Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. nóvember 2015 14:00 Fornminjar frá samfélagi Súmera. Vísir/Getty Trúfélagið Zuism eða Félag Zúista á Íslandi hefur verið endurvakið á Íslandi. Félagið hyggst endurgreiða meðlimum sínum sóknargjald sem hver meðlimur greiðir í ríkissjóð. Í samtali við Arnór Bjarka Svarfdal, eins af forsprökkum trúfélagsins, segir hann að trúfélagið snúist um átrúnað á guði hinnar fornu menningarþjóðar Súmera sem byggði það sem nú er Írak fyrir um 7.000 árum. Hann segir jafnframt að trúfélagið sé skráð trú- og lífskoðunarfélag og að hafi verið endurvakið, en athygli vakti fyrr á árinu, þegar Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra skoraði á meðlimi trúfélagsins að gefa sig fram. Að sögn Arnórs Bjarka telja meðlimir trúfélagsins nokkra tugi.Ætlar að endurgreiða sóknargjöldin Í tilkynningu frá félaginu segir að Trúfélag Zúista sé ólíkt öðrum trúfélögum að því leyti að það mun endurgreiða meðlimum sínum ríkisstyrk sem nemur um 10 þúsund krónum á ári. Ríkið greiðir þennan styrk til allra trúfélaga út frá fjölda meðlima sem eru 16 ára og eldri 1. desember ár hvert. Jafnframt segir að stjórn og félagar Zúista þiggi engin laun eða aðrar greiðslur en öll umsjón fjármála eru í höndum lögmanns félagsins og endurskoðanda sem eru handhafar prókúru fyrir félagið. Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra sem fer með skráningu trú- og lífskoðunarfélag er Trúfélag Zúista á lista yfir skráð trú- eða lífskoðunarfélög en skipt var um forsvarsmenn í júní sl. Trúmál Zuism Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Trúfélagið Zuism eða Félag Zúista á Íslandi hefur verið endurvakið á Íslandi. Félagið hyggst endurgreiða meðlimum sínum sóknargjald sem hver meðlimur greiðir í ríkissjóð. Í samtali við Arnór Bjarka Svarfdal, eins af forsprökkum trúfélagsins, segir hann að trúfélagið snúist um átrúnað á guði hinnar fornu menningarþjóðar Súmera sem byggði það sem nú er Írak fyrir um 7.000 árum. Hann segir jafnframt að trúfélagið sé skráð trú- og lífskoðunarfélag og að hafi verið endurvakið, en athygli vakti fyrr á árinu, þegar Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra skoraði á meðlimi trúfélagsins að gefa sig fram. Að sögn Arnórs Bjarka telja meðlimir trúfélagsins nokkra tugi.Ætlar að endurgreiða sóknargjöldin Í tilkynningu frá félaginu segir að Trúfélag Zúista sé ólíkt öðrum trúfélögum að því leyti að það mun endurgreiða meðlimum sínum ríkisstyrk sem nemur um 10 þúsund krónum á ári. Ríkið greiðir þennan styrk til allra trúfélaga út frá fjölda meðlima sem eru 16 ára og eldri 1. desember ár hvert. Jafnframt segir að stjórn og félagar Zúista þiggi engin laun eða aðrar greiðslur en öll umsjón fjármála eru í höndum lögmanns félagsins og endurskoðanda sem eru handhafar prókúru fyrir félagið. Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra sem fer með skráningu trú- og lífskoðunarfélag er Trúfélag Zúista á lista yfir skráð trú- eða lífskoðunarfélög en skipt var um forsvarsmenn í júní sl.
Trúmál Zuism Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira