Risaeðlan snýr aftur á Aldrei fór ég suður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2015 14:42 Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxafónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin Risaeðlan kemur saman á ný og spilar á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxafónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og gaf út plötuna Fame and Fossils árið 1990. Sveitin starfaði með hléum næstu árin en gáfu þó út plötuna Efta! árið 1996 og urðu útgáfutónleikar þeirrar plötu að eiginlegum lokatónleikum sveitarinnar. „Það verða að teljast frábær tíðindi fyrir tónlistaráhugafólk, en sveitin þótti með því allra skemmtilegasta og ferskasta í íslenskri tónlist á tíunda áratugnum,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Hljómsveitin hefur nú svarað kallinu frá Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og kemur fram opinberlega í fyrsta sinn eftir tuttugu ára fjarveru. Allir fyrrnefndir liðsmenn sveitarinnar spila með Risaeðlunni um páskana. Það er mikil tilhlökkun í framvarðasveit Aldrei fór ég suður fyrir endurkomu Risaeðlunnar og jafnframt þakklæti í garð hljómsveitarinnar fyrir að taka fyrirpurn okkar um tónleikahald jafn vel og raun varð á.“Úlfur Úlfur og Agent Fresco koma fram Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda sinn og verður eins og áður á Ísafirði um páskana. Hátíðin hefur stækkað síðustu ár og teygt anga sína um sveitarfélagið, þar sem tónlist og fjölbreyttir viðburðir hafa sett mikinn svip á bæinn. Aðaldagskráin um næstu páska stendur yfir í tvo daga, föstudaginn langa og laugardag þar á eftir og ýmsa hliðardagskrá verður að finna frá miðvikudegi til sunnudags. Fyrstu atriðin sem kynnt eru til sögunnar ásamt Risaeðlunni eru: rappsveitin vinsæla Úlfur Úlfur, Agent Fresco sem eru á mikilli siglingu þessa dagana með nýrri plötu sinni, rokksveitin goðsagnakennda Strigaskór nr. 42 og ísfirska salsarokksveitin Mamma Hestur sem ekki hefur komið saman í árafjöld. „Annað eins á eftir að bætast við á listann og hátíðin ætti því að vera mikið tilhlökkunarefni fyrir tónlistarunnendur. Það er því ekki seinna vænna en að hefja undirbúning heimsóknar til Vestfjarða um páskana í enda marsmánaðar á næsta ári.“ Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
Hljómsveitin Risaeðlan kemur saman á ný og spilar á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxafónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og gaf út plötuna Fame and Fossils árið 1990. Sveitin starfaði með hléum næstu árin en gáfu þó út plötuna Efta! árið 1996 og urðu útgáfutónleikar þeirrar plötu að eiginlegum lokatónleikum sveitarinnar. „Það verða að teljast frábær tíðindi fyrir tónlistaráhugafólk, en sveitin þótti með því allra skemmtilegasta og ferskasta í íslenskri tónlist á tíunda áratugnum,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Hljómsveitin hefur nú svarað kallinu frá Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og kemur fram opinberlega í fyrsta sinn eftir tuttugu ára fjarveru. Allir fyrrnefndir liðsmenn sveitarinnar spila með Risaeðlunni um páskana. Það er mikil tilhlökkun í framvarðasveit Aldrei fór ég suður fyrir endurkomu Risaeðlunnar og jafnframt þakklæti í garð hljómsveitarinnar fyrir að taka fyrirpurn okkar um tónleikahald jafn vel og raun varð á.“Úlfur Úlfur og Agent Fresco koma fram Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda sinn og verður eins og áður á Ísafirði um páskana. Hátíðin hefur stækkað síðustu ár og teygt anga sína um sveitarfélagið, þar sem tónlist og fjölbreyttir viðburðir hafa sett mikinn svip á bæinn. Aðaldagskráin um næstu páska stendur yfir í tvo daga, föstudaginn langa og laugardag þar á eftir og ýmsa hliðardagskrá verður að finna frá miðvikudegi til sunnudags. Fyrstu atriðin sem kynnt eru til sögunnar ásamt Risaeðlunni eru: rappsveitin vinsæla Úlfur Úlfur, Agent Fresco sem eru á mikilli siglingu þessa dagana með nýrri plötu sinni, rokksveitin goðsagnakennda Strigaskór nr. 42 og ísfirska salsarokksveitin Mamma Hestur sem ekki hefur komið saman í árafjöld. „Annað eins á eftir að bætast við á listann og hátíðin ætti því að vera mikið tilhlökkunarefni fyrir tónlistarunnendur. Það er því ekki seinna vænna en að hefja undirbúning heimsóknar til Vestfjarða um páskana í enda marsmánaðar á næsta ári.“
Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira