Innlent

Forsætisráðuneytið greiddi rúmar fjórar milljónir fyrir almannatengsla- og markaðsráðgjöf

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra vísir/ernir
Forsætisráðuneytið greiddi rúmar fjórar milljónir króna, eða 4.300.921, fyrir almannatengsla-og markaðsráðgjöf fyrirtækisins Árnasynir slf. Þá greiddi ráðuneytið félaginu Meltún ehf. rúmlega 9 milljónir, 9.138.410, vegna vinnu fyrir ráðgjafahóp um afnám hafta.

Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, en þar óskaði hún eftir sundurliðum á greiðslum til þeirra sem ráðuneytið fékk til sérfræði,-ráðgjafar-og kynningarstarfa frá upphafi árs 2014 til loka október 2015.

Áður hafði Katrín spurt um hversu miklu fé hefði verið varið í þessi mál. Kom þá fram í svari ráðuneytisins að á árinu 2014 hefði sú upphæð numið tæpum 63 milljónum og það sem af er ári 2015 rúmum 26 milljónum.

Upphæðirnar sem gefnar eru upp í svari forsætisráðuneytisins um sundurliðun kostnaðarins eru án virðisaukaskatts þar sem ráðuneytið fær hann endurgreiddan samkvæmt reglugerð. Mikið af þeirri vinnu sem ráðuneytið hefur greitt fyrir á þessu tæplega tveggja ára tímabili hefur verið fyrir stjórnarskrárnefnd og vegna verðtryggingarmála, eins og það er orðað í svarinu, en það má sjá í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×