Páll Winkel furðar sig á reiðnámskeiðinu Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2015 12:05 Tölvupóstar milli Páls og Björns um reiðnámskeið á Kvíabryggju eru athyglisverðir. Vísir greindi frá því í morgun að til stæði af hálfu Landbúnaðarháskóla Íslands að halda reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju. Það var blásið af í gærkvöldi. Vísir hefur undir höndum tölvupóstasamskipti Páls E. Winkels fangelsismálastjóra og Björns Þorsteinssonar rektors þar sem fram kemur að Páll sér ýmsa meinbugi á fyrirhuguðu námskeiðahaldi og ekki er ofsagt að hann furði sig á þessum fyrirætlunum. Það kemur fram í tölvupóstum milli Páls og Björns sem sjá má hér neðar. Þar spyr Páll meðal annars og með öðrum orðum, hvort fyrirhugað sé að rétta af fjárhag háskóla í fjárþröng með því að gera út á stönduga fanga.Grjótharðar spurningar fangelsismálastjóra Páll skrifar Birni 28. október bréf þar sem hann spyr út í fyrirhugað námskeið. „Sæll Björn, mér hafa borist upplýsingar um beiðni refsifanga í Fangelsinu Kvíabryggju þar sem óskað er eftir leyfi til náms við Landbúnaðarháskóla Íslands, að sögn fangans. Raunar mun námið tengt fyrirtækinu Reiðmanninum en samkvæmt fullyrðingu refsifangans er námið á vegum þess skóla sem þú veitir forstöðu. Námið mun m.a. fela í sér verklega kennslu sem kennt er í alls 16 daga, allt saman um helgar, í fullbúinni reiðskemmu, á næsta bæ við fangelsið þar sem fengist hefur hesthúsapláss með fullum afnotum í sex mánuði. Fullyrt er að verknámið hefjist 7. nóvember nk. og ljúki 3. apríl nk. Í tengslum við beiðni refsifangans óska ég eftir eftirfarandi upplýsingum: 1. Er rétt að Landbúnaðarháskólinn standi fyrir þessu námi? 2. Hver er kostnaður við námið? 3. Hver greiðir kostnaðinn sem af náminu hlýst, þ.e. reiðhöll, laun kennara um helgar, hross o.s.frv.? 4. Hvers vegna ákveður Landbúnaðarháskólinn að bjóða upp á þetta nám á þessu tímapunkti við Fangelsið Kvíabryggju? 5. Má Fangelsismálastofnun gera ráð fyrir að skólinn muni framvegis bjóða upp á sambærilegt nám við Fangelsið Kvíabryggju óski sambærilegur fjöldi nemenda eftir námi? 6. Býður Landbúnaðarháskólinn upp á námið fyrir fanga í öðrum fangelsum? Ef ekki, hvers vegna? Fangelsi eru rekin í Reykjavík, Eyrarbakka og Akureyri. 7. Gerði Landbúnaðarháskólinn ráð fyrir þessu námi í rekstaráætlun skólans fyrir yfirstandandi ár? Ég er með fleiri spurningar en læt þetta duga að sinni. Fangelsismálastofnun fagnar sérstaklega að Landbúnaðarháskólinn sýni áhuga á að sinna námi fyrir refsifanga á Íslandi og gerir ráð fyrir að áframhald verði á því. Ég bendi á að verði óskað eftir upplýsingum um tilkomu þessa náms áskil ég mér rétt til að birta spurningar þessar sem og svör enda ekkert í rekstri Fangelsismálastofnunar sem ekki þoli umfjöllun ef frá eru taldar persónugreinanlegar upplýsingar. Með góðri kveðju, Páll E. Winkel Forstjóri / Director General“Engum dottið þetta í hug fyrrÞennan sama dag svarar Björn rektor, undir miðnætti, fyrirspurnum Páls og sendir afrit á Skúla Þór Gunnsteinsson og Heimi Gunnarsson. Subject: Re: Nám við Kvíabryggju Importance: High „Sæll Páll, Ég hef haft samband við umsjónarmann reiðmannsins, Heimi Gunnarsson sem er okkar starfsmaður í Endurmenntunardeild og fengið frá honum eftirfarandi svör við spurningum þínum: 1. Endurmenntunardeild LbhÍ stendur fyrir þessari námskeiðaröð. 2. Áætlaður heildarkostnaður við þessa námskeiðaröð er 2.690.000 miðað við fimm nemendur og því 538.000 á mann. Innifalið í heildarpakka hvers nemanda er hesthúspláss í 6 mánuði að Bergi og aðgangur að reiðaðstöðu, bóklegu áfangarnir Hestamennska REI1000 og Reiðmennska A REI2000 og verklegu áfangarnir Hestamennska REI1500 og Reiðmennska A REI2500. Þetta eru samtals 16,5 framhaldsskólaeiningar. 3. Nemendur greiða skólanum námskeiðsgjald. Skólinn greiðir fyrir leigu á aðstöðu yfir tímabilið og laun kennara en nemendur þurfa að útvega sér námsgögnin sjálfir, þ.e. sjálf hrossin og reiðtygi. 4. Endurmenntunardeild skólans barst fyrirspurn um hvort mögulegt væri að bjóða upp á slíkt námskeið á Bergi. Endurmenntunardeildin hefur alltaf reynt að bregðast við slíkum fyrirspurnum hvaðan sem þær koma og má til dæmis nefna að nú í haust fór af stað svipað námskeið í Hafnarfirði sem kom til vegna fyrirspurnar frá áhugasömum hópi fólks sem hafði tekið sig saman og óskað eftir námskeiði þar. 5. Svo framarlega sem námskeiðið gengur upp fjárhagslega fyrir skólann og aðstaða er fyrir hendi erum við boðin og búin að bjóða upp á slíkt hvar sem er, hvenær sem er og fyrir hverja sem er. 6. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem boðið hefur verið upp á slíkt námskeið fyrir fanga. Ástæðan er sem fyrr greinir vegna fyrirspurnar sem barst og líklega hefur bara engum dottið þetta í hug fyrr. Frá okkar bæjardyrum séð er vel mögulegt að bjóða upp á slíkt fyrir fanga í öðrum fangelsum ef áhugi er fyrir hendi. Sama gildur væntanlega um önnur námskeið á vegum Endurmenntunardeildar. Þetta voru svör umsjónarmanns. Ég bæti við svari við spurningu 7 hvað rekstraráætlun LbhÍ varðar kemur námskeiðahald af þessum toga þeirri áætlun ekki við. Endurmenntunardeild er gert að standa undir sér, en þarf þó ekki að skila hagnaði. Ef einhverjir meinbugir eru á þessu fyrirtæki af hálfu þinnar stofnunar óska ég eftir ábendingum þínum þar um svo við getum brugðist við. Með kveðju, Björn Þorsteinsson rektor“Námskeiðið mun vekja athygli Páll svarar bréfi Björns að morgni dags 30. október og það er ljóst að fangelsismálastjóri er allt annað en ánægður með þróun mála: „Sæll, sem sagt að allir fangar eru jafnir fyrir þessu ef þeir geta borgað 538.000 kr. auk þess að greiða fyrir hross og annan aukabúnað. Ekki kemur fram hvaðan fyrirspurn barst en ég legg hér með fram fyrirspurn um sambærilegt nám fyrir aðra fanga á Litla-Hrauni, Sogni og Akureyri, að skólinn auglýsi slíkt og kanni áhuga annarra fanga landsins. Þá átta ég mig ekki á hver sá um að finna reiðskemmu í nágrenni fangelsisins og skipuleggja það áður en námskeið var auglýst en það hlýtur að hafa verið skólinn. Ég geri ráð fyrir að þetta sé námskeið sem hafi verið skipulagt og auglýst eins og gengur og gerist og þið verið í góðu samráði við námsráðgjafa í fangelsum ríkisins. Það er ljóst að þetta námskeið mun vekja athygli. Ég mun vísa öllum fyrirspurnum ráðuneyta og fjölmiðla til þín enda er þetta ekki á ábyrgð né kostað af Fangelsismálastofnun. Með góðri kveðju, Páll E. Winkel Forstjóri / Director General“Fangar ekki markhópurBjörn rektor svarar Páli 2. nóvember og áréttar að þetta sé ekki liður í fjármögnun háskólans með því að benda á að fangar séu ekki markhópur. Sæll Páll, Ég vil árétta varðandi fyrirspurn þína um sambærilegt námskeiðahald fyrir fanga annarstaðar, að fangar eru í okkar huga ekki markhópur sem við erum að sinna umfram aðra í þjóðfélaginu. Við reynum að gæta jafnræðis gagnvart öllum hópum einstaklinga (þess vegna öðrum föngum í öðrum fangelsum) þannig að berist beiðni annarsstaðar að verður það erindi skoðað eins og önnur sem okkur berast. Skólinn áskilur sér auðvitað rétt til að meta hvort hægt sé að verða við beiðnum út frá forsendum aðgengilegrar aðstöðu, tiltækum kennslukröftum og öðrum þáttum sem kunna að vera afgerandi. Ég vil benda á að á heimasíðu stofnunarinnar- Endurmenntun þar sem stendur: „..þá er boðið upp á sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og hópa eftir nánara samkomulagi" Með kveðju, Björn Þorsteinsson rektor.“ Tengdar fréttir Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs. 10. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að til stæði af hálfu Landbúnaðarháskóla Íslands að halda reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju. Það var blásið af í gærkvöldi. Vísir hefur undir höndum tölvupóstasamskipti Páls E. Winkels fangelsismálastjóra og Björns Þorsteinssonar rektors þar sem fram kemur að Páll sér ýmsa meinbugi á fyrirhuguðu námskeiðahaldi og ekki er ofsagt að hann furði sig á þessum fyrirætlunum. Það kemur fram í tölvupóstum milli Páls og Björns sem sjá má hér neðar. Þar spyr Páll meðal annars og með öðrum orðum, hvort fyrirhugað sé að rétta af fjárhag háskóla í fjárþröng með því að gera út á stönduga fanga.Grjótharðar spurningar fangelsismálastjóra Páll skrifar Birni 28. október bréf þar sem hann spyr út í fyrirhugað námskeið. „Sæll Björn, mér hafa borist upplýsingar um beiðni refsifanga í Fangelsinu Kvíabryggju þar sem óskað er eftir leyfi til náms við Landbúnaðarháskóla Íslands, að sögn fangans. Raunar mun námið tengt fyrirtækinu Reiðmanninum en samkvæmt fullyrðingu refsifangans er námið á vegum þess skóla sem þú veitir forstöðu. Námið mun m.a. fela í sér verklega kennslu sem kennt er í alls 16 daga, allt saman um helgar, í fullbúinni reiðskemmu, á næsta bæ við fangelsið þar sem fengist hefur hesthúsapláss með fullum afnotum í sex mánuði. Fullyrt er að verknámið hefjist 7. nóvember nk. og ljúki 3. apríl nk. Í tengslum við beiðni refsifangans óska ég eftir eftirfarandi upplýsingum: 1. Er rétt að Landbúnaðarháskólinn standi fyrir þessu námi? 2. Hver er kostnaður við námið? 3. Hver greiðir kostnaðinn sem af náminu hlýst, þ.e. reiðhöll, laun kennara um helgar, hross o.s.frv.? 4. Hvers vegna ákveður Landbúnaðarháskólinn að bjóða upp á þetta nám á þessu tímapunkti við Fangelsið Kvíabryggju? 5. Má Fangelsismálastofnun gera ráð fyrir að skólinn muni framvegis bjóða upp á sambærilegt nám við Fangelsið Kvíabryggju óski sambærilegur fjöldi nemenda eftir námi? 6. Býður Landbúnaðarháskólinn upp á námið fyrir fanga í öðrum fangelsum? Ef ekki, hvers vegna? Fangelsi eru rekin í Reykjavík, Eyrarbakka og Akureyri. 7. Gerði Landbúnaðarháskólinn ráð fyrir þessu námi í rekstaráætlun skólans fyrir yfirstandandi ár? Ég er með fleiri spurningar en læt þetta duga að sinni. Fangelsismálastofnun fagnar sérstaklega að Landbúnaðarháskólinn sýni áhuga á að sinna námi fyrir refsifanga á Íslandi og gerir ráð fyrir að áframhald verði á því. Ég bendi á að verði óskað eftir upplýsingum um tilkomu þessa náms áskil ég mér rétt til að birta spurningar þessar sem og svör enda ekkert í rekstri Fangelsismálastofnunar sem ekki þoli umfjöllun ef frá eru taldar persónugreinanlegar upplýsingar. Með góðri kveðju, Páll E. Winkel Forstjóri / Director General“Engum dottið þetta í hug fyrrÞennan sama dag svarar Björn rektor, undir miðnætti, fyrirspurnum Páls og sendir afrit á Skúla Þór Gunnsteinsson og Heimi Gunnarsson. Subject: Re: Nám við Kvíabryggju Importance: High „Sæll Páll, Ég hef haft samband við umsjónarmann reiðmannsins, Heimi Gunnarsson sem er okkar starfsmaður í Endurmenntunardeild og fengið frá honum eftirfarandi svör við spurningum þínum: 1. Endurmenntunardeild LbhÍ stendur fyrir þessari námskeiðaröð. 2. Áætlaður heildarkostnaður við þessa námskeiðaröð er 2.690.000 miðað við fimm nemendur og því 538.000 á mann. Innifalið í heildarpakka hvers nemanda er hesthúspláss í 6 mánuði að Bergi og aðgangur að reiðaðstöðu, bóklegu áfangarnir Hestamennska REI1000 og Reiðmennska A REI2000 og verklegu áfangarnir Hestamennska REI1500 og Reiðmennska A REI2500. Þetta eru samtals 16,5 framhaldsskólaeiningar. 3. Nemendur greiða skólanum námskeiðsgjald. Skólinn greiðir fyrir leigu á aðstöðu yfir tímabilið og laun kennara en nemendur þurfa að útvega sér námsgögnin sjálfir, þ.e. sjálf hrossin og reiðtygi. 4. Endurmenntunardeild skólans barst fyrirspurn um hvort mögulegt væri að bjóða upp á slíkt námskeið á Bergi. Endurmenntunardeildin hefur alltaf reynt að bregðast við slíkum fyrirspurnum hvaðan sem þær koma og má til dæmis nefna að nú í haust fór af stað svipað námskeið í Hafnarfirði sem kom til vegna fyrirspurnar frá áhugasömum hópi fólks sem hafði tekið sig saman og óskað eftir námskeiði þar. 5. Svo framarlega sem námskeiðið gengur upp fjárhagslega fyrir skólann og aðstaða er fyrir hendi erum við boðin og búin að bjóða upp á slíkt hvar sem er, hvenær sem er og fyrir hverja sem er. 6. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem boðið hefur verið upp á slíkt námskeið fyrir fanga. Ástæðan er sem fyrr greinir vegna fyrirspurnar sem barst og líklega hefur bara engum dottið þetta í hug fyrr. Frá okkar bæjardyrum séð er vel mögulegt að bjóða upp á slíkt fyrir fanga í öðrum fangelsum ef áhugi er fyrir hendi. Sama gildur væntanlega um önnur námskeið á vegum Endurmenntunardeildar. Þetta voru svör umsjónarmanns. Ég bæti við svari við spurningu 7 hvað rekstraráætlun LbhÍ varðar kemur námskeiðahald af þessum toga þeirri áætlun ekki við. Endurmenntunardeild er gert að standa undir sér, en þarf þó ekki að skila hagnaði. Ef einhverjir meinbugir eru á þessu fyrirtæki af hálfu þinnar stofnunar óska ég eftir ábendingum þínum þar um svo við getum brugðist við. Með kveðju, Björn Þorsteinsson rektor“Námskeiðið mun vekja athygli Páll svarar bréfi Björns að morgni dags 30. október og það er ljóst að fangelsismálastjóri er allt annað en ánægður með þróun mála: „Sæll, sem sagt að allir fangar eru jafnir fyrir þessu ef þeir geta borgað 538.000 kr. auk þess að greiða fyrir hross og annan aukabúnað. Ekki kemur fram hvaðan fyrirspurn barst en ég legg hér með fram fyrirspurn um sambærilegt nám fyrir aðra fanga á Litla-Hrauni, Sogni og Akureyri, að skólinn auglýsi slíkt og kanni áhuga annarra fanga landsins. Þá átta ég mig ekki á hver sá um að finna reiðskemmu í nágrenni fangelsisins og skipuleggja það áður en námskeið var auglýst en það hlýtur að hafa verið skólinn. Ég geri ráð fyrir að þetta sé námskeið sem hafi verið skipulagt og auglýst eins og gengur og gerist og þið verið í góðu samráði við námsráðgjafa í fangelsum ríkisins. Það er ljóst að þetta námskeið mun vekja athygli. Ég mun vísa öllum fyrirspurnum ráðuneyta og fjölmiðla til þín enda er þetta ekki á ábyrgð né kostað af Fangelsismálastofnun. Með góðri kveðju, Páll E. Winkel Forstjóri / Director General“Fangar ekki markhópurBjörn rektor svarar Páli 2. nóvember og áréttar að þetta sé ekki liður í fjármögnun háskólans með því að benda á að fangar séu ekki markhópur. Sæll Páll, Ég vil árétta varðandi fyrirspurn þína um sambærilegt námskeiðahald fyrir fanga annarstaðar, að fangar eru í okkar huga ekki markhópur sem við erum að sinna umfram aðra í þjóðfélaginu. Við reynum að gæta jafnræðis gagnvart öllum hópum einstaklinga (þess vegna öðrum föngum í öðrum fangelsum) þannig að berist beiðni annarsstaðar að verður það erindi skoðað eins og önnur sem okkur berast. Skólinn áskilur sér auðvitað rétt til að meta hvort hægt sé að verða við beiðnum út frá forsendum aðgengilegrar aðstöðu, tiltækum kennslukröftum og öðrum þáttum sem kunna að vera afgerandi. Ég vil benda á að á heimasíðu stofnunarinnar- Endurmenntun þar sem stendur: „..þá er boðið upp á sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og hópa eftir nánara samkomulagi" Með kveðju, Björn Þorsteinsson rektor.“
Tengdar fréttir Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs. 10. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs. 10. nóvember 2015 09:55