Loftslagsgangan þrýstir á um róttækar aðgerðir í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2015 20:15 Fjölmörg samtök sem stóðu fyrir loftlagsgöngu í Reykjavík í dag þrýsta á að íslensk stjórnvöld gangi lengra í loftslagsmálum en gert er ráð fyrir í því umboði sem samninganefnd Íslands fer með á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Fólk kom saman í fimmtán hundruð borgum heimsins í dag til að brýna þjóðarleiðtoga heimsins sem hittast í París á morgun til aðgerða í loftslagsmálum og Reykjavík var þar engin undantekning. Það var táknrænt að fólk safnaðist saman við söluturninn Drekann í Þingholtunum, eða á drekasvæðinu eins og skipuleggjendur göngunnar kölluðu það. þaðan var gengið upp Kárastíg og niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. Hópurinn vill að íslenska sendinefndin gangi lengra en gert er ráð fyrir í markmiðum íslensku sendinefndarinnar, að sögn Hildar Knútsdóttur verkefnisstjóra hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Það eru þrjár megin kröfur. Að Ísland dragi úr losun um 40 prósent fyrir 2030 og að Ísland stefni að kolefnisleysi fyrir 2050. Síðan að ekki verði leitað að olíu á Drekasvæðinuog við höldum á svörtum dreka til að minna á það. Vegna þess að það samræmist ekki að draga úr losun og ætla svo að leita að meiri olíu til að brenna,“ segir Hildur. Meiri vonir séu bundnar við Parísar ráðstefnuna en Kaupmannahafnarráðstefnunnar fyrir sex árum. „Já, það má náttúrlega ekki tapa voninni vegna þess að þá fyrst er baráttan töpuð. Það er rosalega margt búið að gerast. Það voru allir mjög svektir eftir ráðstefnuna í Kaupmannahöfn og héldu að þetta væri bara búið. En núna virðist alla vega vera kominn vilji til að ná samningum,“ segir Hildur. Ein afdrifaríkustu áhrif hlýnunar jarðar hér á landi er súrnun sjávar sem getur haft gríðarlega skaðleg áhrif á allt lífríkið. Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi er sérfræðingur í þeim málum. Þegar hún ávarpaði fundinn á Lækjartorgi sagði hún litla sögu sem hófst með jarðeldsneytisveislu sem byrjaði í heiminum upp úr 1950. „Á endanum sammæltust flestir í veilsunni um að jarðeldsneytis partýið hefði verið fínt framan afen væri orðið ömurlegt. Það var nefninlega verið að tala um nýtt partý. Partý þar sem hollari orkugjafar væru á boðstólnum. Sólarepli, vindorkustangir, vatnsorkustyrkir. Þetta hljómaði æðislega,“ sagði Hrönn Egilsdóttir.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór í gönguna og tók þessar myndir af þeim sem þar voru. Loftslagsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
Fjölmörg samtök sem stóðu fyrir loftlagsgöngu í Reykjavík í dag þrýsta á að íslensk stjórnvöld gangi lengra í loftslagsmálum en gert er ráð fyrir í því umboði sem samninganefnd Íslands fer með á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Fólk kom saman í fimmtán hundruð borgum heimsins í dag til að brýna þjóðarleiðtoga heimsins sem hittast í París á morgun til aðgerða í loftslagsmálum og Reykjavík var þar engin undantekning. Það var táknrænt að fólk safnaðist saman við söluturninn Drekann í Þingholtunum, eða á drekasvæðinu eins og skipuleggjendur göngunnar kölluðu það. þaðan var gengið upp Kárastíg og niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. Hópurinn vill að íslenska sendinefndin gangi lengra en gert er ráð fyrir í markmiðum íslensku sendinefndarinnar, að sögn Hildar Knútsdóttur verkefnisstjóra hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Það eru þrjár megin kröfur. Að Ísland dragi úr losun um 40 prósent fyrir 2030 og að Ísland stefni að kolefnisleysi fyrir 2050. Síðan að ekki verði leitað að olíu á Drekasvæðinuog við höldum á svörtum dreka til að minna á það. Vegna þess að það samræmist ekki að draga úr losun og ætla svo að leita að meiri olíu til að brenna,“ segir Hildur. Meiri vonir séu bundnar við Parísar ráðstefnuna en Kaupmannahafnarráðstefnunnar fyrir sex árum. „Já, það má náttúrlega ekki tapa voninni vegna þess að þá fyrst er baráttan töpuð. Það er rosalega margt búið að gerast. Það voru allir mjög svektir eftir ráðstefnuna í Kaupmannahöfn og héldu að þetta væri bara búið. En núna virðist alla vega vera kominn vilji til að ná samningum,“ segir Hildur. Ein afdrifaríkustu áhrif hlýnunar jarðar hér á landi er súrnun sjávar sem getur haft gríðarlega skaðleg áhrif á allt lífríkið. Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi er sérfræðingur í þeim málum. Þegar hún ávarpaði fundinn á Lækjartorgi sagði hún litla sögu sem hófst með jarðeldsneytisveislu sem byrjaði í heiminum upp úr 1950. „Á endanum sammæltust flestir í veilsunni um að jarðeldsneytis partýið hefði verið fínt framan afen væri orðið ömurlegt. Það var nefninlega verið að tala um nýtt partý. Partý þar sem hollari orkugjafar væru á boðstólnum. Sólarepli, vindorkustangir, vatnsorkustyrkir. Þetta hljómaði æðislega,“ sagði Hrönn Egilsdóttir.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór í gönguna og tók þessar myndir af þeim sem þar voru.
Loftslagsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira