Handbolti

Tíu íslensk mörk í tapi Mors-Thy

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert Aron skoraði fjögur mörk gegn Skjern.
Róbert Aron skoraði fjögur mörk gegn Skjern. mynd/facebook-síða mors-thy
Fjórir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Skjern komst á topp deildarinnar með fimm marka útisigri, 25-30, á Íslendingaliðinu Mors-Thy.

Guðmundur Árni Ólafsson og Róbert Aron Hostert skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Mors-Thy og Agnar Smári Jónsson gerði tvö. Mors-Thy er í 11. sæti deildarinnar með 10 stig.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir Århus sem vann þriggja marka sigur, 24-27, á Aalborg á útivelli. Århus er í 4. sæti deildarinnar með 16 stig, einu stigi á undan Aalborg.

Aron Rafn Eðvarðsson varði tvö af þeim fimm skotum sem hann fékk á sig í marki Aalborg. Ólafur Gústafsson er enn frá vegna meiðsla hjá Álaborgarliðinu.

Árni Steinn Steinþórsson skoraði eitt marka SönderjyskE sem tapaði 26-20 fyrir Bjerringbro-Silkeborg á útivelli. Árni og félagar eru í 8. sæti með 14 stig.

Þá unnu meistarar Kolding fjögurra marka sigur, 26-22, á Ribe-Esbjerg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×