Rússneska frjálsíþróttasambandið fær að vita í dag hvort keppendur þess fái að mæta á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári.
Í rannsóknarskýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins sem birt var í byrjun vikunnar kom í ljós að Rússar hafa stundað kerfisbundna lyfjamisnotkun um árabil og eru sagðir hafa eyðilagt Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012.
Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg
Rússneska frjálsíþróttasambandið og lyfjaeftirlitið í Rússlandi sagt hafa um árabil dælt árangursbætandi efnum í íþróttamenn sína og hylmt svo yfir glæpina í samvinnu með æðstu mönnum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Sumir þeirra voru handteknir í síðustu viku.
Rússar eru búnir að skrifa Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu, IAAF, bréf þar sem þeir kenna gömlu stjórninni um það sem gerst hefur.
„Við erum sammála ákveðnum atriðum í skýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins,“ segir Vadim Zelichenok, starfandi framkvæmdastjóri rússneska frjálsíþróttasambandsins, í viðtali við TASS-fréttastofuna.
Sjá einnig:Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum
Hljóðið hefur heldur betur breyst í Rússunum frá því skýrslan kom út, en talsmaður Kremlínar byrjaði á því á þriðjudaginn að vísa öllum ásökunum um lyfjamisnotkun til föðurhúsanna.
Vladímír Pútín tjáði sig svo í fyrsta sinn um skýrsluna í fyrrakvöld og sagðist þá ætla að rannsaka skandalinn og sagði íþróttamálaráðherra sínum að ganga til verks í því. Sá hinn sami vísaði einnig öllum ásökunum á bug á miðvikudaginn.
Sjá einnig:Rússar rændu mig minni stærstu stund
„Við erum búnir að útskýra að óreglan gerðist undir forystu gömlu stjórnar rússneska frjálsíþróttsambandsins. Þetta gerðist fyrir þó nokkuð mörgum árum,“ segir Vadim Zelichenok.
Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússlands, segir að Rússar muni ekki sniðganga Ólympíuleikana á næsta ári fái frjálsíþróttamenn þeirra ekki að vera með.
Örlög Rússa ráðast í dag: Kenna gömlu stjórninni um „óregluna“
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti




Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti