Handbolti

Kiel með mikilvægan sigur gegn Hamburg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð Gíslason þjálfar lið Kiel.
Alfreð Gíslason þjálfar lið Kiel. vísir/getty
Kiel vann sex marka sigur á Hamburg í stórleik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, en lokatölur urðu 29-23. Kiel leiddi í hálfleik 13-11.

Það voru ekki liðnar nema 39 sekúndur af leiknum þegar Piotr Grabarczyk fékk beint rautt spjald, en hann fór groddaralega í Marko Vujin.

Gestirnir létu þetta ekki á sig fá og voru ekki langt á eftir heimamönnum sem leiddu þó nánast allan fyrri hálfleikinn. Staðan 13-11 fyrir heimamönnum í Kiel í hálfleik.

Heimamenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og bættu í ef eitthvað var. Þeir voru komnir með sjö marka forystu þegar tíu mínútur voru eftir og lokatölur urðu öruggur sex marka sigur, 29-23.

Domagoj Duvnjak, Marko vujin og Niclas Ekberg skoruðu allir sjö mörk fyrir Kiel, en markahæstir gestanna voru þeir Hans Lindberg og Casper Ulrich Mortensen báðir með fimm mörk.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Kiel sem er í fimmta sætinu með átján stig, en Hamburg er í því sjöunda með fimmtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×