Við erum öll ólík og sérstök 27. nóvember 2015 11:00 „Það þarf því ekki að vera svo mikill áfellsidómur að eignast barn með einhverfu, lífið breytist bara,“ segir Rannveig Tryggvadóttir frá Styrktarfélagi barna með einhverfu, sem hér er með Benedikt Degi, sjö ára syni sínum. MYND/GVA KYNNING - Í dag, föstudag, og næstu fjóra föstudaga munu fimm krónur af hverjum seldum eldsneytislítra hjá Olís og ÓB renna til stuðnings nokkrum góðum málefnum. Verkefnið ber heitið Gefum & gleðjum og er Styrktarfélag barna með einhverfu fyrsta félagið sem nýtur góðs af því. Það voru nokkrir foreldrar barna með einhverfu sem stofnuðu félagið árið 2013. Að sögn Rannveigar Tryggvadóttur, stjórnarmanns í félaginu, var ástæðan fyrst og fremst sú að hópurinn vildi nýta krafta sína til vitundarvakningar um málefni einhverfra barna og um leið að safna fyrir ýmsum málefnum þeim tengdum. „Við höfum meðal annars staðið fyrir vitundar- og söfnunarátakinu Blár apríl. Nú síðast safnaðist nægt fé til að kaupa sérkennslugögn í alla skóla á landinu.“Stórir sigrar unnist Hún segir foreldrunum hafa þótt vanta sárlega aukna vitund um einhverfurófið því einhverfan getur birst á alls konar vegu. „Við vildum einnig slá á ákveðnar staðalmyndir um einhverfu. Við foreldrar höfum fengið ótrúlegustu spurningar, til dæmis hvort börnin okkar horfi í augun á okkur, hvort þau séu með einhverja sérfærni og um leið hvort þessi sérfærni sé komin fram en þar er fólk að vísa til kvikmyndarinnar Rainman. Staðreyndin er hins vegar sú að það er alls ekki samasemmerki á milli einhverfu og slíkrar sérfærni.“ Einhverfa er röskun í taugaþroska og því ekki sjúkdómur að sögn Rannveigar. Barn sem greint er á einhverfurófi hefur skerta færni til að taka þátt í félagslegum samskiptum, seinkaðan málþroska og sérkennilega eða áráttukennda hegðun. Börn með einhverfu þurfa því ýmsan stuðning að sögn Rannveigar. Sonur hennar fékk einhverfugreiningu tveggja ára gamall og síðan þá hafa unnist stórir sigrar. „Hann þurfti mikinn stuðning, sérstaklega þegar hann var lítill, því hann missti mikið niður mál og færnina til að tala. Það þurfti í raun að toga hann til baka ef svo má að orði komast. Hann hefur náð ótrúlegum árangri fyrir tilstilli yndislegra leikskóla- og grunnskólakennara sem hafa ávallt mætt þörfum hans með hlýju, virðingu og þolinmæði. Ef ég fengi einhverju ráðið væri þetta fólk á forstjóralaunum. Sonur hennar er í dag sjö ára kátur strákur sem gengur í hverfisskólann og á sína vini. „Það þarf því ekki að vera svo mikill áfellisdómur að eignast barn með einhverfu, lífið breytist bara. Í mínu tilfelli þá hefur hann gert mig að mun betri manneskju. Ég er miklu umburðarlyndari og þolinmóðari vegna hans.“ Hún segir miklu máli skipta fyrir drenginn sinn, og önnur börn með einhverfu, að annað fólk sýni umburðarlyndi og skilning á því að við erum öll ólík og sérstök. „Flestir einstaklingar með einhverfu þurfa daglega að eyða mikilli aukaorku og þolinmæði í ýmis verkefni. Einhverf börn geta svo ótrúlega margt en þau þurfa bara smá aukastuðning.“Allir að fylla bílinn! Allt söfnunarfé rennur óskert til félagsins en í ár stendur til að vera með námskeið fyrir foreldra nýgreindra barna sem og félagsfærninámskeið fyrir börn með einhverfu. „Foreldrar standa oft uppi ansi ráðalausir þegar börnin fá greiningu á einhverfurófi og við vildum bjóða upp á fleiri námskeið fyrir foreldra í samvinnu við fagfólk. Þessi óvænti liðsstyrkur frá Ólís og ÓB var sannarlega gleðilegur og hvetjum við alla til að fylla bílinn í dag hjá þeim og láta gott af sér leiða í leiðinni."Einnig er hægt að leggja málefninu lið með frjálsum framlögum, inn á reikning 111-15-382809 (kt. 440413-2340). Nánari upplýsingar um félagið má finna á www.facebook.com/einhverfa. Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Sjá meira
KYNNING - Í dag, föstudag, og næstu fjóra föstudaga munu fimm krónur af hverjum seldum eldsneytislítra hjá Olís og ÓB renna til stuðnings nokkrum góðum málefnum. Verkefnið ber heitið Gefum & gleðjum og er Styrktarfélag barna með einhverfu fyrsta félagið sem nýtur góðs af því. Það voru nokkrir foreldrar barna með einhverfu sem stofnuðu félagið árið 2013. Að sögn Rannveigar Tryggvadóttur, stjórnarmanns í félaginu, var ástæðan fyrst og fremst sú að hópurinn vildi nýta krafta sína til vitundarvakningar um málefni einhverfra barna og um leið að safna fyrir ýmsum málefnum þeim tengdum. „Við höfum meðal annars staðið fyrir vitundar- og söfnunarátakinu Blár apríl. Nú síðast safnaðist nægt fé til að kaupa sérkennslugögn í alla skóla á landinu.“Stórir sigrar unnist Hún segir foreldrunum hafa þótt vanta sárlega aukna vitund um einhverfurófið því einhverfan getur birst á alls konar vegu. „Við vildum einnig slá á ákveðnar staðalmyndir um einhverfu. Við foreldrar höfum fengið ótrúlegustu spurningar, til dæmis hvort börnin okkar horfi í augun á okkur, hvort þau séu með einhverja sérfærni og um leið hvort þessi sérfærni sé komin fram en þar er fólk að vísa til kvikmyndarinnar Rainman. Staðreyndin er hins vegar sú að það er alls ekki samasemmerki á milli einhverfu og slíkrar sérfærni.“ Einhverfa er röskun í taugaþroska og því ekki sjúkdómur að sögn Rannveigar. Barn sem greint er á einhverfurófi hefur skerta færni til að taka þátt í félagslegum samskiptum, seinkaðan málþroska og sérkennilega eða áráttukennda hegðun. Börn með einhverfu þurfa því ýmsan stuðning að sögn Rannveigar. Sonur hennar fékk einhverfugreiningu tveggja ára gamall og síðan þá hafa unnist stórir sigrar. „Hann þurfti mikinn stuðning, sérstaklega þegar hann var lítill, því hann missti mikið niður mál og færnina til að tala. Það þurfti í raun að toga hann til baka ef svo má að orði komast. Hann hefur náð ótrúlegum árangri fyrir tilstilli yndislegra leikskóla- og grunnskólakennara sem hafa ávallt mætt þörfum hans með hlýju, virðingu og þolinmæði. Ef ég fengi einhverju ráðið væri þetta fólk á forstjóralaunum. Sonur hennar er í dag sjö ára kátur strákur sem gengur í hverfisskólann og á sína vini. „Það þarf því ekki að vera svo mikill áfellisdómur að eignast barn með einhverfu, lífið breytist bara. Í mínu tilfelli þá hefur hann gert mig að mun betri manneskju. Ég er miklu umburðarlyndari og þolinmóðari vegna hans.“ Hún segir miklu máli skipta fyrir drenginn sinn, og önnur börn með einhverfu, að annað fólk sýni umburðarlyndi og skilning á því að við erum öll ólík og sérstök. „Flestir einstaklingar með einhverfu þurfa daglega að eyða mikilli aukaorku og þolinmæði í ýmis verkefni. Einhverf börn geta svo ótrúlega margt en þau þurfa bara smá aukastuðning.“Allir að fylla bílinn! Allt söfnunarfé rennur óskert til félagsins en í ár stendur til að vera með námskeið fyrir foreldra nýgreindra barna sem og félagsfærninámskeið fyrir börn með einhverfu. „Foreldrar standa oft uppi ansi ráðalausir þegar börnin fá greiningu á einhverfurófi og við vildum bjóða upp á fleiri námskeið fyrir foreldra í samvinnu við fagfólk. Þessi óvænti liðsstyrkur frá Ólís og ÓB var sannarlega gleðilegur og hvetjum við alla til að fylla bílinn í dag hjá þeim og láta gott af sér leiða í leiðinni."Einnig er hægt að leggja málefninu lið með frjálsum framlögum, inn á reikning 111-15-382809 (kt. 440413-2340). Nánari upplýsingar um félagið má finna á www.facebook.com/einhverfa.
Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Sjá meira