Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2015 15:46 Hrannar segist ávallt hafa haft mikinn áhuga á forsetaembættinu og segir forseta eiga að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana. „Það er satt og rétt að maður sé að velta þessu fyrir sér,“ segir Hrannar Pétursson sem íhugar framboð til embættis forseta Íslands. Hrannar ítrekar í samtali við Vísi að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram, vænti megi tilkynningu um ákvörðun hans, hvort hann fer fram eða ekki, á næstu vikum. „Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum og í því samhengi hefur mér þótt vænt um að vera nefndur á nafn og íhuga þetta af fullri alvöru,“ segir Hrannar.Hvattur til dáða af héraðsfréttablaði Fjallað var um mögulegt forsetaframboð Hrannars í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa, og er Hrannar hvattur þar til framboðs. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík en Hrannar er ættaður þaðan. Kjarninn vitnaði í Skarpa um mögulegt framboðs Hrannars og ræddi við hann um málið fyrr í dag. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sagst ætla að tilkynna í nýársávarpi sínu hvort hann sækist eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Vísir/AntonSegist ekki bíða eftir Ólafi Margir bíða spenntir eftir að heyra hver ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður varðandi hvort hann muni sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. Ólafur Ragnar hefur sagst ætla að tilkynna það í ávarpi sínu á nýársdag, en aðeins fimmtán dagar eru í hann. Aðspurður segist Hrannar ekki vera að bíða og sjá hver ákvörðun Ólafs Ragnars verður. „Mín skoðun er sú að hver sá sem vill skoða þetta af fullri alvöru, að bjóða sig fram í þetta mikilvæga embætti, hann á að gera það á sínum forsendum. Ef hann telur sjálfan sig hafa eitthvað fram að færi, þá á hann að taka skrefið ef hann treystir sér til, en ekki láta aðra taka þá ákvörðun fyrir sig. Það í rauninni segir afdráttarlaust hver mín skoðun er, en enn og aftur þá er ég ekki að tilkynna um framboðið.“„Sameina fólk en ekki sundra“ Spurður hvort hann hafi ákveðna sýn á embættið, í hvaða átt hann myndi vilja sjá það þróast, segist hann lengi hafa haft áhuga á embættinu. „Sem í fyrsta lagi ég tel alveg gríðarlega mikilvægt. Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu. Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra, og vera sanngjarn en í senn staðfastur í því sem hann gerir.“Ræddi ekki mögulegt forsetaframboð í forsætisráðuneytinu Hrannar starfaði hjá forsætisráðuneytinu í tæpt ár en segist ekki hafa viðrað þessa hugmynd um forsetaframboð þar innanhúss. Hann segir það hins vegar vera styrkleika fyrir forseta að hafa starfað innan stjórnsýslunnar og þekkja innviði hennar. „Ég hef í rauninni í öllum mínum störfum lagt mig fram um að vinna faglega og kalla fram ólíkar skoðanir og eiga góð samskipti með öllum sem ég starfa með. Það var raunin þarna í ráðuneytinu eins og annar staðar,“ segir Hrannar. Hann segir að búast megi við tilkynningu frá honum á næstu vikum þess efnis hvort hann bjóði sig fram. „Meðgöngutíminn á svona löguðu er talsverður og það þarf að huga að ýmsu og maður er auðvitað ekki einn í heiminum. Maður þarf því að skoða allt samhengið.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Orðunefnd samhljóða um að svipta Sigurð réttinum til að bera fálkaorðuna Ákvörðunin á sér ekki fordæmi. 9. desember 2015 09:11 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það er satt og rétt að maður sé að velta þessu fyrir sér,“ segir Hrannar Pétursson sem íhugar framboð til embættis forseta Íslands. Hrannar ítrekar í samtali við Vísi að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram, vænti megi tilkynningu um ákvörðun hans, hvort hann fer fram eða ekki, á næstu vikum. „Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum og í því samhengi hefur mér þótt vænt um að vera nefndur á nafn og íhuga þetta af fullri alvöru,“ segir Hrannar.Hvattur til dáða af héraðsfréttablaði Fjallað var um mögulegt forsetaframboð Hrannars í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa, og er Hrannar hvattur þar til framboðs. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík en Hrannar er ættaður þaðan. Kjarninn vitnaði í Skarpa um mögulegt framboðs Hrannars og ræddi við hann um málið fyrr í dag. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sagst ætla að tilkynna í nýársávarpi sínu hvort hann sækist eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Vísir/AntonSegist ekki bíða eftir Ólafi Margir bíða spenntir eftir að heyra hver ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður varðandi hvort hann muni sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. Ólafur Ragnar hefur sagst ætla að tilkynna það í ávarpi sínu á nýársdag, en aðeins fimmtán dagar eru í hann. Aðspurður segist Hrannar ekki vera að bíða og sjá hver ákvörðun Ólafs Ragnars verður. „Mín skoðun er sú að hver sá sem vill skoða þetta af fullri alvöru, að bjóða sig fram í þetta mikilvæga embætti, hann á að gera það á sínum forsendum. Ef hann telur sjálfan sig hafa eitthvað fram að færi, þá á hann að taka skrefið ef hann treystir sér til, en ekki láta aðra taka þá ákvörðun fyrir sig. Það í rauninni segir afdráttarlaust hver mín skoðun er, en enn og aftur þá er ég ekki að tilkynna um framboðið.“„Sameina fólk en ekki sundra“ Spurður hvort hann hafi ákveðna sýn á embættið, í hvaða átt hann myndi vilja sjá það þróast, segist hann lengi hafa haft áhuga á embættinu. „Sem í fyrsta lagi ég tel alveg gríðarlega mikilvægt. Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu. Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra, og vera sanngjarn en í senn staðfastur í því sem hann gerir.“Ræddi ekki mögulegt forsetaframboð í forsætisráðuneytinu Hrannar starfaði hjá forsætisráðuneytinu í tæpt ár en segist ekki hafa viðrað þessa hugmynd um forsetaframboð þar innanhúss. Hann segir það hins vegar vera styrkleika fyrir forseta að hafa starfað innan stjórnsýslunnar og þekkja innviði hennar. „Ég hef í rauninni í öllum mínum störfum lagt mig fram um að vinna faglega og kalla fram ólíkar skoðanir og eiga góð samskipti með öllum sem ég starfa með. Það var raunin þarna í ráðuneytinu eins og annar staðar,“ segir Hrannar. Hann segir að búast megi við tilkynningu frá honum á næstu vikum þess efnis hvort hann bjóði sig fram. „Meðgöngutíminn á svona löguðu er talsverður og það þarf að huga að ýmsu og maður er auðvitað ekki einn í heiminum. Maður þarf því að skoða allt samhengið.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Orðunefnd samhljóða um að svipta Sigurð réttinum til að bera fálkaorðuna Ákvörðunin á sér ekki fordæmi. 9. desember 2015 09:11 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30
Orðunefnd samhljóða um að svipta Sigurð réttinum til að bera fálkaorðuna Ákvörðunin á sér ekki fordæmi. 9. desember 2015 09:11