Með tvö kíló af kókaíni í Leifsstöð: „Sjaldan heyrt eins ótrúlega ferðasögu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2015 09:30 Brasilíumaðurinn mættur í fylgd lögreglumanna í Héraðsdóm Reykjaness. Vísir/Vilhelm 39 ára gamall Brasilíumaður neitar að hafa verið meðvitaður um að í tösku sem hann flutti til Íslands væru fíkniefni. Hann var handtekinn með tæplega tvö kíló af kókaíni við komuna til landsins þann 26. ágúst síðastliðinn. Óhætt er að segja að frásögn hans um tildrög þess að hann kom til Íslands sé nokkuð skrautleg. Kunningjakona stakk upp á að hann færi til Íslands, lánaði honum tösku og pakkaði fyrir hann í töskuna. Brasilíumaðurinn sagði söguna í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Aðalmeðferðin átti upphaflega að fara fram í síðustu viku en henni var frestað um nokkra daga. Brasilíumaðurinn hafði nefnilega ákveðið að skipta um verjanda í málinu. Saga Ýrr Jónsdóttir hafði gegnt stöðu verjenda og mætti ásamt skjólstæðingi sínum til aðalmeðferðar í síðustu viku. Saga Ýrr býr svo vel að geta talað portúgölsku en Brasilíumaðurinn talar litla sem enga ensku. Ákærði hafði hins vegar ákveðið að skipta um verjenda og láta Stefán Karl Kristjánsson hæstaréttalögmann um vörn sína. Upplýsti Brasilíumaðurinn að hann vildi skipta um verjanda með því að afhenda miða með upplýsingum þess efnis. Vakti athygli að hann hágrét á meðan á þessu stóð líkt og hann væri sorgmæddur yfir breytingunum. Var aðalmeðferðinni því frestað fram yfir helgi. Sá brasilíski mætti í dómssal ásamt Stefáni Karli á mánudag. Hulda María Stefánsdóttir sótti málið fyrir hönd ríkissaksóknara og fór fram á tveggja ára fangelsi yfir ákærða. Nánar um ákæruna hér.Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins þann 26. ágúst síðastliðinn.vísir/andri marinóKonan lagði til Ísland og hann sagði já Fyrir liggur að ákærði kom til Íslands með flugi frá Sao Paolo í Brasilíu með millilendingu í hollensku borginni Amsterdam. Hann var stöðvaður við venjubundið tollaeftirlit í Leifsstöð þar sem taska hans var gegnumlýst. Ekkert sást í töskunni en þegar taskan hafði verið tæmd virkaði hún enn of þung að sögn tollsérfræðings á vakt sem bar vitni fyrir dómi. Við nánari leit, þar sem meðal annars þurfti að bora í töskuna, fundust merki þess að kókaín væri að finna í töskunni. Ákærði neitaði að vita nokkuð fíkniefni, var svo handtekinn og færður til skýrslutöku. Frásögn hans í skýrslutökum og fyrir dómi ber að mestu leyti saman. Hann sagðist hafa hitt karl og konu í Port Ventura á Spáni sumarið 2013. Hann væri dansari og hefði hitt þau tvisvar sinnum þar. Tveimur árum síðar, eða í ágúst síðastliðnum, höfðu þau samband við hann og vildu fá með sér í samstarf með danshópi nokkrum. Segist hann hafa unnið fyrir þau í tvær vikur en haft svo í hyggju að fara í frí. París var efst á óskalistanum og sömuleiðis Ítalía en sá brasilíski segir konuna hafa lagt til að skella sér til Íslands. Hún hafi sýnt honum prentaðar myndir af sér á Íslandi og honum litist vel á. Hann hafi sjálfur bókað og borgað fyrir flugið en þegar komið hafi að brottför hafi hann lent í tímaþröng.Stefán Karl Kristjánsson, verjandi mannsins.Vísir/VilhelmFerðataskan brotnaði svo hann fékk aðra lánaða Maðurinn segist hafa verið með brotna ferðatösku en konan og maðurinn buðust af þeim sökum til að lána honum ferðatösku. Sáu þau líka um að pakka í töskuna fyrir hann. Hann segist aðeins hafa sett ilmvatn og skópar í töskuna áður en henni var lokað. Þá afhentu þau honum hvítt umslag með upplýsingum sem hann setti í handtöskuna sína. Rannsóknarlögreglumaður sem handtók manninn í Keflavík segir hann ekki hafa virst vita mikið um Ísland. Sérstaklega miðað við að hér ætlaði hann að dvelja í rúma viku. Hann hafði ekki pantað hótel en hann var þó með upplýsingar í fyrrnefndu umslagi um hótel sem hann gæti gist á. Hann fór aldrei á hótelið en enskumælandi maður hringdi á annað hótelanna í Reykjavík til að spyrjast fyrir um hvort hann væri kominn. Fyrir dómi var Brasilíumaðurinn spurður hvort hann neytti fíkniefna og svaraði hann því neitandi. Hann myndi aldrei flytja inn fíkniefni og minntist meðal annars á að bróðir hans væri lögreglumaður. Verjandinn, Stefán Karl, spurði hvort hann væri skuldugur maður heima í Brasilíu. Því neitaði hann en viðurkenndi þó að hafa skuldað fataverksmiðju einhverja peninga. Laun sem hann hefði fengið fyrir fyrrnefnda tveggja vikna dansvinnu í aðdraganda Íslandsferðarinnar hefðu meðal annars farið í að greiða niður þær skuldir. Hann hefði ætlað að gera skuldirnar allar upp í lok árs. Saksóknari velti fyrir sér hvort maðurinn hefði klætt sig sjálfur fyrir brottför.vísir/anton brinkKlæddi hann sig sjálfur? Saksóknarinn Hulda María sagði í málflutningnum að hún hefði „sjaldan heyrt eins ótrúlega ferðasögu“. Hún fór fram á að sá brasilíski yrði sakfelldur samkvæmt ákæru. Ákærði hefði nánast ekki tekið neinar ákvarðanir sjálfur og velti hún upp hvort hann hefði yfirhöfuð klætt sig án aðstoðar áður en haldið var til Íslands. „Þetta er algjörlega komið undir þessari vinkonu hans hvert hann ætlaði að fara. Fyrir utan að þetta er fólk sem hann þekkir ekkert,“ sagði Hulda María. Hún minnti á að hann hefði hitt þau tvisvar árið 2013 áður en leiðir þeirra lágu saman í ágúst. Allt í einu væru þau farin að skipuleggja frí fyrir hann og pakka fyrir hann í töskuna. Þá taldi Hulda María misræmi í svörum ákærða þar sem hann segðist fyrir dómi ekki vera eigandi töskunnar, hann hefði fengið hana lánaða, en við tolleftirlit í Leifsstöð hefði hann verið spurður hvort taskan væri hans. Þá hefði hann svarað játandi. Þá styðji sakfellingu að einhver hafi hringt á hótel og spurt eftir honum daginn sem hann kom til landsins.Frá mótmælum í Sao Paolo í ágúst.Vísir/AFPHarðorður í garð lögregluVerjandinn Stefán Karl gagnrýndi rannsókn lögreglu í málinu framundan og fór fram á sýknu. Umbjóðandi hans hefði nafngreint fólk í Brasilíu og afhent þeim símanúmer. Svo samvinnuþýður hefði hann verið. Lögregla hefði ekki einu sinni reynt að hringja í umrædd númer. Engar tilraunir hefðu verið gerðar til að rannsaka málið. Ekki hefðu verið tekin fingraför af hvíta umslaginu sem Brasilíumaðurinn sagðist aldrei hafa snert. Málinu hefði verið svo gott sem lokið í Leifsstöð og umbjóðandi hans aldrei átt möguleika á sanngjarnri meðferð. Hulda María sagðist hafa skilning á því að lögregla hefði ekki farið í umfangsmikla rannsóknarvinnu á fólkinu í Brasilíu. Slík rannsókn þyrfti að vera í samvinnu við yfirvöld þar í landi og afar langan tíma tæki að fá svör og samþykki frá brasilískum yfirvöldum. Það þekkti hún af reynslu. Hún viðurkenndi þó að spurningamerki mætti setja við þá ákvörðun að reyna ekki einu sinni að hringja í númerin sem Brasilíumaðurinn gaf upp.Umfjöllun um Kio Briggs í Degi í nóvember 1999. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Skjáskot af Tímarit.isSveimhugi og dansariStefán Karl benti á að umbjóðandi hans ætti engan sakaferil að baki. Hann væri „nytsamur sakleysingi“, sveimhugi og dansari sem ferðist um heiminn og skipuleggi ekki hlutina í þaula. Þá hefði konan sýnt manninum myndir af sér á Íslandi og því hefði átt að vera auðvelt að fá staðfest hvort hún hefði komið til Íslands. „Það öskrar á mann óréttlætið sem er fólgið í þessu,“ sagði Stefán Karl og rifjaði upp mál Kio Briggs frá árinu 1999. Velti hann upp þeirri spurningu hvort hans umbjóðandi gæti ekki einfaldlega verið svo einfaldur að hann hefði tekið við tösku ómeðvitaður um fíkniefnin. Kio Briggs var tekinn með um tvö þúsund e-töflur í Leifsstöð, hlaut dóm í héraði en var sýknaður í Hæstarétti. Hann hélt staðfastlega fram sakleysi sínu. „Hann var reyndar tekinn í Danmörku nokkru síðar en við látum það liggja á milli hluta,“ sagði Stefán Karl og vísaði til þess að Briggs var aftur tekinn með e-töflur í fórum sínum eftir að hann var sýknaður á Íslandi. Stefán Karl sagði ekkert tengja manninn við fíkniefni og að þeir sem komu að rannsókn málsins hefðu staðið illa að henni. Fólk virtist orðið svo rútinerað í sinni vinnu að það tæki því ekki að rannsaka málin. Það væri hins vegar ekki val hjá lögreglu hvort það vildi rannsaka mál eða ekki. „Lögreglan hefur ekki það vald. Hún verður að rannsaka það sem fram kemur, hvort sem það er mönnum til sakfellingar eða sýknu.“ Aðalmeðferð lauk á mánudag og má reikna með því að dómur verði kveðinn upp öðru hvoru megin við áramót. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
39 ára gamall Brasilíumaður neitar að hafa verið meðvitaður um að í tösku sem hann flutti til Íslands væru fíkniefni. Hann var handtekinn með tæplega tvö kíló af kókaíni við komuna til landsins þann 26. ágúst síðastliðinn. Óhætt er að segja að frásögn hans um tildrög þess að hann kom til Íslands sé nokkuð skrautleg. Kunningjakona stakk upp á að hann færi til Íslands, lánaði honum tösku og pakkaði fyrir hann í töskuna. Brasilíumaðurinn sagði söguna í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Aðalmeðferðin átti upphaflega að fara fram í síðustu viku en henni var frestað um nokkra daga. Brasilíumaðurinn hafði nefnilega ákveðið að skipta um verjanda í málinu. Saga Ýrr Jónsdóttir hafði gegnt stöðu verjenda og mætti ásamt skjólstæðingi sínum til aðalmeðferðar í síðustu viku. Saga Ýrr býr svo vel að geta talað portúgölsku en Brasilíumaðurinn talar litla sem enga ensku. Ákærði hafði hins vegar ákveðið að skipta um verjenda og láta Stefán Karl Kristjánsson hæstaréttalögmann um vörn sína. Upplýsti Brasilíumaðurinn að hann vildi skipta um verjanda með því að afhenda miða með upplýsingum þess efnis. Vakti athygli að hann hágrét á meðan á þessu stóð líkt og hann væri sorgmæddur yfir breytingunum. Var aðalmeðferðinni því frestað fram yfir helgi. Sá brasilíski mætti í dómssal ásamt Stefáni Karli á mánudag. Hulda María Stefánsdóttir sótti málið fyrir hönd ríkissaksóknara og fór fram á tveggja ára fangelsi yfir ákærða. Nánar um ákæruna hér.Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins þann 26. ágúst síðastliðinn.vísir/andri marinóKonan lagði til Ísland og hann sagði já Fyrir liggur að ákærði kom til Íslands með flugi frá Sao Paolo í Brasilíu með millilendingu í hollensku borginni Amsterdam. Hann var stöðvaður við venjubundið tollaeftirlit í Leifsstöð þar sem taska hans var gegnumlýst. Ekkert sást í töskunni en þegar taskan hafði verið tæmd virkaði hún enn of þung að sögn tollsérfræðings á vakt sem bar vitni fyrir dómi. Við nánari leit, þar sem meðal annars þurfti að bora í töskuna, fundust merki þess að kókaín væri að finna í töskunni. Ákærði neitaði að vita nokkuð fíkniefni, var svo handtekinn og færður til skýrslutöku. Frásögn hans í skýrslutökum og fyrir dómi ber að mestu leyti saman. Hann sagðist hafa hitt karl og konu í Port Ventura á Spáni sumarið 2013. Hann væri dansari og hefði hitt þau tvisvar sinnum þar. Tveimur árum síðar, eða í ágúst síðastliðnum, höfðu þau samband við hann og vildu fá með sér í samstarf með danshópi nokkrum. Segist hann hafa unnið fyrir þau í tvær vikur en haft svo í hyggju að fara í frí. París var efst á óskalistanum og sömuleiðis Ítalía en sá brasilíski segir konuna hafa lagt til að skella sér til Íslands. Hún hafi sýnt honum prentaðar myndir af sér á Íslandi og honum litist vel á. Hann hafi sjálfur bókað og borgað fyrir flugið en þegar komið hafi að brottför hafi hann lent í tímaþröng.Stefán Karl Kristjánsson, verjandi mannsins.Vísir/VilhelmFerðataskan brotnaði svo hann fékk aðra lánaða Maðurinn segist hafa verið með brotna ferðatösku en konan og maðurinn buðust af þeim sökum til að lána honum ferðatösku. Sáu þau líka um að pakka í töskuna fyrir hann. Hann segist aðeins hafa sett ilmvatn og skópar í töskuna áður en henni var lokað. Þá afhentu þau honum hvítt umslag með upplýsingum sem hann setti í handtöskuna sína. Rannsóknarlögreglumaður sem handtók manninn í Keflavík segir hann ekki hafa virst vita mikið um Ísland. Sérstaklega miðað við að hér ætlaði hann að dvelja í rúma viku. Hann hafði ekki pantað hótel en hann var þó með upplýsingar í fyrrnefndu umslagi um hótel sem hann gæti gist á. Hann fór aldrei á hótelið en enskumælandi maður hringdi á annað hótelanna í Reykjavík til að spyrjast fyrir um hvort hann væri kominn. Fyrir dómi var Brasilíumaðurinn spurður hvort hann neytti fíkniefna og svaraði hann því neitandi. Hann myndi aldrei flytja inn fíkniefni og minntist meðal annars á að bróðir hans væri lögreglumaður. Verjandinn, Stefán Karl, spurði hvort hann væri skuldugur maður heima í Brasilíu. Því neitaði hann en viðurkenndi þó að hafa skuldað fataverksmiðju einhverja peninga. Laun sem hann hefði fengið fyrir fyrrnefnda tveggja vikna dansvinnu í aðdraganda Íslandsferðarinnar hefðu meðal annars farið í að greiða niður þær skuldir. Hann hefði ætlað að gera skuldirnar allar upp í lok árs. Saksóknari velti fyrir sér hvort maðurinn hefði klætt sig sjálfur fyrir brottför.vísir/anton brinkKlæddi hann sig sjálfur? Saksóknarinn Hulda María sagði í málflutningnum að hún hefði „sjaldan heyrt eins ótrúlega ferðasögu“. Hún fór fram á að sá brasilíski yrði sakfelldur samkvæmt ákæru. Ákærði hefði nánast ekki tekið neinar ákvarðanir sjálfur og velti hún upp hvort hann hefði yfirhöfuð klætt sig án aðstoðar áður en haldið var til Íslands. „Þetta er algjörlega komið undir þessari vinkonu hans hvert hann ætlaði að fara. Fyrir utan að þetta