Innlent

Kvöldfréttatími Stöðvar 2: Kristján Már og félagar segja nýjustu fréttir af óveðrinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fréttastofa Stöðvar 2 með Höskuld Kára Schram, Lillý Valgerði Pétursdóttur, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Kristján Má Unnarsson í broddi fylkingar hefur staðið óveðursvaktina í dag. Aukafréttatímar voru í sjónvarpi og Vísi klukkan 12 og 16 og verður þéttur pakki á dagskrá klukkan 18:30.

Lillý Valgerður er mætt ásamt Friðriki Þór Halldórssyni á Hvolsvöll en afar hvasst er orðið á Suðurlandi þar sem vindhviður undir Eyjafjöllum eru orðnar 40 m/s.

Fréttatími Stöðvar 2 hefst í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 18:30. Útsendingin verður aðgengileg í spilaranum hér að ofan.

 


Tengdar fréttir

Óveðrið: Aukafréttatími á Stöð 2 kl.16 í dag

Vegna óveðurs sem búast má við að skelli á síðdegis í dag verður aukafréttatími með nýjustu upplýsingum um veðrið, á Stöð 2 klukkan 16. Fréttatíminn verður í opinni dagskrá og jafnframt sýndur beint hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×