Tvísýnt um pólitískt líf Illuga Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2015 16:01 Málefni RUV hefur löngum reynst menntamálaráðherrum erfið, og nú lítur út fyrir að Illugi þurfi að taka verulega út af reikningi sinnar pólitísku innistæðu í þeim efnum. Seinna í dag er búist við því að frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um RÚV ohf. verði kynnt. Frumvarpið hefur verið fast í ríkisstjórn von úr viti en til stóð að leggja það fram fyrir löngu. Málið snýst um hvort frumvarpið kveði á um óbreytt útvarpsgjald, 17.800 krónur eða lækkun eins og kveður á um í fjárlögum, niður í 16.400 krónur. Ef sú verður niðurstaðan þýðir það að Illugi getur ekki talist maður orða sinna – sem er ákaflega þröng staða fyrir ráðherra að vera í.Sjá frétt Vísis frá því fyrr í dag.Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Ingvi Hrafn Óskarsson, þá formaður stjórnar RUV, hafi í apríl á þessu ári fært stjórn þau skilaboð frá Illuga að ekki stæði til að lækka útvarpsgjaldið. Og til þess nyti Illugi stuðnings Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Það þykir eftirtektarvert að þetta telji hafa skipt máli út af fyrir sig. Og þegar það bætist ofan á erfið mál sem Illugi hefur átt í á árinu, tengslum hans við fyrirtækið Orku Energy, er víst að staða hans telst orðin afar veik.Magnús Geir ómyrkur í máliÚt frá þessu hefur Magnús Geir Þórðarson og stjórnin unnið; allar áætlanir byggja á þessu. Magnús Geir var óvenju ómyrkur í máli á opnum fundi fjárlaganefndar í gærkvöldi: „Þetta er auðvitað algjörlega galið, algjörlega galin staða fyrir okkur að vera í og fyrir marga aðra. Við erum búin að vera að vinna í átta mánuði eftir plani sem lagt var upp af ráðherra og ráðuneyti og við erum að gera áætlanir þar sem þetta er fast í hendi. Við viljum fá botn í þetta, þannig að fjármögnunin sé tryggð, í það minnsta til fjögurra ára svo við þurfum ekki að standa í þessu á hverju einasta ári.“ Eyjan hafði þetta eftir Magnúsi Geir. En talið er að lækkun útvarpsgjalds þýði 500 milljónum króna minna framlag en áætlanir Magnúsar gerðu ráð fyrir.Fyrirheit ráðherra í uppnámi Frumvarp Illuga hefur setið fast í ríkisstjórn og er ástæðan sögð sú að Sigmundur Davíð og Bjarni hafi breytt um afstöðu, þeir telji sig ekki hafa stuðning þingflokkanna til að fara með málið fram með þeim hætti að gjaldið verði óbreytt. Það gætu talist svik við Illuga og setja hann óhjákvæmilega í erfiða stöðu, sé litið til loforða hans til forráðamanna RÚV. Agnes Bragadóttir á Morgunblaðinu fullyrðir að það sé einkum Sigmundur Davíð sem standi fastur á lækkun gjaldsins. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra og formaður VG segir alvarlegt ef yfirlýsingar ráðherra í vor um að útvarpsgjaldið yrði ekki lækkað standist ekki og setur auðvitað Ríkisútvarpið í uppnám. „Það er ljóst að þar hefur verið unnið innandyra samkvæmt nýrri framtíðarsýn sem ég heyri ekki betur en að þyki í anda laganna um almannaútvarpið, skorið niður um fimm prósent í rekstri og lóðin seld til að bæta skuldastöðu. Það er engin málefnaleg ástæða til að lækka gjaldið og því þykir mér mjög miður ef fyrirheit ráðherra munu ekki verða að veruleika,“ segir Katrín í samtali við Vísi.Vekur spurningar um stöðu Illuga Spurð um pólitíska stöðu Illuga segir Katrín þetta vissulega vekja spurningar um stuðning hans innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna. Málið er í klemmu, því bæði Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir, sem bæði eiga sæti í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar, hafa talað með þeim hætti að óásættanlegt sé að fallið verði frá hugmyndum um lækkun útvarpsgjalds. En, þeir stjórnmálagreinendur fréttastofu sem Vísir hefur rætt við telja víst að fram komi einhvers konar málamiðlun; að Illugi verði ekki látinn alveg á kaldan klaka, en þetta mun koma í ljós um kvöldmatarleytið. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Seinna í dag er búist við því að frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um RÚV ohf. verði kynnt. Frumvarpið hefur verið fast í ríkisstjórn von úr viti en til stóð að leggja það fram fyrir löngu. Málið snýst um hvort frumvarpið kveði á um óbreytt útvarpsgjald, 17.800 krónur eða lækkun eins og kveður á um í fjárlögum, niður í 16.400 krónur. Ef sú verður niðurstaðan þýðir það að Illugi getur ekki talist maður orða sinna – sem er ákaflega þröng staða fyrir ráðherra að vera í.Sjá frétt Vísis frá því fyrr í dag.Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Ingvi Hrafn Óskarsson, þá formaður stjórnar RUV, hafi í apríl á þessu ári fært stjórn þau skilaboð frá Illuga að ekki stæði til að lækka útvarpsgjaldið. Og til þess nyti Illugi stuðnings Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Það þykir eftirtektarvert að þetta telji hafa skipt máli út af fyrir sig. Og þegar það bætist ofan á erfið mál sem Illugi hefur átt í á árinu, tengslum hans við fyrirtækið Orku Energy, er víst að staða hans telst orðin afar veik.Magnús Geir ómyrkur í máliÚt frá þessu hefur Magnús Geir Þórðarson og stjórnin unnið; allar áætlanir byggja á þessu. Magnús Geir var óvenju ómyrkur í máli á opnum fundi fjárlaganefndar í gærkvöldi: „Þetta er auðvitað algjörlega galið, algjörlega galin staða fyrir okkur að vera í og fyrir marga aðra. Við erum búin að vera að vinna í átta mánuði eftir plani sem lagt var upp af ráðherra og ráðuneyti og við erum að gera áætlanir þar sem þetta er fast í hendi. Við viljum fá botn í þetta, þannig að fjármögnunin sé tryggð, í það minnsta til fjögurra ára svo við þurfum ekki að standa í þessu á hverju einasta ári.“ Eyjan hafði þetta eftir Magnúsi Geir. En talið er að lækkun útvarpsgjalds þýði 500 milljónum króna minna framlag en áætlanir Magnúsar gerðu ráð fyrir.Fyrirheit ráðherra í uppnámi Frumvarp Illuga hefur setið fast í ríkisstjórn og er ástæðan sögð sú að Sigmundur Davíð og Bjarni hafi breytt um afstöðu, þeir telji sig ekki hafa stuðning þingflokkanna til að fara með málið fram með þeim hætti að gjaldið verði óbreytt. Það gætu talist svik við Illuga og setja hann óhjákvæmilega í erfiða stöðu, sé litið til loforða hans til forráðamanna RÚV. Agnes Bragadóttir á Morgunblaðinu fullyrðir að það sé einkum Sigmundur Davíð sem standi fastur á lækkun gjaldsins. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra og formaður VG segir alvarlegt ef yfirlýsingar ráðherra í vor um að útvarpsgjaldið yrði ekki lækkað standist ekki og setur auðvitað Ríkisútvarpið í uppnám. „Það er ljóst að þar hefur verið unnið innandyra samkvæmt nýrri framtíðarsýn sem ég heyri ekki betur en að þyki í anda laganna um almannaútvarpið, skorið niður um fimm prósent í rekstri og lóðin seld til að bæta skuldastöðu. Það er engin málefnaleg ástæða til að lækka gjaldið og því þykir mér mjög miður ef fyrirheit ráðherra munu ekki verða að veruleika,“ segir Katrín í samtali við Vísi.Vekur spurningar um stöðu Illuga Spurð um pólitíska stöðu Illuga segir Katrín þetta vissulega vekja spurningar um stuðning hans innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna. Málið er í klemmu, því bæði Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir, sem bæði eiga sæti í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar, hafa talað með þeim hætti að óásættanlegt sé að fallið verði frá hugmyndum um lækkun útvarpsgjalds. En, þeir stjórnmálagreinendur fréttastofu sem Vísir hefur rætt við telja víst að fram komi einhvers konar málamiðlun; að Illugi verði ekki látinn alveg á kaldan klaka, en þetta mun koma í ljós um kvöldmatarleytið.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira