Jólasaga María Elísabet Bragadóttir skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Pabbi trommar glaðlega á stýrið. Feðginin eru á leið í Kringluna að undirbúa jólin. Í bílstólnum situr lítil dúlla. Dúðuð í snjógalla, með gylltar englakrullur og eplakinnarnar gægjast undan lambhúshettu. „Pabbi, ertu nokkuð stressaður?“ spyr sú litla. „Nei, nei, elskan. Ég hlakka bara til jólanna.“ Barnið hallar aftur augunum og andar léttar. „Þú heldur ekkert að þú þurfir að fullnýta yfirdráttarheimildina svo þú getir keypt koparlita espressovél fyrir mömmu?“ Enn spyr smælkið, smámælt og ómótstæðilegt. Örfínir svitadropar kristallast á enni pabba. „Nei, nei, ljúfan. Ekkert svoleiðis.“ Litli anginn brosir feginsamlega við föður sínum. „Gott. Því Elsa systir tók mömmu hálstaki í gær þegar hún neitaði að kaupa handa henni þrjátíu þúsund króna leðurjakka fyrir litlu jólin í skólanum. Mamma æpti að hún þyrfti fyrst að kaupa nuddstól fyrir þig. Hún sagði að jólin væru aftökupallur neyslufíkla.“ Neðri vörin á pabba titrar ofurlítið. „Svona, vinan. Jólin snúast ekki um pakka. Jólin snúast um að njóta lífsins með þeim sem maður elskar. Og borða góðan mat. Þess vegna er mamma þín á námskeiði núna að læra að gera saltkaramellutrufflur.“ Til samþykkis er smáum kolli kinkað ákaft og bjartri röddu svarað: „Hún sagðist einmitt ætla að stinga höfðinu sínu í ofninn ef hún yrði aftur of sein í fokdýra slökunarjógatímann sinn. Hún segir að þú viljir ekki mæta í slökunarjóga því þú ert karlremba með matarfíkn og vilt ekki vinna í sjálfum þér og skilur ekki núvitund.“ Pabbi keyrir upp á kant. Snarhemlar og gargar: „ÚT MEÐ ÞIG!“ Á eftir fylgir niðurbældur hiksti og brostinni röddu hvíslar hann: „Þú skilur ekki að þetta er hátíð ljóss og friðar.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun
Pabbi trommar glaðlega á stýrið. Feðginin eru á leið í Kringluna að undirbúa jólin. Í bílstólnum situr lítil dúlla. Dúðuð í snjógalla, með gylltar englakrullur og eplakinnarnar gægjast undan lambhúshettu. „Pabbi, ertu nokkuð stressaður?“ spyr sú litla. „Nei, nei, elskan. Ég hlakka bara til jólanna.“ Barnið hallar aftur augunum og andar léttar. „Þú heldur ekkert að þú þurfir að fullnýta yfirdráttarheimildina svo þú getir keypt koparlita espressovél fyrir mömmu?“ Enn spyr smælkið, smámælt og ómótstæðilegt. Örfínir svitadropar kristallast á enni pabba. „Nei, nei, ljúfan. Ekkert svoleiðis.“ Litli anginn brosir feginsamlega við föður sínum. „Gott. Því Elsa systir tók mömmu hálstaki í gær þegar hún neitaði að kaupa handa henni þrjátíu þúsund króna leðurjakka fyrir litlu jólin í skólanum. Mamma æpti að hún þyrfti fyrst að kaupa nuddstól fyrir þig. Hún sagði að jólin væru aftökupallur neyslufíkla.“ Neðri vörin á pabba titrar ofurlítið. „Svona, vinan. Jólin snúast ekki um pakka. Jólin snúast um að njóta lífsins með þeim sem maður elskar. Og borða góðan mat. Þess vegna er mamma þín á námskeiði núna að læra að gera saltkaramellutrufflur.“ Til samþykkis er smáum kolli kinkað ákaft og bjartri röddu svarað: „Hún sagðist einmitt ætla að stinga höfðinu sínu í ofninn ef hún yrði aftur of sein í fokdýra slökunarjógatímann sinn. Hún segir að þú viljir ekki mæta í slökunarjóga því þú ert karlremba með matarfíkn og vilt ekki vinna í sjálfum þér og skilur ekki núvitund.“ Pabbi keyrir upp á kant. Snarhemlar og gargar: „ÚT MEÐ ÞIG!“ Á eftir fylgir niðurbældur hiksti og brostinni röddu hvíslar hann: „Þú skilur ekki að þetta er hátíð ljóss og friðar.“
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun