Viðvörunarmerki frá „dr. Alúminíum“ Lars Christensen skrifar 18. nóvember 2015 12:00 Þátttakendur á fjármálamörkuðum segja stundum að alþjóðlegi koparmarkaðurinn hafi doktorspróf í hagfræði – þess vegna er talað um „dr. Kopar“ – vegna getu sinnar til að spá um vendipunkta í hagkerfi heimsins. Vegna víðtækrar notkunar á kopar á flestum sviðum efnahagslífsins er oft litið á kopar sem góðan meginhagvísi. Almennt gefur hækkandi koparverð til kynna mikla eftirspurn eftir kopar og þar af leiðandi hagvöxt á heimsvísu, en lækkandi koparverð getur verið vísbending um litla eftirspurn og yfirvofandi samdrátt í hagkerfinu. En þegar Ísland er annars vegar ættum við kannski frekar að tala um „dr. Alúminíum“ í staðinn fyrir dr. Kopar vegna þess hve mikilvægt ál er fyrir efnahagsástandið á Íslandi.Dr. Alúminíum er orðinn önugur Hvað segir dr. Alúminíum okkur einmitt núna? Því miður eru skilaboðin ekki sérlega jákvæð. Undanfarið hefur álverð farið hríðlækkandi. Þetta eru sannarlega ekki góðar fréttir fyrir íslenskt efnahagslíf. Þótt íslenska hagkerfið hafi náð sér á strik og flestir hagvísar bendi til aukins verðbólguþrýstings, sem hefur orðið til þess að Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti á undanförnum mánuðum, gæti lækkandi álverð gefið Seðlabankanum ástæðu til að taka skref aftur á bak og meta hve miklum skelli lægra álverð muni valda. Ég hef stutt þá ákvörðun Seðlabankans að hækka vexti og kannski þarf að hækka þá enn meira, en það væri heimskulegt að hunsa hin skýru merki frá dr. Alúminíum, og á meðan álverð heldur áfram að lækka fáum við í raun „sjálfkrafa“ erfiðari peningamarkaðsskilyrði, sem gerir þörfina fyrir frekari vaxtahækkun ekki eins brýna.Yellen og Kína að kenna En af hverju er dr. Alúminíum orðinn svona önugur? Skýringin er (að hluta til) peningaleg. Nú er almennt búist við að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti í desember og markaðir hafa verið óviðbúnir því hve seðlabankastjórinn, Janet Yellen, er áköf í að hækka vextina. Þetta hefur aukið áhyggjur manna af hagvexti á heimsvísu og um leið hefur sú staðreynd að kínverski gjaldmiðillinn, renminbi, er sama sem bundinn við Bandaríkjadal og valdið stöðugt versnandi peningamarkaðsskilyrðum í Kína þar sem renminbi hefur styrkst samhliða dollarnum. Með öðrum orðum: Kína heldur áfram að „flytja inn“ peningamálastefnu sína frá Bandaríkjunum. Þegar seðlabanki Bandaríkjanna herðir peningamálastefnu sína gera Kínverjar það „sjálfkrafa“ líka. Þessi versnandi peningamarkaðsskilyrði í „dollarablokkinni“ hafa valdið tiltölulega hröðum samdrætti í alþjóðlegri eftirspurn og þetta er auðvitað meginástæðan fyrir því að álverð hefur hrapað. Að lokum: Íslenskt efnahagslíf hefur vissulega styrkst og verðbólguþrýstingur hefur farið vaxandi, en nú er Ísland farið að „flytja inn“ erfiðari peningamarkaðsskilyrði frá Bandaríkjunum og Kína í gegnum „álverðsfarveginn“. Svo Seðlabankinn ætti vissulega að eiga gott spjall við dr. Alúminíum um mat hans á horfunum í íslensku efnahagslífi. Það er líklegt að hann sé betri spámaður en einhver hagfræðingur í Kaupmannahöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Þátttakendur á fjármálamörkuðum segja stundum að alþjóðlegi koparmarkaðurinn hafi doktorspróf í hagfræði – þess vegna er talað um „dr. Kopar“ – vegna getu sinnar til að spá um vendipunkta í hagkerfi heimsins. Vegna víðtækrar notkunar á kopar á flestum sviðum efnahagslífsins er oft litið á kopar sem góðan meginhagvísi. Almennt gefur hækkandi koparverð til kynna mikla eftirspurn eftir kopar og þar af leiðandi hagvöxt á heimsvísu, en lækkandi koparverð getur verið vísbending um litla eftirspurn og yfirvofandi samdrátt í hagkerfinu. En þegar Ísland er annars vegar ættum við kannski frekar að tala um „dr. Alúminíum“ í staðinn fyrir dr. Kopar vegna þess hve mikilvægt ál er fyrir efnahagsástandið á Íslandi.Dr. Alúminíum er orðinn önugur Hvað segir dr. Alúminíum okkur einmitt núna? Því miður eru skilaboðin ekki sérlega jákvæð. Undanfarið hefur álverð farið hríðlækkandi. Þetta eru sannarlega ekki góðar fréttir fyrir íslenskt efnahagslíf. Þótt íslenska hagkerfið hafi náð sér á strik og flestir hagvísar bendi til aukins verðbólguþrýstings, sem hefur orðið til þess að Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti á undanförnum mánuðum, gæti lækkandi álverð gefið Seðlabankanum ástæðu til að taka skref aftur á bak og meta hve miklum skelli lægra álverð muni valda. Ég hef stutt þá ákvörðun Seðlabankans að hækka vexti og kannski þarf að hækka þá enn meira, en það væri heimskulegt að hunsa hin skýru merki frá dr. Alúminíum, og á meðan álverð heldur áfram að lækka fáum við í raun „sjálfkrafa“ erfiðari peningamarkaðsskilyrði, sem gerir þörfina fyrir frekari vaxtahækkun ekki eins brýna.Yellen og Kína að kenna En af hverju er dr. Alúminíum orðinn svona önugur? Skýringin er (að hluta til) peningaleg. Nú er almennt búist við að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti í desember og markaðir hafa verið óviðbúnir því hve seðlabankastjórinn, Janet Yellen, er áköf í að hækka vextina. Þetta hefur aukið áhyggjur manna af hagvexti á heimsvísu og um leið hefur sú staðreynd að kínverski gjaldmiðillinn, renminbi, er sama sem bundinn við Bandaríkjadal og valdið stöðugt versnandi peningamarkaðsskilyrðum í Kína þar sem renminbi hefur styrkst samhliða dollarnum. Með öðrum orðum: Kína heldur áfram að „flytja inn“ peningamálastefnu sína frá Bandaríkjunum. Þegar seðlabanki Bandaríkjanna herðir peningamálastefnu sína gera Kínverjar það „sjálfkrafa“ líka. Þessi versnandi peningamarkaðsskilyrði í „dollarablokkinni“ hafa valdið tiltölulega hröðum samdrætti í alþjóðlegri eftirspurn og þetta er auðvitað meginástæðan fyrir því að álverð hefur hrapað. Að lokum: Íslenskt efnahagslíf hefur vissulega styrkst og verðbólguþrýstingur hefur farið vaxandi, en nú er Ísland farið að „flytja inn“ erfiðari peningamarkaðsskilyrði frá Bandaríkjunum og Kína í gegnum „álverðsfarveginn“. Svo Seðlabankinn ætti vissulega að eiga gott spjall við dr. Alúminíum um mat hans á horfunum í íslensku efnahagslífi. Það er líklegt að hann sé betri spámaður en einhver hagfræðingur í Kaupmannahöfn.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun