Handbolti

Íslendingarnir rólegir í sigri á toppliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurbergur Sveinsson.
Sigurbergur Sveinsson. Vísir/Stefán
Íslendingaliðið Tvis Holstebro vann frábæran útisigur á toppliði dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Tvis Holstebro vann þá átta marka sigur á Skjern Håndbold, 31-23, sem var með þriggja stiga forystu á toppnum fyrir leiki kvöldsins.

Íslensku leikmennirnir í liði Tvis Holstebro voru rólegir í kvöld. Sigurbergur Sveinsson skoraði eitt mark og Egill Magnússon komst ekki á blað.

Skjern var búið að vinna sex af síðustu sjö leikjum sínum og hafði ekki tapað síðan í leik á móti GOG Svendborg í lok september.

Peter Balling átti flottan leik í liði Tvis Holstebro og skoraði x mörk en Jonas Larholm var með x mörk.

Tvis Holstebro tapaði fjórum af fyrstu átta leikjum sínum á tímabilinu en liðið er komið á mikið flug og vann sinn sjötta deildarleik í röð í kvöld.

Tvis Holstebro var einu marki yfir í hálfleik, 14-13, en skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og var síðan komið sex mörkum yfir eftir rúmar tíu mínútur. Eftir það var aldrei spurning um hvorum megin sigurinn myndi lenda.

Tvis Holstebro er bara einu stigi á eftir Skjern eftir leik kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×