Ísland með 102 fulltrúa á ráðstefnu í Ástralíu Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2015 19:45 Er nauðsynlegt að Ísland sendi yfir fjörutíu manns á loftlagsráðstefnu í París? Eða yfir eitthundrað manns á jarðhitaráðstefnu í Ástralíu? Hvað skyldi hafa kostað að senda allan þennan mannskap á ráðstefnu hinumegin á hnettinum? Fréttir af því að Reykjavíkurborg sé að senda tólf manns á ráðstefnu til Parísar hafa vakið gagnrýni og spurningar um hvernig opinberir aðilar ráðstafa fjármunum. Við spyrjum líka: Var virkilega nauðsynlegt að senda nánast heilan flugvélarfarm af fólki alla leið til Ástralíu síðastliðið vor? Ráðstefnan sem þótti svona mikilvæg var heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins, haldið í Melbourne í lok aprílmánaðar. Á kynningarmyndbandi mátti sjá hvað þátttakendum bauðst að skoða í borginni og nágrenni hennar. Frá setningarathöfn Jarðhitaráðstefnunnar í Melbourne.Mynd/World Geothermal Congress. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en á lista ráðstefnunnar yfir 1600 þátttakendur má sjá að 102 voru skráðir frá Íslandi. Okkur telst til að kostnaður um 60 þeirra hafi verið greiddur af íslensku skattfé eða af fyrirtækjum og stofnunum í eigu ríkis og sveitarfélaga. Leitarvélar á netinu gáfu okkur upp að hagstæðasta flugleiðin frá Íslandi væri um Amsterdam og Abu Dhabi og ferðatíminn um 36 klukkustundir enda er verið að tala um heimsreisu. Svo bættist við kynnisferð til Nýja Sjálands. Flestir Ástralíufarar voru skráðir á ISOR, eða 26 talsins, þar af sjö makar. Á Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar voru 14 skráðir, þar af 4 makar, en talsmenn þessara aðila taka fram að makar hafi sjálfir borið kostnaðinn. Landsvirkjun sendi tíu manns, Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna sjö, og HS Orka og Háskólinn í Reykavík sex hvor. Einnig fóru starfsmenn frá Háskóla Íslands (4), Orkustofnun (3), Þróunarsamvinnustofnun (2), iðnaðarráðuneyti (2), Náttúrufræðistofnun (1) og Nýsköpunarmiðstöð (1). Einkafyrirtæki sendu einnig fulltrúa, þar á meðal Efla (3), Verkís (3), Mannvit (2) og Jarðboranir (1). Um kostnað segir ISOR að í boði hafi verið ferðastyrkur til sérfræðinga sem fluttu erindi eða voru með veggspjald á ráðstefnunni, að hámarki 500 þúsund krónur, heildarkostnaður ISOR hafi numið 8,7 milljónum króna eða um 460 þúsund krónum á mann. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar var heildarkostnaður þeirra 12,3 milljónir króna eða 1.120 þúsund krónur á mann, miðað við ellefu fulltrúa sem greitt var fyrir. Landsvirkjun segir sinn heildarkostnað vegna ráðstefnunnar um 8 milljónir króna eða um 800 þúsund krónur á mann. Talsmenn þessara aðila benda á að heimsþingið sé stærsti viðburðurinn í jarðhitageiranum, haldið á fimm ára fresti, og sú staðreynd að það næsta verði á Íslandi hafi ýtt undir íslenska þátttöku. Þetta sé jafnframt helsta markaðstorg jarðhitarannsókna og jarðhitaþjónustu í heiminum. Það má áætla að heildarferðakostnaður allra fulltrúa frá Íslandi á Ástralíuráðstefnunni hafi numið um eitthundrað milljónum króna. En áður en við hneykslumst þá er kannski rétt að hafa í huga, til að sanngirni sé nú gætt, að íslenski jarðhitageirinn hefur á undanförnum árum sennilega aflað verkefna víða um heim sem hlaupa á milljörðum króna. Við kynningarbás Íslands í Melbourne.Mynd/Íslandsstofa. Loftslagsmál Tengdar fréttir Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann "Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 6. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Er nauðsynlegt að Ísland sendi yfir fjörutíu manns á loftlagsráðstefnu í París? Eða yfir eitthundrað manns á jarðhitaráðstefnu í Ástralíu? Hvað skyldi hafa kostað að senda allan þennan mannskap á ráðstefnu hinumegin á hnettinum? Fréttir af því að Reykjavíkurborg sé að senda tólf manns á ráðstefnu til Parísar hafa vakið gagnrýni og spurningar um hvernig opinberir aðilar ráðstafa fjármunum. Við spyrjum líka: Var virkilega nauðsynlegt að senda nánast heilan flugvélarfarm af fólki alla leið til Ástralíu síðastliðið vor? Ráðstefnan sem þótti svona mikilvæg var heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins, haldið í Melbourne í lok aprílmánaðar. Á kynningarmyndbandi mátti sjá hvað þátttakendum bauðst að skoða í borginni og nágrenni hennar. Frá setningarathöfn Jarðhitaráðstefnunnar í Melbourne.Mynd/World Geothermal Congress. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en á lista ráðstefnunnar yfir 1600 þátttakendur má sjá að 102 voru skráðir frá Íslandi. Okkur telst til að kostnaður um 60 þeirra hafi verið greiddur af íslensku skattfé eða af fyrirtækjum og stofnunum í eigu ríkis og sveitarfélaga. Leitarvélar á netinu gáfu okkur upp að hagstæðasta flugleiðin frá Íslandi væri um Amsterdam og Abu Dhabi og ferðatíminn um 36 klukkustundir enda er verið að tala um heimsreisu. Svo bættist við kynnisferð til Nýja Sjálands. Flestir Ástralíufarar voru skráðir á ISOR, eða 26 talsins, þar af sjö makar. Á Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar voru 14 skráðir, þar af 4 makar, en talsmenn þessara aðila taka fram að makar hafi sjálfir borið kostnaðinn. Landsvirkjun sendi tíu manns, Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna sjö, og HS Orka og Háskólinn í Reykavík sex hvor. Einnig fóru starfsmenn frá Háskóla Íslands (4), Orkustofnun (3), Þróunarsamvinnustofnun (2), iðnaðarráðuneyti (2), Náttúrufræðistofnun (1) og Nýsköpunarmiðstöð (1). Einkafyrirtæki sendu einnig fulltrúa, þar á meðal Efla (3), Verkís (3), Mannvit (2) og Jarðboranir (1). Um kostnað segir ISOR að í boði hafi verið ferðastyrkur til sérfræðinga sem fluttu erindi eða voru með veggspjald á ráðstefnunni, að hámarki 500 þúsund krónur, heildarkostnaður ISOR hafi numið 8,7 milljónum króna eða um 460 þúsund krónum á mann. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar var heildarkostnaður þeirra 12,3 milljónir króna eða 1.120 þúsund krónur á mann, miðað við ellefu fulltrúa sem greitt var fyrir. Landsvirkjun segir sinn heildarkostnað vegna ráðstefnunnar um 8 milljónir króna eða um 800 þúsund krónur á mann. Talsmenn þessara aðila benda á að heimsþingið sé stærsti viðburðurinn í jarðhitageiranum, haldið á fimm ára fresti, og sú staðreynd að það næsta verði á Íslandi hafi ýtt undir íslenska þátttöku. Þetta sé jafnframt helsta markaðstorg jarðhitarannsókna og jarðhitaþjónustu í heiminum. Það má áætla að heildarferðakostnaður allra fulltrúa frá Íslandi á Ástralíuráðstefnunni hafi numið um eitthundrað milljónum króna. En áður en við hneykslumst þá er kannski rétt að hafa í huga, til að sanngirni sé nú gætt, að íslenski jarðhitageirinn hefur á undanförnum árum sennilega aflað verkefna víða um heim sem hlaupa á milljörðum króna. Við kynningarbás Íslands í Melbourne.Mynd/Íslandsstofa.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann "Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 6. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann "Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 6. nóvember 2015 09:55