Stöð 2 á COP21: „Við höfum bara 15 ár“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. desember 2015 21:00 Stemningin á ráðstefnusvæði 21. loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna (COP21) í Le Bourget í París hefur tekið nokkrum breytingum. Með hverjum degi verður skýrara að það verður erfitt fyrir samningamenn að ná saman, eins og búist var við. Ákveðinn þungi hvílir yfir ráðstefnunni og samningamönnum. Engu að síður var stórt skref tekið í átt að nýjum loftslagssamningi í dag þegar ný samningsdrög voru kynnt.Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, kynnti ný drög að samningi í dag. Hann ítrekaði að enn væri mikið verk fyrir höndum en samningsaðilar hefðu nú loks endanlega skilgreint deiluefnin. Og sem fyrr beinast þau að fjármagni og metnaði samningsins.Öflugar blokkir krefjast Frakkar fara með stjórnvölinn í samningaviðræðum ríkjanna og flestir eru á einu máli um að frönsku samningamennirnir hafi unnið þrekvirki á síðustu dögum. Öflugar blokkir ríkja krefjast þess að samningurinn innihaldi ákvæði um halda hlýnun jaðar innan við eins 1.5°C en ekki 2°C, sem er hið pólitíska markmið. „1.5°C er miklu öruggari tala," segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Hún þýðir miklu meiri niðurskurð á skemmri tíma, vitanlega. En fyrir Íslendinga þá er þetta ekki spurning. Því við erum að glíma við súrnun sjávar og ég er ekki viss um að það sé hægt að fara upp í tvær gráður án þess að missa hafið frá okkur.“ Í raun hvergi minnst á súrnun sjávar eða landeyðingu í samningsdrögunum. Samningaviðræðurnar snúast ekki um framlög og markmið þjóðanna, heldur hvernig þeim verður framfylgt.Þörf á skýrri stefnu „Ísland þarf að hafa mjög skýra stefnu í þessum málum,“ segir Árni. „Við þurfum að styðja 1.5°C, við þurfum að lýsa því yfir að við ætlum að draga úr losun um 40%, við þurfum að gera allt sem við getum til þess að önnur ríki skynji hvað okkur liggur mikið á. Því að það sem hefur komið fram hérna á ráðstefnunni um súrnun sjávar eru það alvarleg mál að við getum ekki beðið. Við verðum öll að sameinast um það að draga úr losun eins mikið og hægt er. Við höfum bara 15 ár.“ Markmið Íslands og Evrópusambandsins er 40% nettólosun fyrir árið 2030. Mörg ríki hafa lagt fram sambærileg markmið. Eftir að nýr samningur verður innleiddur verður það á forræði þjóðanna að framfylgja eigin markmiðum. Hugmyndir þeirra sem samningurinn byggir eru alls ekki nóg til að forðast verulegar og hættulegar loftslagsbreytingar.Loforð og markmið ekki nóg „Það sem við þurfum að horfa til er hvort að það verður eitthvað í samningnum um næstu skref,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur í veður- og loftslagsbreytingum hjá Veðurstofu Íslands. „Þannig að það verður hægt að herða aðeins á þessu og tryggja að við náum 2°C markmiðinu. Það skiptir síðan líka máli hvernig fjármagnsliðir verða tryggðir og hvernig verður tryggt að sumar þjóðir verða ekki laumufarþegar og losa eins og þeim sýnist.“ Loforð og markmið þjóðanna ein og sér munu ekki tryggja 2°C hámarks hlýnun fyrir árið 2100. Þess vegna verða þjóðirnar að skerpa á markmiðum sínum næstu ár og áratugi. Engu að síður hvatti Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, samningamenn til dáða í dag. Ljóst er að fundað verður sleitulaust næstu sólarhringa. Nýr loftslagssamningur mun líta dagsins ljós í París, hvernig hann mun líta út er aftur á móti annað mál. Loftslagsmál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Stemningin á ráðstefnusvæði 21. loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna (COP21) í Le Bourget í París hefur tekið nokkrum breytingum. Með hverjum degi verður skýrara að það verður erfitt fyrir samningamenn að ná saman, eins og búist var við. Ákveðinn þungi hvílir yfir ráðstefnunni og samningamönnum. Engu að síður var stórt skref tekið í átt að nýjum loftslagssamningi í dag þegar ný samningsdrög voru kynnt.Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, kynnti ný drög að samningi í dag. Hann ítrekaði að enn væri mikið verk fyrir höndum en samningsaðilar hefðu nú loks endanlega skilgreint deiluefnin. Og sem fyrr beinast þau að fjármagni og metnaði samningsins.Öflugar blokkir krefjast Frakkar fara með stjórnvölinn í samningaviðræðum ríkjanna og flestir eru á einu máli um að frönsku samningamennirnir hafi unnið þrekvirki á síðustu dögum. Öflugar blokkir ríkja krefjast þess að samningurinn innihaldi ákvæði um halda hlýnun jaðar innan við eins 1.5°C en ekki 2°C, sem er hið pólitíska markmið. „1.5°C er miklu öruggari tala," segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. "Hún þýðir miklu meiri niðurskurð á skemmri tíma, vitanlega. En fyrir Íslendinga þá er þetta ekki spurning. Því við erum að glíma við súrnun sjávar og ég er ekki viss um að það sé hægt að fara upp í tvær gráður án þess að missa hafið frá okkur.“ Í raun hvergi minnst á súrnun sjávar eða landeyðingu í samningsdrögunum. Samningaviðræðurnar snúast ekki um framlög og markmið þjóðanna, heldur hvernig þeim verður framfylgt.Þörf á skýrri stefnu „Ísland þarf að hafa mjög skýra stefnu í þessum málum,“ segir Árni. „Við þurfum að styðja 1.5°C, við þurfum að lýsa því yfir að við ætlum að draga úr losun um 40%, við þurfum að gera allt sem við getum til þess að önnur ríki skynji hvað okkur liggur mikið á. Því að það sem hefur komið fram hérna á ráðstefnunni um súrnun sjávar eru það alvarleg mál að við getum ekki beðið. Við verðum öll að sameinast um það að draga úr losun eins mikið og hægt er. Við höfum bara 15 ár.“ Markmið Íslands og Evrópusambandsins er 40% nettólosun fyrir árið 2030. Mörg ríki hafa lagt fram sambærileg markmið. Eftir að nýr samningur verður innleiddur verður það á forræði þjóðanna að framfylgja eigin markmiðum. Hugmyndir þeirra sem samningurinn byggir eru alls ekki nóg til að forðast verulegar og hættulegar loftslagsbreytingar.Loforð og markmið ekki nóg „Það sem við þurfum að horfa til er hvort að það verður eitthvað í samningnum um næstu skref,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur í veður- og loftslagsbreytingum hjá Veðurstofu Íslands. „Þannig að það verður hægt að herða aðeins á þessu og tryggja að við náum 2°C markmiðinu. Það skiptir síðan líka máli hvernig fjármagnsliðir verða tryggðir og hvernig verður tryggt að sumar þjóðir verða ekki laumufarþegar og losa eins og þeim sýnist.“ Loforð og markmið þjóðanna ein og sér munu ekki tryggja 2°C hámarks hlýnun fyrir árið 2100. Þess vegna verða þjóðirnar að skerpa á markmiðum sínum næstu ár og áratugi. Engu að síður hvatti Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, samningamenn til dáða í dag. Ljóst er að fundað verður sleitulaust næstu sólarhringa. Nýr loftslagssamningur mun líta dagsins ljós í París, hvernig hann mun líta út er aftur á móti annað mál.
Loftslagsmál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira