Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Fólk safnaðist saman við lögreglustöðina í gær og krafðist breytinga á meðferð kynferðisbrotamála. Einhverjir köstuðu eggjum í lögreglustöðina. Fréttablaðið/Vilhelm Hart var sótt að lögreglu á samfélagsmiðlum vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í gær um tvö kynferðisafbrotamál sem lögreglan hefur til rannsóknar. Greint var frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði gert húsleit í íbúð í Hlíðunum sem annar meintur gerandinn í málinu hefur til umráða. Fréttablaðið greindi frá árásunum fyrir helgi, en þær eiga báðar að hafa átt sér stað í október. Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda bæði nám. Honum hefur verið vikið tímabundið frá skólanum. Hinn er á svipuðum aldri og er starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur.Tvær kærur hafa verið lagðar fram í málinuEkki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum og mættu hundruð manns fyrir framan Lögreglustöðina við Hverfisgötu í því skyni að mótmæla því, sem og aðgerðaleysi yfirvalda í kynferðisbrotamálum. Fjöldi fólks steig í pontu og sagði sögur af eigin reynslu af viðbrögðum lögreglu vegna kynferðisbrotamála. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, ávarpaði hópinn og sagði að lögreglan myndi gera sitt besta til að gera betur. Lögreglustjórinn fékk ekki góðar móttökur hjá mótmælendum sem púuðu og hrópuðu margir að það væri greinilega ekki nóg. „Mér fannst þetta alveg magnað. Ég dáist að öllu þessu unga fólki sem tjáði sig,“ segir Oddný Arnarsdóttir, skipuleggjandi mótmælanna. „Ég fór og ræddi aðeins við lögreglustjórann sem sagði meðal annars að henni þætti leiðinlegt að þetta væri það fyrsta sem kæmi út eftir að ný kynferðisbrotadeild væri stofnuð,“ segir Oddný og bætir við að frétt Fréttablaðsins í gær hafi aðeins verið enn ein fréttin um vanhæfi og getuleysi yfirvalda í því að taka þessi mál föstum tökum.Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/PjeturÍ Fréttablaðinu í gær var greint frá því að árásirnar hefðu verið hrottalegar og íbúðin hefði verið búin tækjum til að beita ofbeldi. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, segir að þó svo að fólk eigi tæki og tól þá sé það eitt og sér ekki refsivert. „Í okkar gögnum höfum við ekki neitt sem sýnir að íbúðin sé útbúin til nauðgana og við getum ekki fullyrt neitt um það. Þetta er þó matskennt hugtak sem og önnur hugtök sem maður hefur séð í dag, til dæmis hugtakið raðnauðganir,“ segir Alda og bætir við að hún vonist til þess að umræðan muni koma til með að bæta kerfið. Alda vill ekki gefa það upp hvað nákvæmlega hafi verið lagt hald á við húsleit í íbúðinni. „Við haldleggjum það sem við teljum ástæðu til við húsleitir og gæti verið notað sem sönnunargögn í málinu.“ Hún segir enga afstöðu hafa verið tekna til þess hvort gerð hafi verið mistök þegar ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Við erum að rýna í það.“ Á mótmælunum voru margir reiðir yfir því að báðir meintir gerendur væru farnir úr landi en samkvæmt heimildum Vísis er það raunin. „Af hverju var þá ekki allavega farið fram á farbann?“ hrópaði einn mótmælandinn við góðar undirtektir. Að sögn Öldu er farbanni sjaldnast beitt á íslenska ríkisborgara. „Við erum þó aðilar að alþjóðasáttmála sem gerir það að verkum að við getum fengið íslenska ríkisborgara framselda vegna ætlaðra glæpa.“ Hlíðamálið Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Hart var sótt að lögreglu á samfélagsmiðlum vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í gær um tvö kynferðisafbrotamál sem lögreglan hefur til rannsóknar. Greint var frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði gert húsleit í íbúð í Hlíðunum sem annar meintur gerandinn í málinu hefur til umráða. Fréttablaðið greindi frá árásunum fyrir helgi, en þær eiga báðar að hafa átt sér stað í október. Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda bæði nám. Honum hefur verið vikið tímabundið frá skólanum. Hinn er á svipuðum aldri og er starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur.Tvær kærur hafa verið lagðar fram í málinuEkki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum og mættu hundruð manns fyrir framan Lögreglustöðina við Hverfisgötu í því skyni að mótmæla því, sem og aðgerðaleysi yfirvalda í kynferðisbrotamálum. Fjöldi fólks steig í pontu og sagði sögur af eigin reynslu af viðbrögðum lögreglu vegna kynferðisbrotamála. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, ávarpaði hópinn og sagði að lögreglan myndi gera sitt besta til að gera betur. Lögreglustjórinn fékk ekki góðar móttökur hjá mótmælendum sem púuðu og hrópuðu margir að það væri greinilega ekki nóg. „Mér fannst þetta alveg magnað. Ég dáist að öllu þessu unga fólki sem tjáði sig,“ segir Oddný Arnarsdóttir, skipuleggjandi mótmælanna. „Ég fór og ræddi aðeins við lögreglustjórann sem sagði meðal annars að henni þætti leiðinlegt að þetta væri það fyrsta sem kæmi út eftir að ný kynferðisbrotadeild væri stofnuð,“ segir Oddný og bætir við að frétt Fréttablaðsins í gær hafi aðeins verið enn ein fréttin um vanhæfi og getuleysi yfirvalda í því að taka þessi mál föstum tökum.Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/PjeturÍ Fréttablaðinu í gær var greint frá því að árásirnar hefðu verið hrottalegar og íbúðin hefði verið búin tækjum til að beita ofbeldi. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, segir að þó svo að fólk eigi tæki og tól þá sé það eitt og sér ekki refsivert. „Í okkar gögnum höfum við ekki neitt sem sýnir að íbúðin sé útbúin til nauðgana og við getum ekki fullyrt neitt um það. Þetta er þó matskennt hugtak sem og önnur hugtök sem maður hefur séð í dag, til dæmis hugtakið raðnauðganir,“ segir Alda og bætir við að hún vonist til þess að umræðan muni koma til með að bæta kerfið. Alda vill ekki gefa það upp hvað nákvæmlega hafi verið lagt hald á við húsleit í íbúðinni. „Við haldleggjum það sem við teljum ástæðu til við húsleitir og gæti verið notað sem sönnunargögn í málinu.“ Hún segir enga afstöðu hafa verið tekna til þess hvort gerð hafi verið mistök þegar ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Við erum að rýna í það.“ Á mótmælunum voru margir reiðir yfir því að báðir meintir gerendur væru farnir úr landi en samkvæmt heimildum Vísis er það raunin. „Af hverju var þá ekki allavega farið fram á farbann?“ hrópaði einn mótmælandinn við góðar undirtektir. Að sögn Öldu er farbanni sjaldnast beitt á íslenska ríkisborgara. „Við erum þó aðilar að alþjóðasáttmála sem gerir það að verkum að við getum fengið íslenska ríkisborgara framselda vegna ætlaðra glæpa.“
Hlíðamálið Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira