Skemmtileg en þunn Star Wars upplifun Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2015 14:30 Bestu orrusturnar í Star Wars Battlefront eru þær stærstu þar sem tvö tuttugu manna lið keppa sín á milli. Vísir/DICE Star Wars Battlefront er fínasta viðbót við hin gríðarlega stóra Star Wars heim og vottar kvikmyndunum virðingu sína vel. Útlitslega séð er leikurinn stórkostlegur og bardagar eru hraðir og skemmtilegir. Leikurinn býður hins vegar ekki upp á mikla dýpt og reynir ekkert á heilann. Hætt er við því að hann verði fljótt þreyttur.Battlefront býður upp á níu mismunandi tegundir af fjölspilun. Má þar nefna Hero Hunt, þar sem sjö spilarar berjast gegn einni hetju eins og Luke Skywalker eða keisaranum Palpatine. Supremacy, þar sem 40 spilarar berjast um að halda ákveðnum staðsetningum og að sækja um leið gegn hinum. Fighter Squadron, þar sem orrusturnar fara fram í loftinu og spilarar fljúga orrustuflaugum. Walker Assault verður þó að teljast skemmtilegast. Þar berjast 40 spilarar og uppreisnin reynir að halda aftur af sókn Keisaraveldisins sem býr yfir gríðarstórum gangandi vélmennum.Enn sem komið er einungis hægt að spila á fjórum plánetum í Battlefront. Framleiðendur leiksins hafa þó tilkynnt að orrustan um Jakku verði brátt aðgengileg og einnig hafa þeir lofað fleiri plánetum í framtíðinni, væntanlega gegn kostnaði. Pláneturnar Tatooine, Hoth, Endor og Sullust (sem byggð er á Íslandi) líta þó alveg stórkostlega út en en eiga í hættu á að verða þreyttar mjög fljótt. Frekari upplýsingar um pláneturnar má sjá hér. Þar komum við að stórum galla Star Wars Battlefront. Það er verulegur skortur á dýpt. Einspilun leiksins er nánast ekki til staðar, fyrir utan þjálfunarborð og Survival, sem hægt er að spila einn eða með vini. Það gengur út á að berjast gegn sífellt stærri og sterkari árásum keisaraveldisins og er oft á tíðum tiltölulega skemmtilegt.Í leiknum fá spilarar tækifæri til að spila sem nokkrar af hetjum Star Wars, eins og Luke Skywalker, Darth Vader, Han Solo og Boba Fett.Vísir/DIceÞað vegur þó ekki nægjanlega upp á móti skortinum á breidd. Flugorrustur leiksins missa einnig marks. Orrustuflaugar virka vel í stórum orrustum en leikurinn er ekki hannaður fyrir bardaga sem eingöngu eru háðir á himnum og það sést þegar verið er að spila Fighter Squadron. Skotkerfi leiksins er einfalt. Þrátt fyrir að Battlefront sé framleiddur af sömu aðilum og gera Battlefield leikina, er ekki hægt að breyta byssum á sömu vegu og í þeim leikjum. Þá er ekki boðið upp á karaktera sem sérhæfa sig í mismunandi hernaði, en spilarar geta þó byggt karaktera sína mismunandi vopnum og tólum eftir því sem hentar hverjum og einum. Ekki er hægt að stoppa og miða af meiri nákvæmni eins og þekkist í nútímaskotleikjum. Í stað þess að horft sé niður með hlaupi byssunnar er eingöngu súmmað inn og hefur það engin áhrif á nákvæmni skotanna. Eins og áður segir, þá lítur leikurinn einstaklega vel út og er hraður og skemmtilegur. Innihald leiksins er þó takmarkað og verðlaunakerfið ekki nægilegt öflugt til að halda manni lengi við spilun. Leikjadómar Leikjavísir Star Wars Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Star Wars Battlefront er fínasta viðbót við hin gríðarlega stóra Star Wars heim og vottar kvikmyndunum virðingu sína vel. Útlitslega séð er leikurinn stórkostlegur og bardagar eru hraðir og skemmtilegir. Leikurinn býður hins vegar ekki upp á mikla dýpt og reynir ekkert á heilann. Hætt er við því að hann verði fljótt þreyttur.Battlefront býður upp á níu mismunandi tegundir af fjölspilun. Má þar nefna Hero Hunt, þar sem sjö spilarar berjast gegn einni hetju eins og Luke Skywalker eða keisaranum Palpatine. Supremacy, þar sem 40 spilarar berjast um að halda ákveðnum staðsetningum og að sækja um leið gegn hinum. Fighter Squadron, þar sem orrusturnar fara fram í loftinu og spilarar fljúga orrustuflaugum. Walker Assault verður þó að teljast skemmtilegast. Þar berjast 40 spilarar og uppreisnin reynir að halda aftur af sókn Keisaraveldisins sem býr yfir gríðarstórum gangandi vélmennum.Enn sem komið er einungis hægt að spila á fjórum plánetum í Battlefront. Framleiðendur leiksins hafa þó tilkynnt að orrustan um Jakku verði brátt aðgengileg og einnig hafa þeir lofað fleiri plánetum í framtíðinni, væntanlega gegn kostnaði. Pláneturnar Tatooine, Hoth, Endor og Sullust (sem byggð er á Íslandi) líta þó alveg stórkostlega út en en eiga í hættu á að verða þreyttar mjög fljótt. Frekari upplýsingar um pláneturnar má sjá hér. Þar komum við að stórum galla Star Wars Battlefront. Það er verulegur skortur á dýpt. Einspilun leiksins er nánast ekki til staðar, fyrir utan þjálfunarborð og Survival, sem hægt er að spila einn eða með vini. Það gengur út á að berjast gegn sífellt stærri og sterkari árásum keisaraveldisins og er oft á tíðum tiltölulega skemmtilegt.Í leiknum fá spilarar tækifæri til að spila sem nokkrar af hetjum Star Wars, eins og Luke Skywalker, Darth Vader, Han Solo og Boba Fett.Vísir/DIceÞað vegur þó ekki nægjanlega upp á móti skortinum á breidd. Flugorrustur leiksins missa einnig marks. Orrustuflaugar virka vel í stórum orrustum en leikurinn er ekki hannaður fyrir bardaga sem eingöngu eru háðir á himnum og það sést þegar verið er að spila Fighter Squadron. Skotkerfi leiksins er einfalt. Þrátt fyrir að Battlefront sé framleiddur af sömu aðilum og gera Battlefield leikina, er ekki hægt að breyta byssum á sömu vegu og í þeim leikjum. Þá er ekki boðið upp á karaktera sem sérhæfa sig í mismunandi hernaði, en spilarar geta þó byggt karaktera sína mismunandi vopnum og tólum eftir því sem hentar hverjum og einum. Ekki er hægt að stoppa og miða af meiri nákvæmni eins og þekkist í nútímaskotleikjum. Í stað þess að horft sé niður með hlaupi byssunnar er eingöngu súmmað inn og hefur það engin áhrif á nákvæmni skotanna. Eins og áður segir, þá lítur leikurinn einstaklega vel út og er hraður og skemmtilegur. Innihald leiksins er þó takmarkað og verðlaunakerfið ekki nægilegt öflugt til að halda manni lengi við spilun.
Leikjadómar Leikjavísir Star Wars Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira