Bölvun borgríkisins – og börnin Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 1. desember 2015 10:30 Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur. Bækur Koparborgin Höfundur: Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Útgefandi: Björt útgáfa – Bókabeitan Kápuhönnun: Vilhjálmur Warén Prentun: Prentmiðlun ehf./Pólland Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sendi nýlega frá sér sína fyrstu bók og hún er ekki af verri endanum. Koparborgin segir frá hinum tólf ára Pietro sem misst hefur fjölskyldu sína í óhuggulegri plágu sem geisað hefur á svæðinu. Hann leitar skjóls í Víxlarahúsinu, en þar búa aðeins börn. Þegar þau ná sextán ára aldri er þeim svo gert að yfirgefa húsið. Það er erfitt að rekja söguþráðinn í stuttu máli, hann er margþættur og byggir á forsögu sem þó kemur aldrei beinlínis fram nema í pörtum. Lesandinn fær að draga línur milli punktanna og búa til heildarmyndina. Höfundur fleygir lesandanum strax inn í söguna, á fyrstu blaðsíðunni, án nokkurra forsendna til að skilja eitt eða neitt – hún leggur traust sitt á lesandann og það eykur bæði á lestraránægjuna og spennuna. Atburðarásin er nefnilega mjög spennandi. Þótt höfundurinn sé íslenskur er sögusviðið langt frá því að líkjast íslenskum veruleika. Við lesturinn minnir umhverfið helst á Ítalíu úr sögubókunum. Það er þó þannig bæði með umhverfið og forsöguna að lesandinn fær upplýsingarnar smátt og smátt sem bindur hann fastari böndum við söguþráðinn og -sviðið. Margt er í bókinni myrkt og óhuggulegt, það er eitthvað við ægivöld barnanna sem vekur óhug en á sama tíma stendur þeim gríðarleg ógn af óþekktum öflum í borgríkinu. Í seinni hluta bókarinnar fléttast galdrar og bölvanir inn í söguna. Lýsingar eru magnaðar, það er augljóst að höfundur lifði sig algjörlega inn í sögusviðið og sá það vel fyrir sér. Henni tekst einnig að draga það svo vel upp fyrir lesandanum að hann kemst ekki hjá því að sogast inn í senurnar. Hugsanlega er einhverju oflýst, til dæmis eru viðbrögð og atferli persónanna túlkuð og lagt mat á hversu einlægar eða flóttalegar þær eru hverju sinni. Því verður þó ekki neitað að það er afar vel gert, svo lesandanum líður ekki eins og verið sé að taka fram í fyrir honum heldur frekar treystir hann höfundinum enn frekar og leyfir henni að leiða sig áfram um þessa ókunnu veröld. Bókin er gefin út sem ungmennabók en hentar alveg eins ævintýraþyrstum foreldrum, öfum og ömmum. Niðurstaða: Spennandi og frumleg bók þar sem höfundur leiðir lesandann áfram um ókunna og afar óhuggulega veröld, þar sem börn og fullorðnir eru ólíkar fylkingar, sem stendur ógn af göldrum, bölvunum og óraplágum. Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Koparborgin Höfundur: Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Útgefandi: Björt útgáfa – Bókabeitan Kápuhönnun: Vilhjálmur Warén Prentun: Prentmiðlun ehf./Pólland Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sendi nýlega frá sér sína fyrstu bók og hún er ekki af verri endanum. Koparborgin segir frá hinum tólf ára Pietro sem misst hefur fjölskyldu sína í óhuggulegri plágu sem geisað hefur á svæðinu. Hann leitar skjóls í Víxlarahúsinu, en þar búa aðeins börn. Þegar þau ná sextán ára aldri er þeim svo gert að yfirgefa húsið. Það er erfitt að rekja söguþráðinn í stuttu máli, hann er margþættur og byggir á forsögu sem þó kemur aldrei beinlínis fram nema í pörtum. Lesandinn fær að draga línur milli punktanna og búa til heildarmyndina. Höfundur fleygir lesandanum strax inn í söguna, á fyrstu blaðsíðunni, án nokkurra forsendna til að skilja eitt eða neitt – hún leggur traust sitt á lesandann og það eykur bæði á lestraránægjuna og spennuna. Atburðarásin er nefnilega mjög spennandi. Þótt höfundurinn sé íslenskur er sögusviðið langt frá því að líkjast íslenskum veruleika. Við lesturinn minnir umhverfið helst á Ítalíu úr sögubókunum. Það er þó þannig bæði með umhverfið og forsöguna að lesandinn fær upplýsingarnar smátt og smátt sem bindur hann fastari böndum við söguþráðinn og -sviðið. Margt er í bókinni myrkt og óhuggulegt, það er eitthvað við ægivöld barnanna sem vekur óhug en á sama tíma stendur þeim gríðarleg ógn af óþekktum öflum í borgríkinu. Í seinni hluta bókarinnar fléttast galdrar og bölvanir inn í söguna. Lýsingar eru magnaðar, það er augljóst að höfundur lifði sig algjörlega inn í sögusviðið og sá það vel fyrir sér. Henni tekst einnig að draga það svo vel upp fyrir lesandanum að hann kemst ekki hjá því að sogast inn í senurnar. Hugsanlega er einhverju oflýst, til dæmis eru viðbrögð og atferli persónanna túlkuð og lagt mat á hversu einlægar eða flóttalegar þær eru hverju sinni. Því verður þó ekki neitað að það er afar vel gert, svo lesandanum líður ekki eins og verið sé að taka fram í fyrir honum heldur frekar treystir hann höfundinum enn frekar og leyfir henni að leiða sig áfram um þessa ókunnu veröld. Bókin er gefin út sem ungmennabók en hentar alveg eins ævintýraþyrstum foreldrum, öfum og ömmum. Niðurstaða: Spennandi og frumleg bók þar sem höfundur leiðir lesandann áfram um ókunna og afar óhuggulega veröld, þar sem börn og fullorðnir eru ólíkar fylkingar, sem stendur ógn af göldrum, bölvunum og óraplágum.
Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira