Innlent

Íslendingar hamstra líkt og kjarnorkuvetur sé í vændum

Jakob Bjarnar skrifar
Melabúðin er opin til klukkan átta í kvöld; ef veður leyfir og það verður eitthvað eftir í búðinni.
Melabúðin er opin til klukkan átta í kvöld; ef veður leyfir og það verður eitthvað eftir í búðinni.
Fjölmargir á Facebook hafa lýst kaupæði landsmanna sem hefur ríkt í körbúðum í dag, en Íslendingar birgja sig upp líkt og óveðrinu sem nú er komið yfir landið og nálgast höfuðborgarsvæðið muni aldrei slota.

Vísir greindi frá því í dag fyrr í dag að brjálað væri að gera í Bónus.

Kaupmenn sjálfir lýsa því yfir að þetta sé líkt og Þorláksmessa sé og nýverið sendi Melabúðin í Vesturbæ Reykjavíkur frá sér tilkynningu: „Það er ekki Þorláksmessa en minnir á hana. Opið til 20 meðan veður leyfir, verið velkomin meðan birgðir endast,“ og með fylgir broskarl.

Og hér fyrir neðan má sjá ösina sem var í Melabúðinni fyrir tveimur tímum, eða svo.

Reyndar er það svo núna að götur Reykjavíkurborgar eru að mestu auðar og svo virðist sem flestir hafi tekið tilmælum vel þess efnis að vera ekki á ferli, nú þegar óveðrið nálgast ört.

Það er ekki Þorláksmessa en minnir á hana. Opið til 20 meðan veður leyfir, verið velkomin meðan birgðir endast :-)

Posted by Melabúðin, Þín verslun on 7. desember 2015
Krónan í dag um klukkan 15:30.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×