er fólk sem hann þekkir ekkert,“ sagði Hulda María. Hún minnti á að hann hefði hitt þau tvisvar árið 2013 áður en leiðir þeirra lágu saman í ágúst. Allt í einu væru þau farin að skipuleggja frí fyrir hann og pakka fyrir hann í töskuna. Þá taldi Hulda María misræmi í svörum ákærða þar sem hann segðist fyrir dómi ekki vera eigandi töskunnar, hann hefði fengið hana lánaða, en við tolleftirlit í Leifsstöð hefði hann verið spurður hvort taskan væri hans. Þá hefði hann svarað játandi. Þá styðji sakfellingu að einhver hafi hringt á hótel og spurt eftir honum daginn sem hann kom til landsins.Frá mótmælum í Sao Paolo í ágúst.Vísir/AFPHarðorður í garð lögregluVerjandinn Stefán Karl gagnrýndi rannsókn lögreglu í málinu framundan og fór fram á sýknu. Umbjóðandi hans hefði nafngreint fólk í Brasilíu og afhent þeim símanúmer. Svo samvinnuþýður hefði hann verið. Lögregla hefði ekki einu sinni reynt að hringja í umrædd númer. Engar tilraunir hefðu verið gerðar til að rannsaka málið. Ekki hefðu verið tekin fingraför af hvíta umslaginu sem Brasilíumaðurinn sagðist aldrei hafa snert. Málinu hefði verið svo gott sem lokið í Leifsstöð og umbjóðandi hans aldrei átt möguleika á sanngjarnri meðferð. Hulda María sagðist hafa skilning á því að lögregla hefði ekki farið í umfangsmikla rannsóknarvinnu á fólkinu í Brasilíu. Slík rannsókn þyrfti að vera í samvinnu við yfirvöld þar í landi og afar langan tíma tæki að fá svör og samþykki frá brasilískum yfirvöldum. Það þekkti hún af reynslu. Hún viðurkenndi þó að spurningamerki mætti setja við þá ákvörðun að reyna ekki einu sinni að hringja í númerin sem Brasilíumaðurinn gaf upp.Umfjöllun um Kio Briggs í Degi í nóvember 1999. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Skjáskot af Tímarit.isSveimhugi og dansariStefán Karl benti á að umbjóðandi hans ætti engan sakaferil að baki. Hann væri „nytsamur sakleysingi“, sveimhugi og dansari sem ferðist um heiminn og skipuleggi ekki hlutina í þaula. Þá hefði konan sýnt manninum myndir af sér á Íslandi og því hefði átt að vera auðvelt að fá staðfest hvort hún hefði komið til Íslands. „Það öskrar á mann óréttlætið sem er fólgið í þessu,“ sagði Stefán Karl og rifjaði upp mál Kio Briggs frá árinu 1999. Velti hann upp þeirri spurningu hvort hans umbjóðandi gæti ekki einfaldlega verið svo einfaldur að hann hefði tekið við tösku ómeðvitaður um fíkniefnin. Kio Briggs var tekinn með um tvö þúsund e-töflur í Leifsstöð, hlaut dóm í héraði en var sýknaður í Hæstarétti. Hann hélt staðfastlega fram sakleysi sínu. „Hann var reyndar tekinn í Danmörku nokkru síðar en við látum það liggja á milli hluta,“ sagði Stefán Karl og vísaði til þess að Briggs var aftur tekinn með e-töflur í fórum sínum eftir að hann var sýknaður á Íslandi. Stefán Karl sagði ekkert tengja manninn við fíkniefni og að þeir sem komu að rannsókn málsins hefðu staðið illa að henni. Fólk virtist orðið svo rútinerað í sinni vinnu að það tæki því ekki að rannsaka málin. Það væri hins vegar ekki val hjá lögreglu hvort það vildi rannsaka mál eða ekki. „Lögreglan hefur ekki það vald. Hún verður að rannsaka það sem fram kemur, hvort sem það er mönnum til sakfellingar eða sýknu.“ Aðalmeðferð lauk á mánudag og má reikna með því að dómur verði kveðinn upp öðru hvoru megin við áramót.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira