Handbolti

Svartfjallaland vann Ungverja með sautján marka mun | Úrslitin á HM kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Milena Raicevic lék vel fyrir Svartfjallaland í sigrinum í dag.
Milena Raicevic lék vel fyrir Svartfjallaland í sigrinum í dag. Vísir/EPA
Átta leikjum af tólf er lokið á heimsmeistarakeppni kvenna í handbolta í Danmörku en þetta er þriðji leikdagur í riðlakeppni mótsins.

Rússar eru áfram með fullt hús í riðli Norðmanna eftir 27 marka sigur á Púertó Ríkó í dag. Rússar unnu eins marks sigur á Þóri Hergeirssyni og stelpunum hans í fyrsta leik.

Spánn og Rúmenía eru með fjögur stig eftir að þær spænsku unnu átta marka sigur á Rúmenum í dag.

Svartfjallaland sýndi styrk sinn með því að vinna 17 marka sigur á Ungverjum, 32-15, en ungverska liðið hafði unnið Túnis og Serbíu í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Danmörk, Noregur og Svíþjóð spila öll seinna í kvöld en Svíar mæta Hollendingum í uppgjöri tveggja liða sem hafa unnið tvo fyrstu leiki sína.

Dönsku stelpurnar mæta Serbíu og Norska liðið ætti að eiga auðveldan leik framundan á móti Kasakstan.

Úrslitin á HM kvenna í dag:

A-riðill

Japan - Túnis 31-21

Svartfjallaland - Ungverjaland 32-15

B-riðill

Kúba - Angóla 23-38

Pólland - Kína 29-24

C-riðill

Suður Kórea - Kóngó 35-17

Frakkland - Argentína 20-12

D-riðill

Rússland - Púertó Ríkó 45-18

Spánn - Rúmenía 26-18




Fleiri fréttir

Sjá meira


×