enn án stiga eftir tapleiki gegn Frakklandi og Þýskalandi. Ísland mætir næst Sviss ytra þann 10. mars.

Landsliðshópur Íslands:

Markmenn:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar

Erla Rós Sigmarsdóttir, ÍBV

Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram

Aðrir leikmenn:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Grótta

Arna Sif Pálsdóttir, Nice

Ester Óskarsdóttir, ÍBV

Eva Björk Davíðsdóttir, Grótta

Hildigunnur Einarsdóttir, Koblenz

Hildur Þorgeirsdóttir, Fram

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Karen Knútsdóttir, Nice

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram

Ramune Pekarskyte, Haukar

Rut Jónsdóttir, Randers

Solveig Lára Kjærnested, Stjarnan

Steinunn Hansdóttir, Sönderjyske

Sunna Jónsdóttir, Skrim

Thea Imani Sturludóttir, Fylkir

Unnur Ómarsdóttir, Grótta

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Grótta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×