Handbolti

Rut og félagar í góðum málum í EHF-bikarnum

Rut skoraði eitt mark.
Rut skoraði eitt mark. vísir/vísir
Rut Jónsdóttir og stöllur hennar í Randers unnu góðan sigur á VOC Amsterdam í gær, 36-25, á heimavelli í Danmörku, en leikurinn var liður í þriðju umferð EHF-bikarsins í handknattleik.

Rut skoraði eitt mark í leiknum, en sigurinn var nánast aldrei í hættu. Síðari leikur liðanna fer fram um næstu helgi, en Rut og félagar eiga nokkuð greiða leið í sextán liða úrslitin.

Brynhildur Eddudóttir, sem leikur með Alavarium í Portúgal, er úr leik í sömu keppni. Þær töpuðu gegn Siófok frá Ungverjalandi og töpuðu tvívegis; 40-25 og 39-21. Brynhildur skoraði tvö mörk í leiknum á föstudagskvöldinu.

Fram og ÍBV náðu bæði í fín úrslit í gær, en ÍBV leikur síðari leik sinn í dag í Serbíu. Fram leikur við rúmenskt lið á heimavelli um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×