Víða þarf að rétta hlut 26. nóvember 2015 07:00 Fengju aldraðir og öryrkjar sambærilega afturvirka hækkun og kjararáð hefur úthlutað kjörnum fulltrúum þjóðarinnar og embættismönnum sem undir ráðið heyra þá myndi það þýða að framfærsla hluta hópsins færi úr 172.000 í 187.996 krónur. Þar munar tæpum 16 þúsund krónum. Við ákvörðun kjararáðs hækka grunnlaun alþingismanna úr rúmlega 651 þúsund krónum í rúmlega 712 þúsund krónur, eða um ríflega 60 þúsund, nærri fjórfalda hækkunina sem lífeyrisþegar fengju. Um síðustu helgi hélt Öryrkjabandalagið fund um mannsæmandi lífskjör. Birt var könnun þar sem í ljós kom að 90 prósent aðspurðra teldu sig ekki geta lifað af 172 þúsund krónum á mánuði. Um leið kom fram að mikill stuðningur fyrir því að lífeyrisþegar fái að minnsta kosti jafnmikla hækkun og lægstu launþegar hafa fengið á árinu. Hluti þingmanna mætti og hefur málið verið tekið upp á þingi í vikunni. Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi kjör aldraðra og öryrkja, að minnsta kosti í þriðja sinn í vikunni, undir liðnum störf þingsins á Alþingi í gær. Fundurinn um helgina hafi gert hann mjög dapran og hugsi um hvar samfélag okkar væri statt. „Viljum við raunverulega samfélag án aðgreiningar þar sem börnin okkar og fullorðið fólk fá tækifæri til að vera með, njóta lífsins og leggja sitt af mörkum þrátt fyrir einhverjar meðfæddar skerðingar eða skerðingar vegna slysa eða sjúkdóma?“ spurði hann og minnti um leið á að hver sem er gæti lent í heilsutjóni. „Eða viljum við samfélag sem hafnar okkur og börnunum okkar þá og dæmir okkur til útilokunar og miklu minni lífsgæða en óhjákvæmilegt er?“ Í fyrradag talaði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, með fleirum fyrir afturvirkri hækkun handa lífeyrisþegum. „Það getur ekki gengið að eftir þá erfiðu tíma, sem ekki síst þeir efnaminnstu hafa þurft að ganga í gegnum undanfarin ár, séu allir helstu hátekjuhóparnir í landinu leiðréttir aftur í tímann á kostnað ríkissjóðs að stórum hluta til, en þeir sem minnst bera úr býtum fái ekki afturvirka leiðréttingu,“ sagði hann. Alþingi væri kjararáð aldraðra og öryrkja. Í umræðum um störf þingsins í gær velti Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, því líka fyrir sér hvort ekki mætti gera betur miðað við þann árangur sem náðst hefði í efnahagsmálum. Nú væri lag á því að láta af skerðingum í framhalds- og háskólanámi, mæta kröfum Landspítalans um rekstrarfé og láta aldraða og lífeyrisþega njóta sömu kjara og fólk á vinnumarkaði. Þegar kemur að úthlutun þingmanna á ríkisfé með fjáraukalögum sem fyrir dyrum stendur, þar sem þeir hafa af grunnlaunum sínum einum með afturvirkri hækkun frá fyrsta mars fengið nokkur hundruð þúsund króna búbót fyrir jólin, væri kannski ekki úr vegi að þeir hugsuðu aðeins sinn gang og hvert velferðarsamfélagið Ísland stefnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Fengju aldraðir og öryrkjar sambærilega afturvirka hækkun og kjararáð hefur úthlutað kjörnum fulltrúum þjóðarinnar og embættismönnum sem undir ráðið heyra þá myndi það þýða að framfærsla hluta hópsins færi úr 172.000 í 187.996 krónur. Þar munar tæpum 16 þúsund krónum. Við ákvörðun kjararáðs hækka grunnlaun alþingismanna úr rúmlega 651 þúsund krónum í rúmlega 712 þúsund krónur, eða um ríflega 60 þúsund, nærri fjórfalda hækkunina sem lífeyrisþegar fengju. Um síðustu helgi hélt Öryrkjabandalagið fund um mannsæmandi lífskjör. Birt var könnun þar sem í ljós kom að 90 prósent aðspurðra teldu sig ekki geta lifað af 172 þúsund krónum á mánuði. Um leið kom fram að mikill stuðningur fyrir því að lífeyrisþegar fái að minnsta kosti jafnmikla hækkun og lægstu launþegar hafa fengið á árinu. Hluti þingmanna mætti og hefur málið verið tekið upp á þingi í vikunni. Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi kjör aldraðra og öryrkja, að minnsta kosti í þriðja sinn í vikunni, undir liðnum störf þingsins á Alþingi í gær. Fundurinn um helgina hafi gert hann mjög dapran og hugsi um hvar samfélag okkar væri statt. „Viljum við raunverulega samfélag án aðgreiningar þar sem börnin okkar og fullorðið fólk fá tækifæri til að vera með, njóta lífsins og leggja sitt af mörkum þrátt fyrir einhverjar meðfæddar skerðingar eða skerðingar vegna slysa eða sjúkdóma?“ spurði hann og minnti um leið á að hver sem er gæti lent í heilsutjóni. „Eða viljum við samfélag sem hafnar okkur og börnunum okkar þá og dæmir okkur til útilokunar og miklu minni lífsgæða en óhjákvæmilegt er?“ Í fyrradag talaði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, með fleirum fyrir afturvirkri hækkun handa lífeyrisþegum. „Það getur ekki gengið að eftir þá erfiðu tíma, sem ekki síst þeir efnaminnstu hafa þurft að ganga í gegnum undanfarin ár, séu allir helstu hátekjuhóparnir í landinu leiðréttir aftur í tímann á kostnað ríkissjóðs að stórum hluta til, en þeir sem minnst bera úr býtum fái ekki afturvirka leiðréttingu,“ sagði hann. Alþingi væri kjararáð aldraðra og öryrkja. Í umræðum um störf þingsins í gær velti Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, því líka fyrir sér hvort ekki mætti gera betur miðað við þann árangur sem náðst hefði í efnahagsmálum. Nú væri lag á því að láta af skerðingum í framhalds- og háskólanámi, mæta kröfum Landspítalans um rekstrarfé og láta aldraða og lífeyrisþega njóta sömu kjara og fólk á vinnumarkaði. Þegar kemur að úthlutun þingmanna á ríkisfé með fjáraukalögum sem fyrir dyrum stendur, þar sem þeir hafa af grunnlaunum sínum einum með afturvirkri hækkun frá fyrsta mars fengið nokkur hundruð þúsund króna búbót fyrir jólin, væri kannski ekki úr vegi að þeir hugsuðu aðeins sinn gang og hvert velferðarsamfélagið Ísland stefnir.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun