„Þeir eru komnir aftur í gang“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2015 17:45 GameTívíbræðurnir Óli og Sverrir kíktu nýverið á nýjasta Call of Duty leikinn, Black Ops III. Óli segir að þrátt fyrir að serían hafi átt misjafna spretti síðustu árin séu þeir nú komnir aftur í gang. Graffíkin hafi aldrei verið betri. Hljóðið sé einnig gott og að fjölspilun sé hraður og skemmtilegur. Jafnvel of skemmtilegur. Óli veltir upp þeirri hugmynd hvort að ekki sé þörf á stað þar sem eldra fólk getur komið saman og spilað við hvort annað. Óli segir að í rauninni sé Call of Duty þrír leikir í einum. Aðdáendur hafi verið hættir að spila sig í gegnum söguþráð leikjanna og því hafi starfsmenn Treyarch brugðið á það ráð að gera fólki kleyft að spila söguþráðinn saman. Þó sé söguþráðurinn „þynnri en pappír“. Annar hluti sem hefur notið mikilla vinsælda er Zombiehluti leiksins. Óli segir það skila sér mjög vel að þessu sinni. „Steiktara, en fjölbreyttara á sama tíma,“ eins og hann orðar það. Sá þriðji og stærsti sé fjölspilunin sem ávallt nýtur mikilla vinsælda. Þar má einnig finna nokkrar nýjungar. Í innslaginu sem sjá má hér að neðan fer Óli yfir helstu atriði leiksins og kveður upp dóm sinn. Gametíví Leikjavísir Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
GameTívíbræðurnir Óli og Sverrir kíktu nýverið á nýjasta Call of Duty leikinn, Black Ops III. Óli segir að þrátt fyrir að serían hafi átt misjafna spretti síðustu árin séu þeir nú komnir aftur í gang. Graffíkin hafi aldrei verið betri. Hljóðið sé einnig gott og að fjölspilun sé hraður og skemmtilegur. Jafnvel of skemmtilegur. Óli veltir upp þeirri hugmynd hvort að ekki sé þörf á stað þar sem eldra fólk getur komið saman og spilað við hvort annað. Óli segir að í rauninni sé Call of Duty þrír leikir í einum. Aðdáendur hafi verið hættir að spila sig í gegnum söguþráð leikjanna og því hafi starfsmenn Treyarch brugðið á það ráð að gera fólki kleyft að spila söguþráðinn saman. Þó sé söguþráðurinn „þynnri en pappír“. Annar hluti sem hefur notið mikilla vinsælda er Zombiehluti leiksins. Óli segir það skila sér mjög vel að þessu sinni. „Steiktara, en fjölbreyttara á sama tíma,“ eins og hann orðar það. Sá þriðji og stærsti sé fjölspilunin sem ávallt nýtur mikilla vinsælda. Þar má einnig finna nokkrar nýjungar. Í innslaginu sem sjá má hér að neðan fer Óli yfir helstu atriði leiksins og kveður upp dóm sinn.
Gametíví Leikjavísir Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira