Sport

Inga Elín hafnaði í 27. sæti

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Inga Elín, hér fyrir miðju.
Inga Elín, hér fyrir miðju. Vísir/andri marinó
Sundkonan Inga Elín Cryer hafnaði í 27. sæti af 34 keppendum í undanrásum í 400 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fer þessa dagana í Ísrael.

Inga Elín kom í mark á tímanum 4:16,14 mínútum, tæpum fimm sekúndum frá eigin Íslandsmeti sem hún setti fyrir ári síðan í Doha, Katar.

Inga var síðasti keppandi Íslands á mótinu en næsta verkefni hjá íslensku sundfólki er þegar Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir taka þátt í Duel in the Pool sundkeppninni sem hluti af evrópska liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×